Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 158
156 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Sé landið beitt verður framvindan önnur. Ef beitarálag er mjög mikið mun beitin
algerlega koma í veg fyrir að landið grói upp og á það bæði við um mela og skyldar
landgerðir og um sanda og vikra. Við hóflega beit og mild loftslagsskilyrði grær land
upp bæði á melum og líkum landgerðum og á söndum og vikrum. Tegundasamsetning
verður hins vegar ólík á beittu landi og friðuðu.
Ályktanir
Hér á landi eru víðáttumikil lítt gróin svæði, bæði á láglendi en þó einkum á hálendi,
sem nýtt hafa verið um langan aldur til beitar fyrir sauðfé. Þar er um að ræða margs
konar land; mela, moldir, áraura, skriður, vikra og sanda. Þær niðurstöður sem hér er
greint frá sýna að friðun fyrir sauðíjárbeit á þessu landi hraðar framvindu gróðurs. Við
bestu gróðurskilyrði á láglendi er alger friðun þó ekki forsenda þess að land grói upp.
Beit hefur hins vegar mikil áhrif á hvers konar gróður myndast. Ætla má að beit dragi
mikið úr eða hindri í sumum tilvikum algerlega landnám og uppvöxt ýmissa
trjákenndra tegunda, svo sem grávíðis, loðvíðis og birkis.
Á hálendi hefur sauðfjárbeit greinilega mikil áhrif á landnám plantna og framvindu.
Þar sem gróðurskilyrði eru hvað erfiðust er ekki líklegt að friðun hafi mikil áhrif.
Þetta á einkum við um land með mjög óstöðugu yfirborði svo sem mjög virka
rofjaðra, laus vikur- og sandsvæði eða þar sem vaxtartími er stuttur eða úrkoma er
takmarkandi fyrir vöxt plantna. Með hlýnandi veðurfari er líklegt að vaxtarskilyrði
gróðurs batni. Þau svæði á hálendinu þar sem friðun fyrir beit getur stuðlað að
landnámi og framvindu gróðurs munu því stækka hlutfallslega. Jafnframt munu færast
út mörk þeirra svæða á láglendi sem geta gróið upp af sjálfsdáðum þótt um einhverja
beit sé að ræða.
Af niðurstöðunum má því ætla að friðun lands eða beitarstýring sé vænlegur kostur til
að hraða gróðurframvindu á örfoka og öðru lítt grónu landi. Hversu mikið þarf að
draga úr beitinni eða hvort friða þarf land algerlega til þess að ná viðunandi árangri er
ekki ljóst en ætla má að það sé misjafnt eftir aðstæðum. Á afréttum er gróður nú
allvíða í talsverðri framför sem er líklega afleiðing minni beitar og hlýnandi loftslags.
Á þessum svæðum er nú sums staðar unnið að uppgræðslu með áburðargjöf og
sáningu fræs. Þessar aðgerðir eru talsvert dýrar og verður ekki beitt nema í
takmörkuðum mæli. Til þess að ná sem víðtækustum árangri kemur til greina að stýra
beit eða friða land jafnframt því sem erfiðustu svæðin, svo sem rofjaðrar og sandar,
eru grædd upp með sértækari landgræðsluaðferðum.
Heimildir
Andrés Arnalds, 1998. Hver á að gæta landsins? í: Græðum Island. Landgræðslan 1995-1997, árbók
VI, 113-130.
Arnalds, O. og Kimble, J., 2001. Andisols of deserts in Iceland. Soil Science Society of America
Journal 65: 1778-1786.
Ása L. Aradóttir, 1991. Population biology and stand development of birch (Betula pubescens Ehrh.)
on disturbed sites in Iceland. Doktorsritgerð. Texas A&M University, College Station, Texas.
Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon, 1992. Rannsóknir á gróðri og plöntuvali sauðþár í
beitartilraun á Auðkúluheiði. Fjölrit Rala nr. 159.
Elín Gunnlaugsdóttir, 1985. Composition and dynamical status of heathland communities in Iceland in
relation to recovery measures. Acta Phytogeographica Suecica nr. 75.