Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 140
138 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
hefur verið hagstæð á síðustu árum og við sjáum landið gróa. Öflugt vísindafólk
vinnur að rannsóknum og öflun landupplýsinga í þágu landgræðslu og það er mikill
velvilji í garð þessa málaflokks meðal þjóðarinnar, sem hefur komið ffam í
skoðanakönnunum og á annan hátt. Bændur eru mjög áhugasamir um landbætur og
vilja að nýting búfjár þeirra sé í sátt við gróðurfar landsins. Það er hins vegar ennþá
nokkuð í land að svo verði.
Viðhorf þéttbýlisbúa til landbúnaðar og bændanna sjálfra um eigin hag hafa breyst
mikið á sl. tíu til fimmtán árum. Landverð hefur hækkað og breyting orðið á búsetu og
atvinnu í sveitum landsins og þar ríkir nú víða bjartsýni og framkvæmdahugur. A móti
kemur að við fáum öðru hvoru ofsaveður, oft með miklu moldroki, sem minna okkur
á hve mikið verk er enn óunnið við að greiða skuld okkar við landið.
Gervitunglamyndir sýna jarðvegsfok sem fýkur langt á haf út.
Þegar við glötuðum gróðurhlífmni í aldanna rás, þ.e. birkinu og víðinum, varð landið
miklu berskjaldaðra fyrir að taka á móti öskufalli eldijallanna. Eins og eldgosin hafa
verið á síðustu öldum hefðu birki og víðiflesjur staðið af sér öskufallið, en lággróður
orðið eyðingunni að bráð. Það er því mikilvægt að stuðla að birki- og víðikjarri þar
sem þess er kostur, sérstaklega á rýru landi. Astæða er til að hvetja bændur í
landshlutaverkefnunum í skógrækt að einbeita sér að rýrum landsvæðum sem ekki
henta til akuryrkju framtíðarinnar. Fyrr en varir munum við þurfa á öllu okkar
ræktanlegu landi að halda til fæðuframleiðslu í sveltandi heimi.
Landgræðsla í náinni framtíð
Á síðustu 50 árum hafa orðið gríðarlegar breytingar á öllum sviðum þjóðlífsins, líka í
landgræðslustarfinu. Eina sem við getum nokkurn veginn treyst er að breytingamar
halda áfram, hraðari og meiri en nokkra sinni fyrr. Ógerlegt er að ímynda sér ástand
auðlinda landsins og kröfur þjóðarinnar til landgæða eftir fimmtíu ár, hvað þá árið
2108.
Ljóst er að sívaxandi þörf er fyrir margs konar hráefni í heiminum. Við og bömin
okkar þurfum mat, klæði og húsaskjól. Það gengur stöðugt á hráefni í jörðu og æ
stærri hluti hráefna verður ræktaður.
Talið er að ffam til ársins 2050 þurfi að afla helmingi meiri fæðu en nú, til að fæða
alla jarðarbúa. Því er brýnt að Islendingar taki frá land til fæðuframleiðslu á komandi
áram. Eftirspum eftir ræktunarlandi margfaldast til að framleiða matvæli, lífeldsneyti
og margvísleg önnur gæði. Fólk leitar í auknum mæli afþreyingar á landsbyggðinni og
eftirspum eftir útivistarsvæðum eykst. Landgræðsla eykur lífsgæði og Landgræðslan
mun á komandi árum enn auka samstarf við skóla og stuðla að aðgengi yngstu
kynslóðanna að upplifun náttúra landsins. Áhersla verður lögð á að auka landlæsi
almennings og sérstaklega yngstu kynslóðarinnar, þannig að fólk skynji að núverandi
ásýnd landsins er óeðlileg miðað við veðurfar og legu landsins.
Jarðvegur er mikilvægasta auðlindin
Við áætlum að gróðurreikningurinn sé nú orðinn jákvæður, en sjáum að allvíða er
gróður og jarðvegur enn að eyðast. Þetta er verðmætur moldarjarðvegur og gróður
sem við verðum að stöðva eyðinguna á til að eiga hann sem frægjafa þegar landið
grær að nýju, því að hann hefur aðlagast aðstæðum þessara landsvæða.