Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 209
MÁLSTOFA E - JARÐRÆKT/BÚFJÁRRÆKT | 207
uppskeru á bilinu 3000-4000 FEm/ha, sem verður að teljast bærilegt fyrir aðeins 60 kg
N/ha. Síðara árið er það aðeins 1. sláttutími af vallarfoxgras- rýgresis- og
hávingulsreitum sem gefa slík fóðurgæði. Smárinn vegur nokkuð á móti lágu
hrápróteininnihaldi grastegundanna síðara árið en þó er uppskera reita með hávingli
og síðari sláttutímanna af vallarfoxgrasi og háliðagrasi afar próteinsnauð.
Sé verið að afla heyja fyrir ær um miðjan vetur, kýr á síðasta hluta mjaltaskeiðs eða á
geldstöðu, geldneyti eða útigangshross, þarf ekki að gera eins mikla kröfu til orku- og
efiiainnihalds, heldur má leggja meira uppúr að hver hektari skili sem flestum
fóðureiningum og fóðri þar af leiðandi sem flestar skepnur. Sé þetta sjónarmið
ofarlega er hagurinn af seinkun fyrri sláttar nokkuð augljós (sjá 5. töflu), einkum fyrir
reiti með vallarfoxgrasi, hávingli og jafnvel rýgresi, en einna síst fyrir háliðagrasið
sem tapar fóðurgildi sínu það hratt að uppskeruauki vegur ekki á móti.
Þó svo að seinkun fyrri sláttar þýði í mörgum tilfellum meiri heildaruppskeru verður
þó uppskera í seinni slætti minni. Hána er þá rökrétt að beita fremur en slá, enda er
hún að jafnaði smáraríkari en fyrri slátturinn og því oft hentugri til beitar en sláttar.
Lokaorð
Hér hefur verið lögð áhersla á að birta helstu niðurstöður framangreindrar tilraunar.
Frekari túlkunar og úrvinnslu er þörf en svo virðist sem niðurstöðumar geti gefið
ágætar vísbendingar um heppilega svarðamauta með hvítsmára og rauðsmára.
Jafnframt má vonandi einhvem lærdóm af þessu draga um heppilega sláttu- og
beitarmeðferð slíkra blandna.
Heimildaskrá
Áslaug Helgadóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir og Jónatan Hermannsson (2002). Vallarfoxgras
(Phleum pratense L.) og vallarsveifgras (Poa pratensis L.) sem svarðamautar með hvítsmára (Trifolium
repens L.). Ráðunautafundur 2002, 260-262.
Jóhannes Sveinbjömsson, 2007. Nýting belgjurta til fóðurs við íslenskar aðstæður. Fræðaþing
landbúnaðarins 2007:240-244.
Tilley, J.M.A. & Terry, R.A. (1963). A two-stage technique for in vitro digestion of forage crops. J.
British Grassl. Soc., 18, 104-111.
Van Soest, P.J., Robertson J.B. & Lewis B.A. (1991). Methods for Dietery Fiber, Neutral Detergent
Fiber, and Nonstarch Polysaccharides in Relation to Animal Nutrition. J.Dairy Science, 74, 3583-3597.