Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 147
MÁLSTOFA D - LANDGRÆÐSLA OG ÖNNUR LANDNÝTING | 145
1. tafla. Dæmi um mögulegan ávinning af vistheimtarverkefnum á röskuðum
svæðum.
Umhverfislegur ávinningur
Bættur vatnsbúskapur
Aukin framleiðni
Stöðvun jarðvegseyðingar og
annarrar landhnignunar
Félags- og efnahagslegur
ávinningur
Auknir möguleikar til landnota, t.d.
beitilönd, ferðamennska
Bætt búsetuskilyrði, m.a. vegna
stöðvunar sandfoks
Annar mögulegur
ávinningur
Vísindalegur:
aukin þekking
Menntunarlegur:
tækifæri til að nýta
vistheimtarsvæði til
kennslu
Mótvægi gegn
loftslagsbreytingum
(kolefnisbinding)
Endurreisn líffræðilegrar
fjölbreytni
Aukið þol vistkerfisins gegn
áföllum
Atvinna við vistheimtarverkefnin
Nýting á afurðum vistheimta
svæðisins, t.d. viðartekja, veiðar,
ber, sveppir
Upplifun þátttakenda:
aukin tengsl við
náttúruna
Náttúrufegurð
í niðurstöðum nefndar á vegum umhverfísráðuneytisins um vemd og endurheimt
íslenskra birkiskóga, sem út kom vorið 2007, er lögð áhersla á vemdun birkiskóga
sem fyrir em og aukna útbreiðslu birkis, enda sé það síðamefnda afar mikilvægt fyrir
framtíð birkiskógavistkerfisins hér á landi (Danfríður Skarphéðinsdóttir o.fl. 2007).
Nefndin gerir tillögu um að sett verði opinbert markmið um endurheimt birkiskóga
þannig að þeir þeki í framtíðinni a.m.k. 10% af flatarmáli íslands. Þá er í skýrslu
nefndarinnar bent á ýmsar leiðir til að ná því marki, svo sem opinbera stefnumótun,
styrkjakerfi, bætta beitarstjómun, auknar rannsóknir, fræðslu og leiðbeiningar um
vemd, meðferð og endurheimt birkiskóga.
Hekluskógar em stærsta uppgræðslu- og skógræktarverkefni sem ráðist hefur verið í
hér á landi, en meginmarkmið þess er að verja landið fyrir mögulegum áföllum vegna
öskufalls með því að endurheimta náttúmlegan birkiskóg og kjarrlendi á stómm,
samfelldum svæðum í nágrenni Heklu (www.hekluskogar.is). Verkefnið felst annars
vegar í uppgræðslu til að stöðva sandfok og bæta skilyrði fyrir landnám og vöxt
trjágróðurs en hins vegar gróðursetningu birkis og víðis í lundi þaðan sem þessar
tegundir geta síðan sáð sér út. Aðferðafræði verkefnisins byggir á nálgunum nútíma
vistheimtar (SER 2004) og víðtækri reynslu af uppgræðslu- og skógræktaraðgerðum á
Hekluskógasvæðinu og í nágrenni þess, sem meðal annars hafa leitt til staðbundinnar
sjálfgræðslu birkis. Einnig era lagðar til gmndvallar rannsóknir á uppgræðslu- og
skógræktaraðgerðum á sama svæði, auk rannsókna á áhrifum slíkra aðgerða á
gróðurframvindu og landnám birkis og víðitegunda (sjá t.d. samantekt Asu L.
Aradóttur o.fl. 2006a). Segja má að Hekluskógaverkefnið brjóti blað í landgræðslu og
skógrækt hér á landi, bæði vegna stærðar verkefnisins og vegna markmiða þess um
endurheimt náttúmlegra gróðurlenda á stórum landssvæðum. Þar mun einnig aflast
dýrmæt reynsla um útfærslu og framkvæmd vistheimtarverkefna, en margvíslegar
rannsóknir eru og verða unnar í samhengi við Hekluskógaverkefnið (sjá
www.hekluskogar.is). Einnig er gert ráð fyrir að nota leiðréttandi árangursmat í
verkefninu, sem getur gefið verðmætar upplýsingar um framvindu svæðisins. Sú
þekking og reynsla sem aflast í Hekluskógaverkefninu mun eflaust nýtast öðrum
vistheimtarverkefnum þó þau verði smærri í sniðum og umgjörð þeirra önnur.