Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 131
MÁLSTOFA C - SKÓGRÆKT | 129
6. tafla. Flatarmál ræktaðs skóglendis eftir landshlutum
Skógur >2m Skógrækt < 2m Alls (ha) Hlutfall (%)
Vesturland 1.855 2.750 4.605 11,3
Vestfírðir 148 1.306 1.455 3,6
Norðvesturland 1.348 3.690 5.038 12,3
Norðausturland 792 3.054 3.846 9,4
Austurland 1.166 8.458 9.624 23,5
Suðausturland 369 1.252 1.621 4,0
Suðurland 3.636 6.527 10.163 24,8
Suðvesturland 1.882 2.694 4.576 11,2
Gróðursetningar í birki
Samkvæmt þeirri skörun sem var milli þekju ræktaðs skóglendis og birkilenda voru gróðursetningar í birkiskóga og birkikjarr alls 4.111 ha., þar af 3.299 ha. í birkiskóga og 812 ha. í birkikjarr (7. tafla). Þegar flatarmál þessara svæða var skoðað eftir
7. tafla. Skörun ræktaðs skóglendis við birkiskóga og birkikjarr
Skörun skógar Skörun Alls skörun Hlutfall af
> 2m (ha)skógrækt (ha) (ha)Hlutfall (%) birkiþekju (%)*
Vesturland 732 101 832 20,2 3,1
Vestfírðir 69 69 138 3,3 0,7
Norðvesturland 0 1 1 0,0 0,1
Norðausturland 325 71 395 9,6 2,0
Austurland 436 289 725 17,6 4,1
Suðausturland 107 12 119 2,9 1,5
Suðurland 1.299 55 1.354 32,9 8,4
Suðvesturland 332 216 548 13,3 7,8
Alls skörun 3.299 812 4.111 100,0
* Hlutfall ræktaðs skóglendis af birkiþekju hvers landshluta
landshlutum kom í ljós að mest var gróðursett í birkiskóga og birkikjarr á Suðurlandi,
en mun minna á Vesturlandi og Austurlandi. Hvað varðar nýskógrækt þá hefur mest
verið gróðursett í birkilendi síðastliðin 15 ár á Austurlandi og Suðvesturlandi. Þegar
flatarmál birkilendis sem farið hefur undir skógrækt er skoðað með tilliti til
heildarbirkiþekju hvers landshluta þá kemur í ljós að hlutfallslega hefur verið
gróðursett mest í birkilendi á Suðurlandi og á Suðvesturlandi. Það hlutfall er mun
lægra á Austurlandi og á Vesturlandi.
Umræður
Með þeim gagnagrunni sem hér er til umræðu er komin heildarþekja yfir skóglendi
landsins. Þetta er fyrsta útgáfa gagnagrunnsins og er mikil framför frá því sem áður
var. Hins vegar er hann ekki fullkominn og verður í sífelldri endurskoðun, hann
breytist á hverju ári með þeim gróðursetningum sem við bætast og villur lagfærðar