Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 157
MÁLSTOFA D - LANDGRÆÐSLA OG ÖNNUR LANDNÝTING | 155
eiginleikum jarðvegs sem tengjast komastærð, sérstaklega vatnsheldni og áhrifum
frosthreyfinga.
A melum og skyldum landgerðum er jarðvegur miskoma. Vatnsheldni er misjöfn,
sums staðar veruleg, svo sem á melum, en mun minni á áraurum. A melum er
frostlyfting víðast talsverð en á áraurum lítil. Flutningur lausra rofefna á yfirborði er
sums staðar lítill en annars staðar vemlegur. Magn kolefnis í jarðvegi er yfírleitt lágt.
Sýmstig jarðvegs er misjafnt, hæst á landi sem nýkomið er undan jökli og á nýjum
áraurum (Persson 1964, Sigurður H. Magnússon o.fl. 2002).
A sand- og vikursvæðum er allur jarðvegur grófkoma og vatnsheldni lítil. Samkomun
jarðvegs er mjög lítil og yfirborð sérlega óstöðugt þar sem sandrenningur og svörfun
er algengt fyrirbæri. Frostlyfting er hins vegar lítil. Magn kolefnis í jarðvegi er
yfírleitt mjög lágt en sýmstig hátt.
Munurinn á þessum tveimur flokkum jarðvegs veldur því að gróður verður ólíkur,
annars vegar melagróður og hins vegar sanda- og vikragróður (4. mynd).
Loftslag - Annar meginþáttur, sem hefúr áhrif á ffamvindu á lítt grónu landi í kjölfar
meiri háttar röskunar, em loftslagsskilyrði þar sem lengd vaxtartíma, hiti og úrkoma em
sterkir áhrifavaldar (4. mynd). Þar sem vaxtartími er stuttur, úrkoma lítil og yfirborð mjög
óstöðugt er ekki líklegt að land grói upp (lág gildi á 1. ási hnitunar). Framvinda stendur
nánast í stað þótt nokkrar breytingar geti orðið á milli ára. Fáar tegundir nema land og
þekja þeirra er lítil. Á svæðum með hagstæðari vaxtarskilyrði, þ.e. lengri vaxtartími, hærri
sumarhiti, stöðugra yfirborð og meiri úrkoma, aukast möguleikar plantna á að nema land
og komast á legg og þar með á að gróðurffamvinda komist á skrið.
Stefha gróðurframvindu ræðst að miklu leyti af ákveðnum lykiltegundum. Á melum
og líkum landgerðum eru gamburmosar mikilvægir, einkum á úrkomuríkum svæðum.
Þar sem jarðvegur er rýrastur, svo sem á hæðum og rindum, þróast gróðurinn með
tímanum yfir í mosaþembu en á næringarríkari stöðum verður gróður gróskumeiri. Þar
myndast mosaríkt mólendi með lyngi og víðitegundum.
Framvinda á söndum og vikrum er frábrugðin ffamvindu á melum og ræðst að
verulegu leyti af því hvort melgresi er til staðar eða ekki. Ef melgresi finnst og sandur
er nægilegur kemst framvindan á melgresisstig (4. mynd). Frekari framvinda stjómast
af melgresinu, aðflutningi sands, fræuppsprettu og öðmm skilyrðum, svo sem úrkomu
og beit (sjá síðar).
Beit - Samkvæmt niðurstöðunum hefur sauðfjárbeit mikil áhrif á framvindu, bæði á
melum og skyldum jarðvegs- og landgerðum og á söndum og svipuðu landi. Við
beitarfriðun eykst heildargróðurþekju og tegundaauðgi háplantna staðbundið á báðum
þessum gerðum. Stefna og hraði á fyrstu stigum framvindu er hins vegar mismunandi
en niðurstöðumar benda til þess að beitarfriðun auki hraða framvindu meira á söndum
en á melum og skyldum land- og jarðvegsgerðum.
Við ffiðun sanda og skyldra landgerða eykst melgresi ef það er til staðar. Við það
kemst framvindan á melgresisstig. Hvað gerist eftir það ræðst af ríkjandi aðstæðum á
hverjum stað. Sé aðflutningur sands og sandfok mikið og yfirborð mjög óstöðugt,
vaxtartími stuttur og úrkoma lítil verður til sandhólagróður þar sem hólar byggjast upp
og brotna niður á víxl. Þessi gróður viðhelst eins lengi og þessar aðstæður ráða. Ef
yfirborð er stöðugra og aðflutningur sands minni eða loftslagsskilyrði tiltölulega
hagstæð, þ.e. langur vaxtartími og ríkuleg úrkoma, nema ýmsar mosaþembu- og
móategundir land, melgresið lætur undan síga og mosaþembu- og móagróður tekur
við og síðar væntanlega víðir og birki.