Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 179
MÁLSTOFA E - JARÐRÆKT/BÚFJÁRRÆKT | 177
Lokaorð
Þessi athugun staðfestir að umfram áborinn fosfór binst í yfírborðslaginu en nær lítið
að skolast niður fyrir 10 cm dýpt, þama var þó talsverður munur á t.d. 1-49 og 9-50.
Þar sem varla nokkur áhrif vom niður fyrir 5 cm í 9-50 en smávægileg niður á 10-20
cm í 1-49.
Umfram áborinn fosfór er nær allur bundinn í ólífrænum samböndum og best næst til
hans með oxalat skoli. Það staðfestir mikla bindingu á P með allófani og í
jámsamböndum, jafnvel í jarðvegi með hátt hlutfall af lífrænum efnum. Aukinn leysni
fosfórs, bæði í ammóníumlaktat skoli og vatni, með vaxandi skömmtum af P áburði
sýnir að fosfórinn er ekki það fastbundinn að hann geti ekki losnað og væntanlega
nýst gróðri. Það gefur fulla ástæðu til að skoða nánar losun og nýtingu uppsafnaðs
fosfórs í jarðvegi.
Með auknum ábomum fosfór eykst auðleystur fosfór og á það við um öll skolin. Það
má álykta sem svo, að þar sem allgóð fylgni er á milli PAi annarsvegar og PAn og Pox
hinsvegar, að ekki skipti verulegu máli hvert þeirra sé notað til að greina auðleystan
fosfór til að finna samband milli hins auðleysta forða og upptöku plantna í
áburðarleiðbeiningum.
Heimildir
Bjami Heigason, (2002): Lífrænn fosfór í íslenskum jarðvegi. Búvísindi, 15: s 95-109.
Burt, R. Ritstj., (2004): Soil survey Laboratory methods Manual. Soil Survey Investigation Report no
42. verison 4.0. Natural Resourse Conservation Servive.
Corbridge, D.EC., (1995): Phorsphorus an Outline of its Chemistry, Biochemistry and Use. 5. útg.
Elsevier: 1208 s.
Egner, H., Riehm, H. and Domingo W.R., (1960): Untersuchungen tlber die chemische Bodenanalyse
als Grundlage fur die Beurteilung des Náhrstoffzustandes der Böden. II Chemische
Extraktionsmethoden zur Phosphor und Kalium Bestimmung. Kungl. Landbrugshögsolans Annaler 26:
s 199-215.
Havlin, J.H., Beaton, J.D., Tisdale, S.L. and Nelson, W.L., (2005): Phosphorus Soil Fertility and
Fertilisers. Pearson Prentice Hall: s 160-198.
Olsen, S.R. and Sommers, L.E. (1982): Phosphorus. Methods of soil Analysis part 2. American Society
of Agronomy: s 403-430.
Schorring, J.K., (1999): Phosphorus Fertilisers. Plant Nutrition Soil Fertility Fertilisers and
Fertilization. The Roal Veterinary & Agricultural University.
Sibbesen, E., (1978): Investigation of the anion-exchange resion method for soil phosphate extraction.
Plant and Soil 50: s 305-321.
Sigurður Þór Guðmundsson (2007): Phosphoms in Icelandic agricultural soil. MS-ritgerð.
Lanbúnaðarháskóli Islands.
Sharpley, A.N., (1995): Soil phosphoms dynamics: agronomic and environmental impacts. Ecological
Engineering, 5. s 261-279.
Stevenson, F.J. and Cole, M.A., (1999): Cycles of soil. John Wiley & Sons, Inc: 430 s.
Þorsteinn Guðmundsson (1998): Næringarefni í jarðvegi. Freyr, 9: s 20-23.
Þórdís Rristjánsdóttir (ritstj.) (2007). Jarðræktarrannsóknir 2006. Rit LBHÍ nr 12: 46 s.