Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 154
152 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Áhrif beitarmeðferðar á þekju einstakra háplöntutegunda voru könnuð á hverju svæði
með eins þáttar fervikagreiningu en áhrif beitar og yfirborðslögunar á þekju
tegundahópa (háplöntur, mosar, fléttur, lágplöntuskán) og fjölda háplöntutegunda með
tveggja þátta fervikagreiningu.
Niðurstöður
Niðurstöður hnitunar og flokkunar sýndu að gróður á rannsóknasvæðunum var af
þremur megingerðum; melagróður, sanda- og vikragróður og mosaþembu- og
móagróður.
Einkennandi tegundir melagróðurs voru geldingahnappur, lambagras, skeggsandi og
túnsúra. Gróðurþekja var lítil en fjöldi tegunda misjafn.
í sanda- og vikragróðri voru einkennandi tegundir bjúgstör, holurt, klóelfting og
melgresi. í þessari gerð gróðurs var fjöldi háplöntutegunda yfirleitt lítill en þekja mjög
breytileg. Mosaþembu- og móagróður einkenndist af hlutfallslega mikilli þekju
mosategundanna melagambra og/eða hraungambra og af smárunnum, einkum
beitilyngi, grasvíði og krækilyngi. Aðrar algengar tegundir voru gulmaðra, blávingull
og vallhæra. Gróðurþekja og fjöldi háplöntutegunda var hlutfallslega mikill.
Yfirborðslögun lands reyndist hafa veruleg áhrif á gróðurþekju en hún var yfirleitt
mest í lægðum. Dæmi voru um hið gagnstæða sem líklega má rekja til mikils sandfoks
á yfirborði. Fjöldi háplöntutegunda var einnig mestur í lægðum.
Beitarummerki á háplöntum bentu til þess að sauðfé sæktist einna mest eftir
klóelftingu, melgresi, holurt og gulmöðru en einna minnst eftir krækilyngi,
týtulíngresi og blóðbergi.
Niðurstöðumar benda til þess að í kjölfar meiri háttar röskunar á þurrlendi, svo sem
við jarðvegsrof, öskufall og flóð á áraurum, ráði landgerð og jarðvegur miklu um
hvers konar gróður myndast. Á landi sem eftir röskun var talið hafa verið melar,
moldir, klappir, moldarmelar eða áraurar hafði myndast melagróður. Á landi sem
flokkað var sem sandur, sandhraun (sandur eða fínn vikur á hrauni) eða hraunmelur
(blanda af fínu efhi, vikri og hraunvölum) myndaðist hins vegar sanda- og
vikragróður.
Niðurstöður leiddu í ljós að friðun hraðar gróðurframvindu á lítt grónu landi. Við
friðun jókst heildargróðurþekja (2. mynd), háplöntutegundum fjölgaði staðbundið (3.
mynd) og tegundasamsetning breyttist. Áhrifin vom hins vegar háð landgerð og
jarðvegi. Á melum og líkum landgerðum hraðar beitarfriðun gróðurframvindu í átt til
myndunar mosaþembu- og móagróðurs. Á sand- og vikursvæðum og landi með
svipaða eiginleika (sandar, sandhraun, hraunmelar) örvaði friðun hins vegar myndun
sanda- og vikragróðurs þar sem melgresi og holurt vom ríkjandi tegundir. Þar sem
vaxtartími var langur, úrkoma vemleg og jarðvegur fremur rakur hafði land gróið upp
og mosaþembu- og móagróður myndast.
Áhrif friðunar vom misjöfn eftir svæðum. Mest vom þau á láglendi þar sem
loftslagsskilyrði vom einna best. Dæmi vom um að friðað land hefði gróið upp að
fullu á 30 ámm. Niðurstöðumar sýndu einnig að við góð skilyrði á láglendi gat land
gróið upp þrátt fyrir talsverða beit en gróðurfar varð þó ólíkt því sem var á friðuðu
landi.