Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 146
144 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
vistheimtaraðgerðir, sem miða að því að endurheimta náttúrulega líffræðilega
fjölbreytni, falla einnig vel að markmiðum náttúruvemdarlaga.
Við lifum á tímum þegar æ minna er eftir af villtri náttúm sem ekki hefur verið raskað
af mannavöldum og geta vistkerfa til að veita mikilvæga þjónustu er verulega skert.
Þetta kemur skýrt fram í þúsaldarskýrslunum, Millenium Assessment sem komu út
fyrir tveimur ámm (MEA 2005a,b). Bent hefur verið á að vistheimt og endurreisn
vistkerfaþjónustu verði meðal mikilvægustu viðfangsefna 21. aldarinnar á sviði
umhverfismála (t.d. Palmer o.fl. 2004, Gann og Lamb 2006, Aronson o.fl. 2006).
Vistheimt er þó ekki af öllum talin jákvæð eða æskileg. Meðal annars hefur verið bent
á hættuna á því að möguleikar á endurheimt verði notaðir til að réttlæta eyðingu
náttúm sem ætti að vemda (Elliot 1982). Vistheimt ætti ekki að koma í staðinn fyrir
vemdun náttúrulegra vistkerfa (Aronson o.fl. 2006) m.a. vegna þess að endurheimt
vistkerfi verða seint jafngild uppranalegum vistkerfum. Þessi röksemdafærsla má þó
ekki koma í veg fyrir að reynt verði að endurheimta land sem skemmst hefúr af manna
völdum.
Notkun framandi tegunda í landgræðslu hefur verið talsvert deiluefni hérlendis (sjá
t.d. Auður Ottesen 1997). Aðgerðir sem leiða til aukningar framandi og ágengra
tegunda geta dregið úr mikilvægum þáttum líffræðilegrar fjölbreytni þó að þær auki
ýmsa virkni vistkerfisins, a.m.k. til skamms tíma litið (MEA 2005b). Nú er svo komið
að sum viðamikil vistheimtarverkefni snúast að meira eða minna leiti um að útrýma
framandi tegundum sem upphaflega vora notaðar til jarðvegsvemdar og annarra nytja
á viðkomandi svæði (t.d. Milton o.fl. 2003, Shafroth o.fl. 2005). Þetta sýnir mikilvægi
þess að vanda undirbúning vistheimtarverkefna og það ætti að vera meginregla að
beita ekki landgræðsluaðgerðum sem leiða til aukningar framandi og ágengra tegunda.
Notkun slíkra tegunda getur leitt til hnattrænnar einsleitni (MEA 2005b) og er ekki í
samræmi við ákvæði samningsins um vemdun líffræðilegrar fjölbreytni (CBD 1992).
Endurheimt lykilvistkerfa
Endurheimt náttúralegra lykilvistkerfa er vaxandi þáttur í umhverfis- og náttúravemd
(Pfadenhauer 2001, Swarth o.fl. 2001) og í samningnum um líffræðilega fjölbreytni
er því beint til aðildarríkja að þau lagi og endurheimti spillt vistkerfí (CBD 1992).
Islendingar era rík þjóð í landi sem hefur orðið fyrir veralegri hnignun á vistkerfum
og líffræðilegri fjölbreytni. A næstu áratugum ætti að gera gangskör að víðtækri
endurheimt lykilvistkerfa á röskuðum svæðum hérlendis, einkum birkiskóga,
birkikjarrs og votlendis, enda getur slík endurheimt haft margvíslegan ávinning í för
með sér (1. tafla).
Nefnd á vegum landbúnaðarráðuneytisins um endurheimt votlendis starfaði á áranum
1996-2006. I lokaskýrslu nefndarinnar (Amþór Garðarsson o.fl. 2006) er lagt til að
mörkuð verði skýr opinber stefna um vemdun og endurheimt votlendis, auk þess sem
votlendissvæðum verði ekki raskað nema brýna nauðsyn beri til og að endurheimt
votlenda verði meiri en nemur árlegri röskun þeirra. Endurheimt votlendis hér á landi
hófst í smáum stíl árið 1996, þegar fyllt var upp í framræsluskurði í Hestmýri í
Borgarfirði. Síðan þá hefúr verið unnið að endurheimt á annan tug votlendissvæða
með góðum árangri (Amþór Garðarsson o.fl. 2006). Þá era til nokkur dæmi um að
votlendi sé að myndast á uppgræddum svæðum þar sem vatnsstaða er há, svo sem í
nágrenni Skógeyjar í Homafirði og við Þorlákshöfn.