Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 266
264 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
losun viðkomandi ríkis hafí verið minni en 0,05% af heildarútstreymi iðnríkja sem
tilgreind eru í viðauka I við Loftslagssamninginn. Heildarmagn útstreymis sem ríkjum
er heimilt að fella undir ákvörðunina á skuldbindingartímabilinu er að hámarki 1,6
milljónir tonna af koldíoxíði að meðaltali á ári.
I Kýótó-bókuninni eru skilgreind ákvæði sem veita ríkjum ákveðinn sveigjanleika til
þess að uppfylla skuldbindingar um samdrátt í losun. Leyfð er verslun með
losunarheimildir og einnig er hægt að afla losunarheimilda með þátttöku í verkefnum
sem leiða til samdráttar í losun, ýmist innan þess ríkjahóps sem hefur tölulegar
skuldbindingar (JI) eða í þróunarríkjum (CDM).
Tekið skal tillit til losunar og bindingar, eftir árið 1990, sem verður vegna breyttrar
landnotkunar og skógræktar, nánar tiltekið vegna nýskógræktar, endurrækt skóga og
skógareyðingar (grein 3.3). Akvæðið veitir því möguleika á að nota bindingu sem fæst
með skógrækt sem lið í að mæta skuldbindingum bókunarinnar. Ríki geta ennffemur
valið að reikna með í bókhaldi sínu losun eða bindingu sem verður vegna
landgræðslu, skógarumhirðu, og stjómunar á nýtingu ræktarlands eða graslendis.
Island valdi að taka landgræðslu með sem hluta af losunarbókhaldinu.
Aðildarríki að Kýóto-bókuninni em 176, en af þeim hafa 38 ríki auk
Evrópusambandsins tölusett markmið um losun. ísland fullgilti bókunina 23. maí
2002 og gekk Kýótó-bókunin í gildi 16. febrúar 2005. Eftir að Ástralía fullgilti
bókunina í árslok 2007 era Bandaríkin ein eftir í þessum hópi 38 ríkja sem ekki hefur
enn fullgilt hana.
Þróun Loftslagssamningsins og Kýótóbókunarinnar
Eftir að Kýótó-bókunin gekk í gildi var fyrsta þing aðila að bókuninni haldið samhliða
11. þingi Loftslagssamningsins í Montreal árið 2005. Vísindanefndin (IPPC) hafði
gefið út 3ju skýrsluna um loftslagsmál árið 2001 þar sem enn ítarlegri upplýsingar um
hlýnun loftslagsins vom lagðar fram auk kafla um áhrif og aðlögun að
loftslagsbreytingum og möguleika á að draga úr losun og kostnað vegna slíkra
aðgerða. I Montreal var samþykkt að hefja samræður (dialogue) án skuldbindinga
innan vébanda Loftslagssamningsins um aðgerðir til lengri tíma litið. Þar var einnig
myndaður vinnuhópur (AWG) undir Kýótobókuninni um frekari skuldbindingar
iðnríkja þegar fyrsta skuldbindingartímabili bókunarinnar lýkur árið 2012.
Fjórða skýrsla Vísindanefndarinnar kom út á árinu 2007. Skýrslan, sem er sú
ítarlegasta hingað til, var unnin af hundmðum vísindamanna frá yfir 130 löndum og
lesin yfír af fleiri en 2500 sérfræðingum. Niðurstöður skýrslunnar, sem taka af vafa
um áhrif mannsins á loftslagið, höfðu afgerandi áhrif á mikla almenna umræðu og
tíðar alþjóðlegar viðræður um loftslagsmál árið 2007.
Fjórir samhliða fundir vom haldnir í samræðuferlinu og vinnuhópnum á ámnum
2006-2007. Niðurstöður samræðufundanna vom lagðar fyrir 13. þing
Loftslagssamningsins í Balí. Niðurstöðumar urðu gmnnur að samkomulagi,
svokölluðum Balí-vegvísi, þar sem lagðar em línumar fyrir samningaviðræður sem
ljúka skal árið 2009 og leiða til alþjóðlegs samkomulags um loftslagsbreytingar eftir
2012. Jafnframt var samþykkt vinnuáætlun um að ljúka á sama tíma starfi
vinnuhópsins um frekari skuldbindingar iðnríkja (AWG).