Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 253
MÁLSTOFA F - NÝTING OG VISTFRÆÐI LÍFRÍKIS f FERSKU VATNI | 251
Framkvæmd vaxtartilrauna
Þó meginmarkmið rannsóknarinnar sé að lækka fóðurkostnað í matfískeldi eru
smáseiði á frumfóðurstigi notuð sem einskonar módel í leitinni að heppilegri blöndu
hráefna í eldisfóðri. Astæður þess liggja meðal annars í:
i) Vegna rýmis og minni kostnaðar er hentugt og hagstætt að vinna með smáan físk.
Hægt er að setja upp mikinn íjölda einfaldra eldiseininga og þar með að gera
samanburð á mörgum fóðurblöndum með ásættanlegum endurtekningum. I
tilraunum með mismunandi blöndur hráefna eru möguleikamir margir og því er
þessi leið valin.
ii) Smáseiði vaxa hlutfallslega hratt og hafa hröð efnaskipti. Þau hafa mikla
próteinþörf og því ættu áhrif fóðurblöndunnar og neikvæð áhrif andnæringarefna
að koma fljótt fram á vexti og/eða lifun.
iii) Samsetning næringarefnablöndu sem gefur góðan og eðlilegan vöxt hjá
smáseiðum er líkleg til að gagnast stærri físki. Hinsvegar er ekki sjálfgefíð að
óheppileg næringarefnablanda á smáseiðastigi gefí jafn neikvæð áhrif á vöxt stærri
fisks. Því þarf að gaumgæfa vel val á næringarefnablöndum í áframhaldandi
tilraunum með stærri fisk.
Hráefnið sem hingað til hefur verið til skoðunar em: Próteingjafar = þijár tegundir
fískimjöls (superior, special og standard), maís-glutenmjöl, soyamjöl, repjumjöl og
belgbaunamjöl. Fita = loðnulýsi, sterin (lýsishrat), pálmaolía, repjuolía og sojaolía.
Við skoðun á ólíkum próteingjöfum er notuð sama fitutegund í fóðrinu (lýsi) og við
skoðun á ólíkum olíum er sami eða samskonar próteingjafi notaður (loðnumjöl).
Gengið er út frá sama heildarhlutfalli prótein- (48-50%) og fituinnihalds (18-20%)
fyrir smærri fisk í frumfóðrun og 42,5% prótein og 25% fita fyrir stærri fisk (>300g).
Miðað er við að orkuinnihald (brúttó) sé sambærilegt milli fóðurgerða. Breytileikinn í
fóðrinu liggur fyrst og fremst í hlutföllum hráefnis í hverri fóðurgerð fyrir sig.
Við smáfiskarannsóknimar hafa allt að 23 ólíkar gerðir fóðurs verið skoðaðar
samtímis, ýmist í þrí- eða fjórtekningu í 20 lítra eldiseiningum með upphafsfjölda
seiða um 300 í hverri eldiseiningu. Alla jafna eru smáseiðin fóðruð allt frá
frumfóðurstigi, en í einni lotu vom seiðin orðin 250 mg að upphafsþyngd. Leitast er
við að yfirfóðra fiskinn og fóðrað allan sólarhringinn við stöðugt ljós.
Meðalþyngdarprufur era teknar með ca. 4 vikna millibili, til að fylgjast með
vextinum, en allir einstaklingar lengdar- og þyngdarmældir í lok tilraunar. Þá hafa
seiðin náð ca. 2-5 g þyngd.
Tvær lotur með fóðmn bleikju í matfiskstærð hafa verið framkvæmdar, annarsvegar
með ólíkum próteinhráefnum og hinsvegar með ólíkum olíum. I hvorri lotu er gerður
samanburður á 6 fóðurgerðum í þrítekningu. Byrjunarþyngd var 500g og 540g , 100
og 90 fiskar í hverri eldiseiningu og því 300 og 270 fiskar í hverri meðferð
(fóðurgerð). Lengd hverrar lotu miðast við að fiskurinn u.þ.b. tvöfaldi þyngd sína.
Hitastig er um 6-8°C á tilraunatímanum. Við fóðmn er miðað við fóðurtöku en
fiskurinn yfirfóðraður um ca 10%. Fóðurleifum er safnað, (kögglar taldir) og
fóðurstuðull og fóðumýting metin. Fiskurinn er við stöðugt ljós.
Fóður í allar loturnar er blandað með hefðbundnum hætti, þanið í 4-6 mm köggla og
fitunni spreyjað í á eftir. Fóður fyrir smáseiði er malað í kvöm og sigtað svo ná megi
heppilegri komastærð.
Fimm fóðrunarlotur hafa verið framkvæmdar á smáseiðum og tvær á bleikju í
matfiskstærð. Að auki var gerð lítil hliðartilraun með stærri bleikju í saltvatni.