Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Síða 193
MÁLSTOFA E - IARÐRÆKT/BÚFJÁRRÆKT j 191
2. tafla. Kostnaður (kr/innveginn lítra) við heimaaflað fóður á eyfirskum og
sunnlenskum búum árið 2006 ásamt samanburði við búreikningabú sama ár.
Eyjafjörður Suðurland Búreikningabú
Aburður og sáðvara 4,1 6,3 5,3
Rekstur búvéla (75%) 3,1 3,5 3,7
Plast og gam 1,6 1,8 1,7*
V erktökukostnaður 1,2 0,7 0,9*
BK alls 10,0 12,3 11,6
FK alls 6,7 8,3 8,0
Kostnaður alls kr á innveginn lítra 16,7 20,6 19,6
Heildar fóðurkostnaður á innveginn lítra er sýndur í 3. töflu. í Eyjafirði nam hann
27,1 kr en 32,8 kr á Suðurlandi og 31,5 kr hjá Búreikningabúunum. Þama skal áréttað
að vinnulaun eru ekki innifalin og því má gera ráð fyrir að fóðurkostnaður á innveginn
lítra sé að jafnaði 35-36 kr hjá sunnlenskum kúabúum. Hjá eyfirsku búunum skiptist
kostnaðurinn þannig að 39% er aðkeypt fóður, 37% breytilegur kostnaður við
heimaöflun og 25% fastur kostnaður við heimaöflun. Þessi kostnaður nam 27,6%
búgreinatekna árið 2006. Munurinn á kostnaði búanna í Eyjafirði og Suðurlandi á
hvern innveginn lítra er 3,9 kr og miðað við meðalframleiðslu sunnlensku búanna
samsvarar þetta ríflega 880.000 kr á ári.
3. tafla. Heildar fóðurkostnaður (kr á innveginn lítra) á íslenskum kúabúum 2006
Eyjafjörður Suðurland Búreikningabú
Aðkeypt fóður 10,5 12,2 11,9
Heimaaflað fóður -BK 10,0 12,3 11,6
Heimaaflað fóður -FK 6,7 8,3 8,0
Fóðurkostnaður alls kr á innveginn lítra 27,1 32,8 31,5
í heimi hækkandi aðfanga
Ljóst er að þessar tölur frá 2006 hafa hækkað verulega. þar koma til miklar hækkanir
á kjamfóðri frá árslokum 2006, væntanlegar hækkanir á áburði, hækkanir á
rekstrarkostnaði búvéla og breytingar á gengi sem ýkja þessar hækkanir. Ætla má að
verð á áburði muni hækka um 50% frá verðinu 2006 til ársins 2008. Hækkun á
kjamfóðri verður svipuð og ljóst er að fastur kostnaður mun líklega aukast en hann
jókst um 6% á milli áranna 2005 og 2006. Miðað við þessar tölur má ætla að
kostnaður eyfirsku bændanna 27 árið 2008 gæti numið um 35 kr/innveginn lítra sem
er um 30% hækkun frá 2006. Það er því ljóst að verðhækkanir aðfanga á
heimsmarkaði munu hafa veruleg áhrif á fóðuröflunarkostnað íslenskra kúabúa.
Miðað við sama kostnaðarhlutfall (27,6%) þurfa meðaltekjur að nema 127 kr á
innveginn lítra en það er 29% afurðahækkun frá árinu 2006.
Svigrúm til hagræðingar liggur fyrst og fremst í tvennu. Annars vegar í betri nýtingu á
föstum kostnaði og hins vegar í framleiðslu á fóðri sem getur komið í stað aðkeypts
kjamfóðurs. Þegar tölur einstakra búa em skoðaðar kemur i ljós gífurlegur breytileiki
á kostnaði við fóðuröfhm. Hagkvæmasta fóðrið á eyfirsku búunum 27 kostaði 17,3
kr/innveginn lítra á meðan það dýrasta kostaði 36,1 kr/innveginn lítra. Þarna munar
18,8 kr á lítra sem gera 3,8 milljónir miðað við meðalbúið í hópnum sem leggur inn
205.000 lítra.