Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 173
MÁLSTOFA E - JARÐRÆKT/BÚFJÁRRÆKT | 171
Uppsöfnun fosfórs í jarðvegi á Sámsstöðum og Hvanneyri
Sigurður Þór Guðmundsson3 og Þorsteinn Guðmundssonb
a Bœndasamtökum íslands, b Landbúnaðarháskóla íslands
Urdráttur
Fosfór í jarðveg er á mismunandi formum og einungis lítill hluti er í vatnslausn á
hverjum tíma. Mælikvarði á frjósemi jarðvegs hvað varðar fosfór er því hæfileiki
jarðvegsins til að viðhalda styrk hans í upplausn. Til að meta forða fosfórs í jarðvegi
eru jarðvegurinn skolaður með missterkum sýrum eða bösum til að greina ákveðin
bindingarform eða nálgast hve mikið sé auðleyst. Unnið er með jarðveg úr tilraunum
1-49 og 9-50 á Sámsstöðum Fljótshlíð og 299-70 á Flvanneyri. Notuð voru skolin,
Ammóníum laktat (PAi), 0,5 M brennisteinssýra (Ft2S04) með og án glæðingar fyrir
heildar (Ptot), ólífrænan (Pinorg) og lífrænt bundinn fosfór (Porg). Súrt ammóníum oxalat
(Pox) til að meta bindingu við ólífræn sambönd nánar og fosfór leysanlegur í afjónuðu
vatni og tekinn upp með anjóna resin perlum (Pa,,). Fleildarforði fosfórs (Ptot) mældist
á bilinu 1200 til 2900 kg ha"1 í efstu 10 cm jarðvegsins á Sámsstöðum en 490 til 850
kg ha'1 í efstur 15 cm á Hvanneyri. Að meðaltali þá leysir PAi 1% af Ptot, PAn leysir 14
%, þá eru Pin0rg 45% og Porg 55%.
Inngangur
Alþekkt er að fosfór er meginnæringarefni plantna, sumir hafa tekið svo djúpt í árinni
að fullyrða að á honum byggi hagvöxmr heimsins og aukin velmegun (Corbrige,
1995). Leið fosfórs úr jarðvegi til plantna er um jarðvatnið aðallega sem H2P04' en
einnig sem HP042" (Schorring, 1999). Það er þó þekkt að plöntur geti tekið upp litlar
sameindir lífrænna niðurbrotsafurða s.s. kjamsýrur og phytin en yfirleitt er mikilvægi
þeirra minniháttar fyrir æðri plöntur vegna óstöðugleika í grennd við virka
örverustarfssemi (Havlin, o.fl., 2005)
Fosfór í jarðvegi er á mismunandi formum og það hefur reynst erfitt að greina
einstaka efnaflokka vegna hins mikla fjölbreytileika í bindingarformum, en yfir 300
fosfórsteindir eru þekktar. Einungis lítill hluti er í vatnslausn á hverjum tíma og aðeins
meira er skiptanlegt, bundið anjónabindingu eða svokallaðri sérstakri anjónabindinu
(Þorsteinn Guðmundsson, 1998). Mælikvarði á frjósemi jarðvegs hvað varðar fosfór
er hæfileiki hans til að viðhalda styrk fosfórs í upplausn eftir þvi sem plantan tekur
hann upp. Á hverjum tíma er ekki nema lítill hluti þess magns sem þarf til að
fullnægja þörfum plöntunar í upplausn. Fosfór er tekinn upp allan vaxtartíma
plötnunar en oft er talið að um 50% heildar upptökunar hafi farið fram þegar plantan
hefur náð 25% vexti (Stevenson og Cole, 1999).
Hæfileiki jarðvegsins til að uppfylla þarfir plöntunar ræðst af mörgun þáttum s.s.
1. Magni ólífræns P í jarðvegslausninni.
2. Leysanleikajám- og ál-bundins fosfórs og fórsfórsameinda í súrum jarðvegi.
3. Hraða og stigi rotnunar lífrænna leyfa
4. Virkni örvemflóranar.
Forðar fosfórs í jarðvegi era stundum flokkaðir í þrennt eins og sjá má á 1. mynd
(Sharpley, 1995). Er þá um að ræða fastbundinn ólífrænan fosfór í hægri hringrás,
torleyst lífræn sambönd s.s. humic sýra og síðan bæði lífræn og ólífræn sambönd í