Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 196
194 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
ýmislegt sem bendir til þess að blöndur nokkurra vel aðlagaðra tegunda geti hins
vegar gefið bæði meiri og stöðugri uppskeru með því að nýta sér breytileika í ýmsum
umhverfisþáttum bæði í tíma og rúmi (niche complementarities) (Sanderson et al.,
2004), eins og hefur reyndar verið sýnt fram á í tilbúnu graslendi með mörgum
tegundum (Loreau et al., 2001).
Graslendi, eins og önnur vistkerfi, er háð ýmsum líffræðilegum ferlum sem tengjast
virkni lífvera. Tegundir sem þar vaxa þjónusta okkur mannfólkið með því að
framleiða fóður, fæðu, trefjar og eldsneyti. I jarðveginum má finna lífverur sem hafa
áhrif á hversu vel tekst til við þessa ffamleiðslu og þær veita annars konar þjónustu
eins og t.d. umsetningu líffæns efnis, nitumám og viðhald jarðvegsfrjósemi. Nýlegar
rannsóknir í vistffæði graslendis benda til þess að þjónusta þessara vistkerfa batni og
að ýmsir vistfræðilegir ferlar geri meira gagn eftir því sem tegundum í sverðinum
fjölgar (Cardinale et al., 2007). Þessar rannsóknir hafa þó almennt verið gerðar í
vistkerfi þar sem tegundir hafa verið margar og jarðvegsfrjósemi lítil. Slík vistkerfi
eru í nokkrum veigamiklum atriðum frábrugðin vel ábomum, ræktuðum túnum og því
ekki víst að niðurstöðumar gildi þar líka. I fyrsta lagi er það vel þekkt að tegundum
fækkar effir því sem jarðvegsfijósemi og framleiðni vex (Crawley et al., 2005; Grime,
1973) . Þetta má kannski túlka þannig að ná megi hámarksuppskeru með því að rækta
blöndu af örfáum uppskerumiklum tegundum eða jafnvel bara eina tegund. í öðm lagi
em þættir, eins og ýmsir líffræðilegir ferlar, samspil milli tegunda (t.d. samkeppni um
ljós eða næringarefni) og tegundir (hægvaxta, hraðvaxta), mismikilvægir í þessum
tveimur kerfum. Loks má nefna að í vistfræðirannsóknum er algengast að spurt sé
hvort blöndur gefi meiri uppskem en meðaltal tegunda í hreinrækt (overyielding)
ffekar en uppskemmesta tegundin í hreinrækt (transgressive overyielding, Trenbath,
1974) eins og eðlilegra er í túnrækt þar sem val á tegund í hreinrækt er ekki
tilviljanakennt.
Fáar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem kannað hefur verið með kerfisbundnum
hætti hvort blöndur geti gefið meiri og stöðugri uppskeru en hreinar tegundir í
ræktuðu graslendi. A vegum COST 852 verkefnisins, Fóðurkerfi með belgjurtum við
fiölbreyttar aðstœður, hefiir nýlega verið þróuð aðferðafræði sem gerir okkur kleift að
greina í sundur mikilvægi nokkurra þátta sem áhrif hafa á tegundafjölbreytni (e.
diversity), þ.e. jafnræði milli tegunda, (e. evenness eða relative abundance),
tegundaauðgi (e. richness) og hlutverk tegunda (e. species identity) (Kirwan et al,
2007). Lögð var út tilraun á yfir 40 stöðum í Evrópu, Kanada og Astralíu (Helgadóttir
et al., 2005) með fjórar tegundir fóðurjurta þar sem leitað var svara við nokkmm
grundvallarspumingum í vistfræði ræktaðs grasalendis eins og: (i) getur jákvætt
samspil nokkurra tegunda leitt til meiri uppskem í sverði en búast má við út frá
uppskem einstakra tegunda í hreinrækt; (ii) getur slíkur ávinningur enst í nokkur ár;
(iii) dregur tegundafjölbreytni úr ágangi illgresis; (iv) má vænta sambærilegra
niðurstaðna við mismunandi aðstæður í umhverfinu? Nú þegar hafa birst
samandregnar niðurstöður firá fyrsta uppskemári úr 27 tilraunum víðs vegar um
Evrópu og þar kom í ljós mjög skýr uppskemauki í blöndum í nær öllum tilraununum
(Kirwan et al., 2007). Itarlegt uppgjör verður unnið í samstarfi, en hér verður hlaupið
á helstu niðurstöðum úr þeim tveimur tilraunum sem gerðar vom í tvenns konar
jarðvegi á tilraunastöðinni á Korpu.