Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 182
180 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Norðurlandi (Jóhannes Sigvaldason og Bjami Guðleifsson, óbirt gögn) þar sem meðal
P-tala var 6,6 með miðgildi upp á 4,0.
Kalí
Það em 844 tún sem em með lága K-tölu undir 0,5 mj/lOOg eða 28%. Tún með háa K-
tölu eða yfir 1,0 em 767 eða 26%. Það er mikill munur á landssvæðum hvað þetta
varðar en Suðurland er þó lægst með 0,6 mj/lOOg en strandimar með 1,1.
Kalsíum
Það em 914 tún með Ca-tölu yfir 6,0 mj/lOOg eða um 30%. Heldur fleiri em með Ca-
tölu yfir 10 eða 1238 tún sem gerir 41%. Kalsíum talan er talsvert breytileg eftir
landshlutum hæst er hún á Vestfjörðum um 124 mj/lOOg og þá vesturlandi en lægst er
hún á Suðaustur og Suðurlandi eða á milli 7 og 8 mj/lOOg.
Magnesíum
Það eru um 749 tún eða um 25 % sem em með magnesíum tölu undir 2,0 mj/lOOg
sem hefúr verið talið lágmark án þess að magnesíum sé haft í áburði. Þá em ríflega
640 tún eða 21% með Mg-tölu yfir 5,0 mj/lOOg.
Natríum
Natríum er hæst á Vestfjörðum um 1,9 mj/lOOg en lægst á Suðurlandi um 0,6
mj/lOOg. Ekki hafa verið sett nein viðmiðunar mörk á natríum í jarðvegi þar sem ekki
er talin hætta á skorti.
Aburðargjöf
Fyrir 352 tún með skráðan áburð innan við tvö ár fyrir sýnatöku er meðal
áburðarskammtur, bæði tilbúin áburður og búfjáráburður 116 kg N, 23 kg P og 51 kg
K. Fyrir þau 415 tún sem era með skráða áburðardreifingu eða áætlun innan við
þremur ámm eftir sýnatöku, er skráður áburðarskammtur 118 kg N, 23 kg P og 51 kg
K. Það að meðaltölin lendi nákvæmlega saman gefúr manni tilefni til að ætla að lítið
sé gert með jarðvegssýnin þegar áburðarskammtar em áætlaðir enda falla þessi
meðaltöl nokkuð nálægt miðjum viðmiðunargildum gefnum í Handbók bænda. Á
mynd 2 má sjá samband magns fosfórs í jarðvegi og áætlaðrar áburðargjafar. Sett
hefúr verið viðmið um viðhaldsskammt upp á 15 kg við P-tölu upp á 5. í flestum
tilfellum ef P-talan er lægri er áburðarskammturinn aukin en þó talan sé hærri er
skammturinn sjaldnast lækkaður, þó er skammturinn yfírleitt nálægt viðhaldsmörkum
ef talan er mjög há (>40 mg/lOOg). Á mynd 3 sést samband K-tölu og áætlaðs kalí
skammts. I flestum tilfellum er skammturinn undir viðhaldsmörkum upp á 60 kg/ha
sem sett hafa verið við K-tölu upp á 0,6 mj/lOOg þrátt fyrir talsverðan fjölda sýna sem
hefúr verið með lága K-tölu.
Lokaorð
Þessi samantekt staðfestir nauðsyn þess að haldið verði betur utan upplýsingar sem
varða jarðvegsgerð og fjósemi ræktarlandsins svo auka megi gæði
áburðamýtingarinar. Það liggur fyrir að söluverðmæti áburðar til bænda er af
stærðargráðunni, 1,2 -1,7 milljarðar og fer síst lækkandi. Meðal kostnaður hvers bús
samkvæmt búreikningum er um 400- 600 þúsund. Hlutdeild fosfórs og kalís er 80-110
(P) og 260-340 (K) milljónir eða samtals nálægt 25% kostnaðar. Losun á N úr
jarðvegi er lítt metin í gerð áburðaráætlana heldur er nánast alltaf notaður gmnn
skammtur af N eða 90-110 kg. Þó hafa einstaka tilraunir jafnvel sýnt fram á enga eða
litla svömn við N áburði sjá t.d. tilraun 299-70 í Þórdís Kristjánsdóttir (2007).