Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 148
146 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Til þess að stuðla að aukinni endurheimt birkiskóga og votlendis á íslandi þarf góðan
þekkingargrunn sem byggir á öflugu rannsóknarstarfi, þar sem meðal annars er nýtt
jafnóðum sú þekking sem fæst við framkvæmd vistheimtarverkefna. Því er mikilvægt
að slík þekking verði gerð aðgengileg með greinaskrifum, fyrirlestrum, á heimasíðum
og með annarri fræðslu. Einnig þarf fræðslu og auknar umræður í þjóðfélaginu um
gildi birkiskóga og margs konar votlendis, og um leiðir til að endurheimta slík
vistkerfi. Síðast en ekki síst þarf margvíslega hvata til vistheimtarverkefna, þannig að
margir hafi möguleika á og sjái sér hag í að vinna að slíkum verkefnum. Beinir
efnahagslegir hvatar, svo sem styrkir til framkvæmda eru mikilvægir í þessu
sambandi, en bent hefur verið á umhverfisstyrki sem nýjar leiðir í stuðningi við
dreifbýli og landbúnað (Ólafur Amalds 2007). Aðrir hvatar em t.d. ráðgjöf og aðstoð
við skipulagningu og utanumhald vistheimtarverkefna, auk rannsókna er nýtist bæði
við þróun á aðferðafræði við vistheimt og mat á árangri slíkra verkefna.
Landgræðslufræði eða vistheimtarfræði er ört vaxandi fræðigrein (Young 2005), sem
fæst meðal annars við það flókna viðfangsefni að samþætta lausnir mismunandi
umhverfismála og tryggja mikilvæga þjónustu vistkerfa til framtíðar (Palmer o.fl.
2004). Sú þróun nýtist vistheimtarstarfi hér á landi. íslenskar vistheimtarrannsóknir,
meðal annars í tengslum við framkvæmd og vöktun vistheimtarverkefna, geta einnig
orðið mikilvægt framlag til vistheimtarfræðanna og aukið skilning á vistkerfum
landsins.
Heimildir
Aradóttir, Á.L., Svavarsdóttir, K., Jónsson, Þ.H. & Guðbergsson, G., 2000. Carbon accumulation in
vegetation and soils by reclamation of degraded areas. Icelandic Agricullural Sciences 13:99-113.
Amalds, Ó, Guðbergsson, G. & Guðmundsson, J., 2000. Carbon sequestration and reclamation of
severely degraed soils in Iceland. Icelandic Agricultural Sciences 13: 87-97.
Arnalds, Ó. & Kimble, J., 2001. Andisols of Deserts in Iceland. Soil Science Society of America
Journal 65: 1778-1786.
Arnþór Garðarsson, Borgþór Magnússon, Einar Ó. Þorleifsson, Hlynur Óskarsson, Jóhann Óli
Hilmarsson, Níels Ámi Lund, Sigurður Þráinsson & Trausti Baldursson, 2006. Endurheimt votlendis
1996-2006. Landbúnaðarráðuneytið, Reykjavík.
Aronson, J., Clewell, A.F., Blignaut, J.N., Milton, S.J., 2006. Ecological restoration: A new frontier for
nature conservation and economics. Journal forNature Conservation 14: 135-139.
Auður Ottesen (ritstj.), 1997. Nýgræðingar í flórunni. Ráðstefna Félags garðyrkjumanna 21. og 22.
febrúar 1997. Félag garðyrkjumanna, Reykjavík.
Ása L. Aradóttir & Guðmundur Halldórsson 2004. Uppbygging vistkerfa á röskuðum svæðum.
Fræðaþing landbúnaðarins 1: 86-93.
Ása L. Aradóttir, Guðmundur Halldórsson & Ólafur Arnalds 2005. Landbót. Tilraunastofan á
sandinum. Frœðaþing landbúnaðarins 2: 279-282.
Ása L. Aradóttir, Hreinn Óskarsson & Björgvin Ö. Eggertsson 2006a. Hekluskógar, forsendur og leiðir.
Frœðaþing landbúnaðarins 3: 253-256.
Ása. L. Aradóttir, Kristín Svavarsdóttir & Sigurður H. Magnússon 2006b. Landnám víðis og árangur
víðisáninga. í: Innlendar víðitegundir: líffrœði og notkunarmöguleikar í landgrœðslu (ritstj. Kristin
Svavarsdóttir). Landgræðsla ríkisins, Gunnarsholt. Bls. 59-72.
Berglind Orradottir & Ólafur Arnalds 2007. ísig - áhrif landgræðslu og árstíma. Frœðaþing
landbúnaðarins 4, 513-515.
Danfríður Skarphéðinsdóttir, Ása L. Aradóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Þröstur Eysteinsson, Skúli
Bjömsson, Jón Geir Pétursson, Borgþór Magnússon & Trausti Baldursson, 2007. Vernd og endurheimt