Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 195
MÁLSTOFA E - JARÐRÆKT/BÚFJÁRRÆKT
193
Fjölbreytt gróðurfar í ræktuðu túni - skilar það ávinningi?
Áslaug Helgadóttir, Sigríður Dalmannsdóttir og Þórdís A. Kristjánsdóttir
Landbúnaðarháskóla íslands, Keldnaholti, 112 Reykjavík
Útdráttur
Nýlegar vistfræðirannsóknir í ófrjósömu graslendi hafa sýnt að þjónusta vistkerfisins
batnar eftir því sem tegundafjölbreytni verður meiri. Þetta hefur vakið upp spurningar
um hvort unnt sé að bæta framleiðni í frjósömu túni þar sem tegundafábreytni ríkir
með því að rækta þar fleiri uppskerumiklar tegundir. Þróuð hefur verið aðferðafræði
til þess að greina samspil milli tegunda í blöndu og meta þannig ávinning af ræktun
blandna nmfram það að rækta tegundir í hreinrækt. Hefur henni verið beitt á
niðurstöður tilrauna sem gerðar voru á yfir 40 stöðum í Evrópu og voru tvær þeirra á
Tilraunastöðinni á Korpu.
Hér á landi voru ræktaðar blöndur af vallarfoxgrasi, vallarsveifgrasi, rauðsmára og
hvítsmára í mismunandi hlutföllum í tveimur jarðvegsgerðum, móa og mel.
Tilraunimar voru uppskomar í þrjú ár og heyfengur greindur til tegunda. Niðurstöður
sýndu að blöndur fjögurra tegunda gáfu að meðaltali í þrjú ár 45% meiri uppskem í
melnum og 19% í móanum miðað við það sem búast mátti við þegar tegundirnar vom
ræktaðar í hreinrækt. í mörgum tilfellum gáfu blöndur meiri uppskem en uppskem-
mesta tegundin í hreinrækt, auk þess sem þær héldu illgresi í skeijum. Ávinningurinn
kom fram í tveimur mjög ólíkum jarðvegsgerðum, án tillits til þess hver hlutdeild
einstakra tegunda var við sáningu og hann hélst í þrjú ár.
Niðurstöður hér á landi falla mjög vel að því sem fannst í öðmm tilraunum þrátt fyrir
ólík umhverfisskilyrði. Því má álykta að vænta megi uppskemauka í frjósömu túni
með því að rækta blöndur einungis fjögurra gras- og smárategunda og mikilvægt er að
jafnræði milli tegunda sé sem mest.
Inngangur
Víða í Evrópu byggist túnrækt á einni uppskemmikilli grastegund sem fær er mikinn
áburð. Túnin em slegin oft yfir sumarið og em gjaman þungbeitt (Wilkins et al.,
2002). Oftar en ekki er hér á ferðinni fjölært rýgresi (Kley, 1995). Annars staðar er
hefð fyrir því að sá blöndu af fjórum til átta tegundum grasa og belgjurta (Frankow-
Lindberg, 2005; Kessler & Suter, 2005), jafnvel þar sem frjósemi er mikil. Hér á landi
er gróðurfar í túnum almennt fjölskrúðugt (Guðni Þorvaldsson, 1994) en það þarf ekki
endilega að þýða lélega uppskem (Áslaug Helgadóttir, 1987). Tilhneigingin hin síðari
ár hefúr þó verið að sá vallarfoxgrasi ýmist hreinu eða örlítið blönduðu vallarsveif-
grasi. Því hefur verið haldið fram að með þeim hætti náist bæði meiri uppskera og
betra fóður en ella (Áslaug Helgadóttir & Jónatan Hermannsson, 2001). Rannsóknir,
sem hafa verið gerðar á gras- og smárablöndum hér, hafa gefið góða raun (t.d. Áslaug
Helgadóttir & Þórdís A. Kristjánsdóttir, 1998) en ræktun slíkra blandna hjá bændum
er enn takmörkuð.
Almennt gildir að bera þarf á tiltölulega mikinn tilbúinn áburð til þess að fá mikla
uppskem af hreinum tegundum, t.d. rýgresi. I Evrópu fer andstaða við mikla áburðar-
notkun vaxandi vegna umhverfissjónarmiða, bæði meðal almennings og stjómvalda,
auk þess sem allt stefnir í að verð á áburði fari hækkandi á næstu ámm. Það er