Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 151
MÁLSTOFA D - LANDGRÆÐSLA OG ÖNNUR LANDNÝTING | 149
Landgræðsla í alþjóðlegu samhengi
Ingibjörg S. Jónsdóttir
Landbúnaðarháskóla Islands, Keldnaholti, 112 Reykjavík
Gróðurhnignun og gróðureyðing með jarðvegseyðingu í kjölfarið á sér stað víða um
heim. Slík landhnignun á oftast rætur í ofnotkun lands og er umfangsmest þar sem
vistkerfi eru viðkvæm, þ.e. á þurrum svæðum, og þar sem álag á land er mikið vegna
þéttbýlis. Áhrif landhnignunar eru bæði staðbundin og hnattræn. I dag hefur
landhnignun veruleg neikvæð áhrif á lífsafkomu 100-200 miljóna manna (Adeel og
fleiri 2005). íbúar þróunarlanda á þurrum svæðum eru langverst settir, en stór hluti
þeirra lifir hirðingjalífi og af sjálfsþurftarbúskap. Þá er því spáð að loftalagsbreytingar
muni stuðla að enn frekari hnignum lands einkum vegna þurrka. Það mun síðan hafa
afturvirk áhrif vegna minnkandi bindingar kolefnis í jarðvegi og gróðri.
Þróunarlöndin standa því frammi fyrir margþættum vanda vegna landhnignunar og
loftslagsbreytinga sem krefst skammtímalausna á brýnni fæðuþörf og langtímalausna
til að tryggja fæðuöryggi til frambúðar og sjálfbæra nýtingu lands. Þessar lausnir fara
ekki alltaf vel saman og geta skapa ákveðna togstreitu. Til að flækja málið enn frekar
skapast oft árekstrar milli hagsmuna þeirra sem minnst meiga sín og fjársterkra
fyrirtækja og valdamikilla stofnanna. Þar að auki er menntun mjög af skomum
skammti. Lausn vandans þarf því að taka tillit til vistfræðilegra, landfræðilegra,
félagslegra og efhahagslegra þátta. Til að skýra þetta nánar verða tekin tvö ólík dæmi í
erindinu, frá Mongólíu og Uganda.
Landhnignunarvandamál þróunarlandanna er ekki einkamál þeirra og við sem
byggjum þróaðri ríki veraldar bemm skyldu til að koma þeim til aðstoðar. Það er hins
vegar afar mikilvægt að sú aðstoð fari rétt fram. Aðstæður em mjög mismunandi eftir
löndum og því er ekki hægt að færa eina lausn upp á þau öll. Hins vegar er mikilvægt
að miðla af reynslu annarra af landgræðslu og sjálfbærri nýtingu lands til þessara
landa til að auðvelda þeim að finna eigin lausnir. ísland býr yfir mikilli reynslu af því
að takast á við hnignun lands með landgræðslu og ber okkur skylda til að miðla af
henni. Þróunarverkefnið um Landgræðsluskóla sem fór af stað á síðasta ári hefur það
megin markmið að stuðla að baráttu gegn fátækt í þróunarlöndunum með þjálfun
fagfólks á sviði landgræðslu og sjálfbærrar nýtingar lands (Ingibjörg Svala Jónsdóttir
2007). I erindinu verður einnig gerð grein fyrir fyrstu skrefunum við framkvæmd
verkefnisins og því sem framundan er.
Heimildir
Adeel, Z., U. Safriel, D. Niemeijer, R. White, G. de Kalbermatten, M. Glantz, B. Salem, B. Scholes, M.
Niamir-Fuller, S. Ehui, and V. Yapi-Gnaore, 2005. Ecosystems andHuman Well-being: Desertijication
Synthesis, a Report of the Millennium Ecosystem Assessment, World Resources Institute, Washington
DC, USA.
Ingibjörg S. Jónsdóttir, 2007. Þróunarverkeíni um landgræðsluskóla. Fræðaþing landbúnaðarins 4:
615-618