Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 202
200 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Áhrif sláttutíma á uppskeru og fóðurgildi 5 grastegunda í blöndu
með hvít- og rauðsmára
Jóhannes Sveinbjömsson, Þórdís A. Kristjánsdóttir og Tryggvi Eiríksson
Landbúnaðarháskóla Islands, Keldnaholti
Inngangur
A tímum hækkandi áburðar- og kjamfóðurverðs er mikilvægt að leita allra leiða til að
framleiða hágæða gróffóður á sem hagkvæmastan hátt. Belgjurtir, einkum hvítsmári
og rauðsmári, geta verið áhugaverðar til slíks brúks vegna eiginleika þeirra til
niturbindingar og hás fóðurgildis. Notkun belgjurta til fóðurffamleiðslu er enn sem
komið er takmörkuð hérlendis, en jarðræktartilraunir hafa m.a. beinst að því að
yfirstíga ýmis vandamál í ræktuninni, svo sem varðandi vetrarþol. Hvít- eða rauðsmári
í hreinrækt hentar ekki sérlega vel, hvorki til beitar né fóðurverkunar, blanda smára
með grasi er mun heppilegra fóður (Jóhannes Sveinbjömsson, 2007). Þar sem
vallarfox- og vallarsveifgras em nokkuð ráðandi í grasfræblöndum hérlendis hefur
athyglin beinst mest að þeim tegundum í rannsóknum á mögulegum svarðamautum
með smára (sjá t.d. Áslaug Helgadóttir o.fl., 2002). I þeirri tilraun sem hér verður sagt
frá var sjónum beint að fímm yrkjum jafnmargra grastegunda í blöndum með hvít- og
rauðsmára. Markmiðið var að rannsaka áhrif grastegundanna og sláttutíma fyrri sláttar
á uppskem og fóðurgildi gras- og smárablandnanna.
Efniviður og aðferðir
Sáð var 31. maí 2005 í tilraun á Korpu eftirfarandi grastegundum/yrkjum, hveiju um
sig í blöndu með Betty rauðsmára (7 kg fræ/ha) og Norstar hvítsmára (3 kg fræ/ha):
• Adda vallarfoxgras (12 kg fræ/ha)
• Alko háliðagras (80 kg húðað fræ/ha)
• Baristra rýgresi (27 kg fræ/ha)
• Norild hávingull (18 kg fræ/ha)
• Sobra vallarsveifgras (14 kg fræ/ha)
Sláttutímar fyrri sláttar vom þrír:
1. slt. : um 20. júní
2. slt.: um 30. júní
3. slt.: um 10. júlí
Alls vora því 5x3 liðir í tilrauninni og vom endurtekningar 3, alls 45 tilraunareitir.
Seinni sláttur á öllum tilraunaliðum fór fram um 20. ágúst. Áburðargjöf við sáningu
var 50 kg N, 22 kg P og 59 kg K, í Blákomi. Áburðargjöf vorin 2006 og 2007
samsvarar 60 kg N, 26 kg P og 71 kg K á ha í Blákorni. Uppskera var mæld á
hefðbundinn hátt auk þess sem sýni úr tilraunareitunum vom tegundagreind, í fjóra
flokka, þ.e. þá grastegund sem sáð hafði verið í reitinn, hvítsmára, rauðsmára og
annan gróður. Greiningarsýnin fyrir gras, hvítsmára og rauðsmára vora svo efnagreind
fyrir meltanleika þurrefnis (Tilley and Terry, 1963), heildar-N (með Duma-aðferð) og
NDF skv. aðferð Van Soest o.fl. (1991). Mæling á NDF var framkvæmd í Ankom 220
tæki þar sem sýnin em soðin í sérstökum síupokum (F 57) með 25 míkron fínleika..