Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 220
218 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
ljósi á vistfræði smádýra í heitum lækjum og leggja mat á hver sérstæða mismunandi
vistkerfa væri og hver áhrif ákveðinna umhverfisþátta væri í mótun þeirra
smádýrasamfélaga sem í lækjunum fínnast. Þessir umhverfísþættir eru hiti og sýrustig
en einnig landfræðileg staðsetning viðkomandi svæða. Þau svæði sem valin voru til
rannsóknarinnar voru á tveimur háhitasvæðum, við Kröflu og á Hengilssvæðinu
(Miðdalur og Ölkelduháls). A hverju svæði var um að ræða paraða rannsókn, með
mælingum og sýnatökum úr heitum lækjum og köldum lækjum til viðmiðunar.
Rannsóknin var gerð með nokkrum endurteknum athugunum, bæði innan árs og á
milli ára, 2002-2003. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að líffræðilegur
fjölbreytileiki var að jafnaði mestur í köldu viðmiðunarlækjunum og heitu lækjunum í
Miðdal. Fjölbreytileikinn var hinsvegar mjög lítill í súrum læk við Ölkelduháls og í
Hlíðardalslæk við Kröflu, neðan Kröfluvirkjunar. Tegundasamsetning smádýra
einkenndist af landfræðilegri stöðu svæðanna þriggja. Innan Hengilssvæðisins
endurspeglaðist tegundasametning smádýra í lækjunum af hitanum. Einkennandi
smádýrategundir í heitu lækjunum voru bitmýslirfur, vatnamaurar og vatnabobbar, en
rykmýslirfur og krabbadýr voru nær alsráðandi í köldu viðmiðunarlækjunum.
Þakkir
Orkusjóður styrkti rannsókimar á Hengilssvæðinu og í Kröflu. Sesselja G.
Sigurðardóttir, Gróa Valgerður Ingimundardóttir og Iris Hansen aðstoðuðu við
sýnatökur og úrvinnslu sýna. Karólína Einarsdóttir las yfir handrit og færði þar margt
til betri vegar. Höfundur er afar þakklátur öllum þessum aðilum fyrir þeirra aðstoð.
Heimildir
Áskell Löve 1977. JurtabókAB. Islenskferðaflóra. 2. útgáfa. Almenna bókafélagið.
Gísli Már Gíslason 1980. Ahrif mengunar á dýralíf í varmám. Náttúrufrœðingurinn, 50:35-45.
Jakob K. Kristjánsson og Guðni Á. Alfreðsson. 1986. Lífríki Hveranna. Náttúrufrœðingurinn, 56:49-
68.
Jón S. Ólafsson og Gísli Már Gíslason 2002. Smádýralf í vötnum á Hellisheiði, könnun í júlí 2001.
Líffræðistofnun Háskólans, fjölrit nr. 59.
Kristján Sæmundsson og Ingvar Birgir Friðleifsson 1980. Jarðhiti og jarðhitarannsóknir.
Náttúrufrœðingurinn 50:157-188.
Schwabe, G. H. 1933. Beobachtungen íiber thermischen Schichtungen in Thermalgewassem auf Island.
Arch.f. Hydrobiol. 26:187-96.
Schwabe, G. H. 1936. Beitrage zur Kenntnis islandischer Thermalbiotope. Arch. Hydrobiol. Suppl.
6:161-352.
Sólveig K. Pétursdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Viggó Þ. Marteinsson, Guðmundur Óli Hreggviðsson
og Jakob K. Kristjánsson 2006a. Lífríki í hverum á Torfajökulssvœðinu. Skýrsla unnin fyrir
Orkustofnun. Reykjavík. Prokaria ehf.
Sólveig K. Pétursdóttir, Tryggvi Þórðarsson, Steinunn Magnúsdóttir og Guðmundur Óli Hreggviðsson
2006b. Mat á umhverfisáhrifum jarðvarmavirkjunar í Hverahlíð og við Ölkelduháls. Athugun á lífríki
hvera. Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Háskólasetrið í Hveragerði og Prokaria.
Stefán Amórsson 1993. Jarðhiti. Náttúrufrœðingurinn 63:39-55.
Tryggvi Þórðarson 1981. Varmalindir: Hvítársíða, Hálsasveit og innanverður Reykholtsdalur:
Náttúruvemdarkönnun.. Náttúruvemdarráð. Fjölrit nr. 10. Reykjavík