Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 169
MÁLSTOFA D - LANDGRÆÐSLA OG ÖNNUR LANDNÝTING | 167
Hvað er landslag? - Áhrif landnýtingar á landslag
Trausti Baldursson
Umhverfisstofnun Suðurlcmdsbraut 24, 108 Reykjavík
Á undanfömum ámm hefur verið lögð áhersla á að meta verðmæti landslags sem hluta
af vemdargildi lands. Oft er þetta gert í tengslum við ýmsar framkvæmdir sem fara í
mat á umhverfísáhrifum eða sem hluti af landslagsvemd í áætlunum sem snúa að
náttúm- og umhverfisvemd svo sem í „Velferð til framtíðar, Sjálfbær þróun í íslensku
samfélagi, Stefnumörkun til 2020“, Náttúmvemdaráætlun 2004-2008, Rammaáætlun
um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og Svæðisskipulag Miðhálendis Islands 2015. Á
alþjóðavettvangi hefur einnig verið mörkuð stefna um vemd landslags s.s. í
landslagssáttmála Evrópuráðsins frá 1999. Norðurlöndin öll nema Island hafa
samþykkt sáttmálann en þrátt fyrir það hefur ísland tekið þátt í Norðurlandasamstarfi
á þessu sviði. Landslag er einnig hluti af umhverfísáætlun Norðurlanda 2005-2008 og
landslag er að sjálfsögðu stór hluti af alþjóða náttúmvemd, sjá m.a. heimasíðu alþjóða
náttúravemdarsamtakanna IUCN.
Þó almennt sé viðurkennt að landslag sé mikils virði og að nauðsynlegt sé að vemda
landslag hefur skort viðurkennda aðferðafræði til að meta vemdargildi landslags og
áhrif framkvæmda á landslag. Einnig vantar skilgreiningu á því hvað orðið landslag
þýðir í skilningi laga sem getur verið bagalegt bæði í tengslum við vemdaraðgerðir og
ýmsar stjómvaldsákvarðanir.
í lögum um náttúmvemd er orðið landslag ekki notað á sama hátt og orðið náttúra því
þar segir t.d. í skilgreiningu á hugtakinu náttúruverndarsvœði að það séu m.a.
„Afmörkuð svæði á landi og sjó sem njóta vemdar samkvæmt öðmm lögum vegna
náttúru eða Iandslags.” Hér er því klárlega verið að vísa til útlits eða forms landsins.
í V. kafla laga um náttúmvemd, sem fjallar um landslagsvemd, em einnig greinar sem
lúta að landslagi og segir þar m.a.: „Meiri háttar framkvæmdir sem áhrif hafa á
umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breyting lands með jarðvegi eða efnistöku
skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir.” Jafnframt er fjallað um að við hönnun
vega, virkjana, verksmiðja og annarra mannvirkja skuli þess gætt að þau falli sem best
að svipmóti lands. Um ræktun segir í kaflanum að við túnrækt, skógrækt, uppgræðslu
lands, skjólbeltagerð og aðra ræktun skal þess gætt að hún falli sem best að
heildarsvipmóti lands og raski ekki náttúru- og menningarminjum. Hér er því
annars vega átt við áhrif landnýtingar á landslag og og hins vegar á aðra náttúm.
Þó svo að hugtakið landslag sé notað með þessum hætti í lögum um náttúruvemd er
misjöfn merking lögð í orðið landslag eftir því í hvaða tilgangi það er notað. í þessu
sambandi má nefna skýrslu frá IUCN „Forest Landscape Restoration” en þar er lýst
því markmiði að endurheimta skógarlandslag en í raun átt við að endurheimta bæði
virkni skóga og afleiddra gæða, félagslegra sem vistfræðilegra á stóm landsvæði (at
landscape level) eða á stómm landslagsheildum eins og á tilteknu vatnasviði (accross
whole landscape such as water catchment). Hvað er þá landslag??
Að nota orðið landslag eins og það er gert hér að ofan getur verið mjög erfitt
viðureignar þegar meta á náttúmvemdargildi ákveðins landsvæðis. „Endanlegt”
náttúmvemdargildi svæðis er yfirleitt fundið með því að leggja mat á gildi einstakra
þátta þess og fá að lokum samanlagt verðmæti t.d. lífríkis, jarðmyndana,
menningarminja, landslags, víðemis o.s.frv. Því vaknar sú spuming að ef orðið