Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 144
142 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
EYÐIMERKUR-
MYNDUN
Minnl binding
kolefnis i ofan-
í
Tap á fjölbreytileika
lífvera ofan og
neðanjarðar
Minni frumframleiðsla og
umsetning næringarefna
Veikari
jarðvegsvernd
Fábreyttari gróð
og örverutegunc
\
vatni íjarðvegi TAp A LÍFFRÆÐILEGRI
^----------*• FJÖLBREYTNI
Breytingar á
hlutfallslegu
mikilvægi tegunda
Breytingar á gerð
fjölbreytileika
samfélaga
1. mynd. Samspil eyðimerkurmyndunar, líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsbreytinga. Innri
hringimir tengja jarðvegseyðingu og eyðimerkurmyndun við tap á líffræðilegri íjölbreytni 0g
loftslagsbreytingar. Ytri hringurinn tengir lækkun í frumframleiðni við minni kolefnisbindingu og þar
af leiðandi loftslagsbreytingar, sem hafa m.a. áhrif tegundasamsetningu og samfélög dýra, plantna og
örvera. Byggt á MEA 2005a.
áhrif á kolefnisbúskap jarðar og þar af leiðandi loftslag, sem aftur hefur áhrif á ástand
landsins og líffræðilega ljölbreytni (Gísladóttir og Stocking 2005, MEA 2005a, 1.
mynd). Þetta sýnir glöggt að jarðvegur og ástand vistkerfa tengja saman stóru
umhverfísmálin, sem fjallað er um í loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna (FCCC),
samningnum um vemdun líffræðilegrar fjölbreytni (CBD) og samningnum um vamir
gegn eyðimerkurmyndun (CCD). Sjálfbær landnýting og aðgerðir til að stöðva
jarðvegseyðingu hafa mikilvægu hlutverki að gegna við vemdun líffræðilegrar
ijölbreytni og til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Landgræðsla og þjónusta vistkerfa
Landgræðsla er samheiti yfir margvíslega starfsemi, sem annars vegar miðar að
vemdun gróður- og jarðvegsauðlinda með því að stöðva landhnignun og jarðvegs-
eyðingu og stuðla að sjálfbærri landnýtingu, en hins vegar endurreisn hnignaðra
vistkerfa, vistheimt, með uppgræðslu og öðmm aðgerðum.
Unnið er að vistheimt við margvíslegar aðstæður, til dæmis þar sem landi hefur
hnignað vegna ofnýtingar, við endurreisn vistkerfa á auðnum og rofsvæðum eftir
jarðvegseyðingu, eftir skemmdir vegna mannvirkjagerðar, mengun, eða sem
mótvægisaðgerðir við mannvirkjagerð. Þegar litið er til gróður og jarðvegsvemdar-
þáttarins er ljóst að landgræðsla kemur mörgum við. Má þar nefna sveitarfélög er vilja
stuðla að góðu ástandi gróðurs og jarðvegsauðlinda innan sinna marka, en einnig
margvíslega landnotendur hvort sem það em búfjáreigendur, skógræktendur,
útivistarfólk, veiðimenn eða aðrir sem nýta gæði landsins. Einnig getur landgræðsla
verið viðfangsefni framkvæmdaraðila í mannvirkjagerð, t.d. við vegagerð,
námuvinnslu, virkjanir, o.s.frv. Síðast en ekki síst er landgræðsla hagsmunamál