Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 145
MÁLSTOFA D - LANDGRÆÐSLA OG ÖNNUR LANDNÝTING | 143
almennings sem lætur sig varða ástand landsins og sem nýtur góðs af margvíslegri
þjónustu er heilbrigð vistkerfi veita.
Oft duga tiltölulega einfaldar aðgerðir til að örva gróðurframvindu og virkni vistkerfa
á röskuðu landi. Margir bændur hafa á undanfömum ámm unnið að uppgræðslu
örfoka mela til sauðfjárbeitar í samvinnu við Landgræðslu ríkisins undir merkjum
verkefnisins „Bændur græða landið“. Dæmi frá ofanverðum Rangárvöllum sýnir að
uppgræðsla með áburðargjöf eingöngu getur leitt til myndunar gróðurþekju á fáum
ámm, þrátt fyrir beit, auk þess sem áburðargjöfm örvar myndun lífrænnar jarðvegs-
skánar og landnám margra innlendra plöntutegunda (Elmarsdóttir o.fl. 2003).
Samtímis safnast kolefni upp í vistkerfinu, bæði ofanjarðar og þó einkum í jarðvegi,
þannig að uppgræðslan stuðlar að talsverðri koleihisbindingu (Aradóttir o.fl. 2000).
Beit á þessu landi er einnig mikilvægur þáttur í búskap á viðkomandi jörð og er
uppgrædda landið því orðið ágætt nytjaland, þar sem gróðurfarið er þó mótað af
beitamýtingu og endurtekinni áburðargjöf (Elmarsdóttir o.fl. 2003).
A Geitasandi á Rangárvöllum er stór tilraun, þar sem fylgst er með framvindu og
vistfræðilegri virkni eftir uppgræðslu óstöðugra sandmela í stómm tilraunareitum
(Asa L. Aradóttir og Guðmundur Halldórsson 2004). Uppgræðsla með grasfræi og
áburði skilaði þar yfír 70% gróðurþekju eftir 3-4 ár þó að gróðurþekja viðmiðunarreita
héldist lítið breytt (um 5%) (Ása L. Aradóttir, o.fl. 2005). Samhliða aukinni
gróðurþekju hefur framboði á nitri og lífrænu kolefni í jarðvegi aukist og ísig vatns
ofan í jarðveginn orðið greiðara (Berglind Orradóttir og Olafur Amalds 2007). Þá eru
lyng- og kjarrtegundir famar að nema land í sumum uppgræðslumeðferðunum (Lbhí
og Lr, óbirt gögn). Rannsóknir á langtímaáhrifum uppgræðsluaðgerða á svipuðum
slóðum (Grétarsdóttir o.fl. 2004) benda til þess að sáning grasa og áburðargjöf geti
greitt fyrir framvinduferli í átt að náttúrulegu kjarrlendi eða mólendi, á meðan
aðliggjandi viðmiðunarsvæði haldast gróðursnauð áratugum saman þrátt fyrir
beitarfriðun. Aðrar rannsóknir sýna að uppgræðsluaðgerðir á rofnu landi geta aukið
ijölda smádýra og virkni jarðvegslífs (Edda S. Oddsdóttir 2002, Sigurðardóttir 2004),
bætt margvíslega þjónustu vistkerfa, svo sem kolefnisbindingu (Aradóttir o.fl. 2000,
Amalds o.fl. 2000) og gert landið meira aðlaðandi til útivistar (Þómnn Pétursdóttir
2007).
Ofangreind dæmi sýna að uppgræðsluaðgerðir hafa áhrif á bæði samsetningu og
virkni vistkerfanna og geta stuðlað að vistheimt. Endurheimt vistkerfa samþættir stóm
umhverfísmálin; eykur ýmsa þætti líffræðilegrar ijölbreytni, stuðlar að endurreisn
margvíslegrar vistkerfaþjónustu og bindur koltvísýring úr andrúmslofti.
Landgræðsla og náttúruvernd
I markmiðum laga um náttúmvemd nr. 44/1999, kemur meðal annars fram að „ ..skuli
stuðla að samskiptum manns og umhverfis þannig að hvorki spillist líf eða land ...
tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum.“ og „stuðla að
vernd og nýtingu auðlinda á grundvelli sjálfbærrar þrómnar\ Það fer ekki á milli
mála að vemdunarhluti landgræðslustarfsins samræmist þessum markmiðum.
Gróðurffamvinda í kjölfar jarðvegseyðingar getur hins vegar verið afar hæg, tekið
jafnvel margar aldir, og þar getur vistheimt hjálpað til. Nútíma vistheimt gengur út á
aðgerðir til að koma af stað og hraða náttúrulegum ferlum (framvindu) og endurreisa
virkni vistkerfa sem hafa hnignað, skemmst eða eyðilagst (SER 2004). Slíkar