Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 270
268 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Losun gróðurhúsalofttegunda í tengslum við landnýtingu
Jón Guðmundsson
Landbúnaðarháskóli Islands Keldnaholti
Inngangur
Landnýting getur haft margvísleg áhrif á þau ferli, sem eru í viðkomandi vistkerfi. Þau
inngrip, sem felast í landnýtingu geta breytt ásýnd vistkerfisins, flæði næringarefna,
haft áhrif á flæði vatns og orku innan kerfanna milli þeirra og umhverfisins.
Landnýting getur einnig haft áhrif á þá forða, sem eru til staðar í vistkerfunum t.d.
kolefni og næringarefni og það hvort viðkomandi forði er að byggjast upp eða rýma.
Ahrif landnýtingar koma m.a. fram í losun og upptöku gróðurhúsalofttegunda. Losun
gróðurhúsalofttegunda vegna landnýtingar hér á landi er áætluð um 1,75 *106 t C02
sem er um 32% af heildarútstreymi gróðurhúsalofttegunda árið 2005
(Umhverfisstofnun 2007). Þá er búið að taka tillit til þeirrar bindingar sem á sér stað
vegna landgræðslu og skógræktar.
Kolefnis forði í íslenskum jarðvegi hefur verið áætlaður um 2,1*1091 C (Óskarsson et
al. 2004) sem svarar til um 1400 faldrar árlegrar losunar hér af landi og um 4400
faldrar losunar vegna landnýtingar. Frá landnámi hafa tapast 120-500 *106 t C úr
jarðvegi vegna rofs (Óskarsson et al. 2004). Að meðaltali eru það um 0,12-0,45 106 1
C eða 0,4-1,7 *106 t C02 á ári miða við 1000 ár. í þessu mati eru einungis þau svæði,
sem talið er að gróðurhulan hefur alveg horfið af. Landnýting er ein orsök þessa taps á
kolefnisforða og losunin, sem er því samfara, telst því af mannavöldum og fellur sem
slík undir skilgreiningar Rammasamningsins. Reyndar nægir að tapið hafi orðið úr
landi, sem var nýtt með einhverjum hætti, svo beri að telja það með.
Framræsla votlendis hefur almennt í för með sér rýrnun á kolefnisforða jarðvegins og
er losun af þeim völdum stærsti einstaki losunarþátturinn sem talinn er fram til
rammasamningsins (Umhverfisstofnun 2007). Við framræslu eykst losun á hláturgasi
(N20) og einnig dregur úr losun metans (CH4) (Óskarsson 1998). Framræsla er ein
gerð landnýtingar.
Skógrækt og landgræðsla eru dæmi um landnýtingu, sem aukið getur kolefnisforða
viðkomandi svæða með upptöku þess úr andrúmsloftinu og bindingu í trjám og
jarðvegi.
Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem Island er aðili að
skuldbindur aðildarríkin til að halda skrá yfir losun og upptöku gróðurhúsalofttegunda
af mannavöldum. Skrá þessi skal vera sundurliðuð eftir uppsprettum og viðtökum og
vera uppfærð með reglubundnum hætti. Aðferðafræði við mat á losun og upptöku skal
vera í samræmi við það sem samningsaðilar hafa samþykkt (Stjómartíðindi 1993).
Núgildandi leiðbeiningar Rammasamningsins (IPCC 2006) um skráningu losunar og
upptöku skipta skráningunni upp í nokkra meginþætti. Einn þessara þátta er upptaka
og losun sem tengist landnýtingu, breytingum á landnýtingu og skógrækt (LULUCF).
Samkvæmt lögum nr. 107/2006 og nr. 65/2007 er Landbúnaðarháskóla Islands falið
að taka saman upplýsingar um losun og upptöku tengdri landnýtingu, breytingu á
landnýtingu og skógrækt.
Önnur skuldbinding Rammasamningsins er að stuðla að sjálfbærri nýtingu,
uppbyggingu og samstarfi um varðveislu svelgja (sinks) og forðabúra fyrir