Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 166
164 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Áætlanir um landnotkun
Hinar ýmsu stofnanir hins opinbera hafa lagt fram fjöldann allan af áætlunum og
tillögum um tiltekna landnotkun. Þar má nefna samgönguáætlun, ferðamálaáætlun,
landgræðsluáætlun, skógræktaráætlun, rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma, og náttúruvemdaráætlun. Sumar áætlanir em um landnotkun eða
landnýtingu sem hefur í för með sér óafturkræf áhrif. Allar hafa áætlanimar það
sameiginlegt að einn valkostur útilokar, eða í það minnsta takmarkar, aðra valkosti á
sama svæði. Takmörkunin getur varað um stundarsakir, ef um afturkræf áhrif er að
ræða, eða til eilífðamóns ef um óafturkræf áhrif er að ræða. Það er því mikilvægt að
gera skýran greinarmun á afturkræfum og óafturkræfum áhrifum framkvæmda á
landkosti.
Kolefnisbinding, ný afurð gamalla greina
I ljósi þess sem hér að ofan var sagt um gróðurhúsaáhrif og mikilvægi lands í
kolefhisbúskap jarðar er nú farið að tala um kolefnisbindingu með landgræðslu og
skógrækt sem nýjan landnýtingarmöguleika. Landgræðsla og skógrækt er ekki ný af
nálinni hér á íslandi, enda fögnuðu Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins nýlega
100 ára afmæli sínu. Til þessa hafa megin markmið landgræðslu og skógræktar hér á
landi verið landbætur, að binda örfoka land og gera gjöfúlt.
Landvemd og Skógræktarfélag Islands hafa saman stofnað Kolvið, sem er sjóður sem
miðar að því að binda kolefni með landsbótum. Á fyrsta starfsári Kolviðar var ráðist í
skógræktarverkefni á Geitasandi og þar hafa verið gróðursett 74.000 tré. Þetta er
fyrsta verkefni Kolviðar, en nú horfir sjóðurinn til þess að taka þátt í ijölbreyttari
verkefnum sem bæði binda kolefhi og bæta land. I því samhengi er horft til annarra
aðgerða hér á íslandi, en einnig gæti komið til þess að sjóðurinn taki þátt í aðgerðum á
suðlægari breiddargráðum, t.d. skógrækt eða kaupum á regnskógum til vemdunar. Hér
á landi kemur til álita að Kolviður beiti sér fyrir endurheimt votlendis og komi þannig
í veg fyrir að kolefni sem þar er bundið losni út í andrúmsloftið. Það er sameiginlegt
með þessum verkefnum að þeim fylgir annar umhverfislegur ávinningur en binding
kolefnis ein og sér, ef rétt er að staðið.
Jarðvarmi, sóun eða sjálfbærni?
Á Islandi eram við þeirrar auðlegðar aðnjótandi að undir landinu er heitur reitur,
svokallaður möttulstrókur, sem ásamt gliðnun jarðskorpunnar veldur mikilli eldvirkni
sem myndað hefur landið. Þessi einstaka jarðfræði er gmndvöllurinn að
jarðvarmanum, sem hefur skapað þá sérstöðu að kynding húsa veldur hverfandi lítilli
losun gróðurhúsalofttegunda í samanburði við það sem gengur og gerist víðast hvar í
heiminum.
I fyrstu var jarðvarminn nýttur beint til hitunar, en síðar var farið að vinna úr honum
raforku með því að láta háþrýsta gufú úr iðmm jarðar knýja hverfla. Þegar
jarðvarminn er nýttur til rafmagnsframleiðslu með þessum hætti er afar léleg nýting á
auðlindinni. Bent hefúr verið á að þorri orkunnar, eða um 88%, tapist sem varmi í
slíkri vinnslu (Þorstein Ingi Sigfússon, 2007). Nú þegar eru starfandi tvær stórar
jarðvarmavirkjanir, þ.e. Hellisheiðarvirkjun og Reykjanesvirkjun, sem einungis
framleiða rafmagn með þeirri slælegu nýtingu sem hér hefur verið skýrt frá. Komi til
frekari uppbyggingar á raforkufrekum iðnaði má búast við því að fleiri slíkar rísi á