Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Síða 167
MÁLSTOFA D - LANDGRÆÐSLA OG ÖNNUR LANDNÝTING | 165
komandi árum, með tilheyrandi sóun á auðlindinni. Þama er á ferðinni gífurlegur
varmi sem þyrfti að finna farsælli farveg en nú er fyrir hendi. Nærtækt er í því
samhengi að horfa til einhvers konar ylræktar eða þurrkunarferla þar sem nýta má
varmann til atvinnusköpunar og virðisauka. Jarðvarmi er endumýjanleg auðlind og sé
hann nýttur af hófsemi getur nýtingin verið sjálfbær. Sé hinsvegar stunduð ágeng
vinnsla, eins og stefnt getur í, er hægt að kæla niður heitt bergið á fáeinum áratugum.
Ætlað er að það taki bergið þá eitthvað fleiri áratugi að hitna aftur svo hægt sé að
hefja vinnslu á ný (Guðni Axelsson, 2006).
Lífrænt eldsneyti, vá eða vinur?
Til þess að spoma við hlýnun jarðar hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða, m.a.
annars til framleiðslu á lífrænu eldsneyti. Lífrænt eldsneyti getur t.d. verið etanól, sem
m.a. er framleitt úr úrgangi í pappírs- og skógariðnaði í Skandinavíu, metan (CH4)
sem verður til við niðurbrot á lífrænu efni, t.d. á urðunarstöðum úrgangs, og síðast en
ekki síst svokallaður lífdísill sem unnin er úr fitu.
Allar þessar afurðir hafa sína kosti og galla eins og gengur og gerist. Metan er öflug
gróðurhúsalofttegund, sem verður til við lífrænt niðurbrot hvort sem okkur líkar betur
eða verr. Með því einu að brenna gasinu, og mynda þannig koldíoxíð (CO2), er dregið
verulega úr hlýnunaráhrifum. Sé það þar að auki nýtt sem eldsneyti kemur það í
staðinn fyrir bmna á jarðefnaeldsneyti. Það er tiltölulega einfalt að framleiða metan
þar sem lífrænn úrgangur, s.s. húsdýraáburður, fellur til. Framleiðsla á metan gasi gæti
því verið sóknarfæri fyrir þá sem stunda landbúnað og í ljósi þess að tiltölulega einfalt
er að breyta bensín vél í metan vél er ekki loku fyrir það skotið að metan samfélagið
sé raunhæfari hugmynd en vetnissamfélagið sem marga dreymdi um fyrir nokkmm
áram.
Lífdísill getur umhverfislega séð verið afar góð afurð, en hann getur líka verið hinn
versti vágestur. Sé dísillinn unnin úr úrgangi er líklegt að í flestum, ef ekki öllum,
tilfellum sé um jákvæð umhverfisáhrif að ræða þar sem verið er að stuðla að aukinni
nýtingu hráefna. Þegar hinsvegar dísillinn er framleiddur með ræktun kann
framleiðslan að orka tvímælis, og getur jafnvel verið beinlínis skaðleg umhverfmu.
Dæmi eru um að gengið hafi verið á regnskóga og þann líffræðilega fjölbreytileika
sem þeir geyma til þess að rækta olíupálma til lífdísilframleiðslu. Með tilliti til
gróðurhúsaáhrifanna einna og sér orkar slíkt tvímælis þar sem umhverfislegur
ávinningur af notkun lífdísils kann að vera minni en sem nemur bindigetu
regnskógarins sem var hogginn. Sé einnig horft til staðbundinna áhrifa af því að ryðja
burt regnskógum virðist blasa við að ferlið sem slíkt er feigðarflan.
Hér á íslandi hafa komið upp hugmyndir um að rækta erfðabreytta repju í Skagafirði
til þess að framleiða lífdísil úr fræjum hennar. Höfð hafa verið uppi mörg vamaðarorð
um þær áhættur sem kunna að fylgja því að sleppa erfðabreyttum lífvemm út í
náttúmna og fjölmörg dæmi era um neikvæð áhrif sem rakin hafa verið til ræktunar á
erfðabreyttum plöntum víðs vegar í heiminum. Sem dæmi má nefna aukna notkun á
skordýraeitri, þar sem illgresi og skordýr geta rnyndað ónæmi gegn eitri í erfðabreyttu
plöntunum sem upphaflega var breytt til þess að draga úr eitumotkun (Erfðabreytt,
2007). í ljósi óvissu og áhættu orka hugmyndir um opna rækt á erfðabreyttri repju í
matarkistunni Skagafirði tvímælis, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið.
Hér á landi hefur einnig verið unnið að því að framleiða lífdísil úr fituríkum úrgangi.
Nái verkefni af því tagi fram að ganga væri það gott dæmi um hvemig hægt er að