Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 229
MÁLSTOFA F - NÝTING OG VISTFRÆÐI LÍFRÍKIS í FERSKU VATNI | 227
Vöktun fískstofna Veiðivatna
Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson
Veiðimálastofnun, Austurvegi 3-5, 800 Selfoss
Inngangur
Veiðivötn eru vatnaklasi norðan Tungnaár á Landmannaafrétti, í um 560-600 m.h.y.s.
Vötnin eru um 50 talsins. Flest eru þau innan við 1 km2 að flatarmáli. Vötnin eru á
eldvirku svæði og mörg þeirra eru gígvötn. Talið er að síðast hafi gosið á
Veiðivatnasvæðinu um 1480 (Guðrún Larsen 1984). Eldgos hafa þeytt gífurlegu
magni af ösku og vikri yfir svæðið sem enn er að mestu ógróið. Vötnin eru á vatnsríku
lindarsvæði. Affennsli vatnanna er til Vatnakvíslar og fellur hún til Tungnaár. Fiskar í
Veiðivötnum búa við harðbýl náttúrufarsleg skilyrði, sumur eru stutt, mörg vatnanna
tengjast ekki stöðugu rennsli á yfirborði, og óvíða er hentug möl sem urriðinn þarf til
hrygningar. Sum vatnanna hafa í og/eða úrrennsli sem skapa skilyrði til hrygningar
fyrir urriða. Veiði í vötnum sem hafa takmörkuð hrygningarskilyrði er viðhaldið með
sleppingum urriðaseiða. Einungis tvær fisktegundir, urriði og homsíli, vom í
vötnunum frá náttúmnnar hendi. Bleikja sem nú er í þeim vötnum sem hafa afrennsli
til Tungnaár komst þangað af sjálfsdáðum upp úr 1970 eftir sleppingar í vötn sem
tengjast Tungnaá. Urriðinn nam land í Veiðivötnum frá sjó stuttu eftir síðustu ísöld
(Hamilton ofl. 1989). Silungsveiði hefur lengi verið stunduð í Veiðivötnum, um það
vitna skrif (Eggert Ólafsson 1943) og minjar um mannvistir. Urriðinn getur orðið
stórvaxinn og á hverju sumri veiðast yfir 5 kg fiskar. Vegna stærðar sinnar er hann
eftirsóttur til stangveiði og á síðari ámm hefur þar verið stunduð umtalsverð
stangveiði. Góð veiðiskráning er í Veiðivötnum, ein sú besta sem gerist í vötnum hér
á landi. Miklar upplýsingar liggja því fyrir í aflaskýrslum. Fiskrannsóknir í
Veiðivötnum vom fyrst gerðar árið 1972 (Jón Kristjánsson 1976). Árið 1985 hófust
árlegar vöktunarrannsóknir Veiðimálastofnunar á fiskstofnum vatnanna (Magnús
Jóhannsson 1986) og hafa þær verið stundaðar samfellt í 23 ár. Á þessum árum hafa
verið gerðar fiskrannsóknir á 17 vötnum. Flest árin (22) hafa rannsóknir farið fram á
tveimur viðmiðunarvötnum, þau eru Stóra-Fossvatn og Litlisjór.
Markmið rannsóknanna er að vakta fiskstofna svæðisins, með árlegu mati á ástandi
urriðastofna og landnámi bleikju. Byggt er á rannsóknum á vettvangi og skýrslum yfir
veiði. Rannsóknimar em unnar í samvinnu við Veiðifélag Landmannaafréttar. í
þessari samantekt er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsókna í Stóra-Fossvatni.
Staðhættir
Stóra-Fossvatn er gígvatn, stærðin er um 0,85 km2, meðaldýpi 6,7 m og mesta dýpi
15,5 m (Sigurjón Rist 1975). Rafleiðni vatnsins hefur mælst frá 90 til 100 pS cm'1 og
sýmstig (pH) 7,4-9,0. Aðallindarsvæði vatnsins er við NV-enda þess. Úr vatninu falla
um 2,8 m3 vatns til Litla-Fossvatns og er fiski gengt milli vatnanna. Vatnið er talið
endumýjast á 25 dögum (Hákon Aðalsteinsson 1987). I afrennsli Litla-Fossvatns er
ófiskgengur foss. Dýrasvif Stóra-Fossvatns er fremur fábrotið, mjög lítið hefur fundist
af vatnaflóm (Cladocera) en augndíli (Cyclops abbysorum) er eina árfætlan
(Copepoda) (Hákon Aðalsteinsson 1987). Botndýralíf er hins vegar ríkulegt
(Yfirlitskönnun íslenskra vatna, samræmdur gagnagrannur). Einu fisktegundimar í