Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 272
270 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Votlendi: Undir þennan flokk fellur allt land sem er þakið vatni eða vatnsmettað allt
árið eða hluta úr ári og fellur ekki undir skóglendi, ræktað land, graslendi eða
búsetuland. Þessi flokkur inniheldur uppistöðulón, ár og vötn og mógrafir.
Búsetuland: í þessum flokki er allt land undir mannvirkjum af hverju tagi þ.m.t.
þéttbýli, og önnur íbúðasvæði, vegir og önnur samgöngumannvirki, nema viðkomandi
land sé þegar í öðrum flokki.
Annað land: Undir þennan flokk falla auðnir og jöklar og allt land sem ekki fellur í
neinn hinna flokkanna. I þessum flokki er eingöngu ónotað land.
Einnig er gerð grein fyrir annarri losun og bindingu sem ekki verður felld beint undir
ákveðinn landnýtingarflokk. Landgræðsla er ekki skilgreind sem sérstakur
landnýtingar flokkur. Binding með landgræðslu hefur því til þessa verið færð undir
liðin „Annað” í skilum til samningsins. Landgræðsla felst mjög oft í því að breyta
ógrónum svæðum í gróin og gæti því flokkast sem land flutt úr flokknum Annað land
í Graslendi.
Hverjum flokki er síðan skipt upp milli nýtts lands og ónotað lands. Losun eða
upptaka gróðurhúsalofttegunda, sem á sér stað frá ónotuðu landi, fellur ekki undir þá
afmörkun, sem rammasamningurinn nær til, þ.e. að um sé að ræða losun af
mannavöldum.
Nýtta hluta hvers flokks er svo skipt upp í undirflokka eftir því sem ástæða er til. Sú
skipting getur verið á grundvelli veðurfars, jarðvegsgerðar, gróðurfars eða vistgerðar,
nýtingarhátta o.fl. þátta.
I hverjum undirflokki er greint á milli lands, sem annars vegar er viðvarandi í
viðkomandi flokki og hins vegar lands, sem nýlega hefur færst yfír í viðkomandi
flokk. Landi, sem færst hefur milli flokka er haldið aðskildu innan þess flokks, sem
það fluttist í, þar til það hefur náð viðmiðunarmörkum þess lands, sem telst viðvarandi
í þeim flokki. Ef tún eða akrar eru t.d. ræktuð upp á ógrónum söndum þarf að halda
því landi aðskildu í bókhaldinu þar til t.d. jarðvegur hefur náð því kolefnisinnihaldi
sem að jafnaði er í túnum á steinefnajarðvegi. I leiðbeiningum IPCC er gengið út frá
að land sé í yfirfærsluflokki í 20 ár. Þó er hægt að nota önnur tímamörk sem betur
eiga við í viðkomandi landi. í þessum yfirfærsluflokki er greint á milli lands eftir fyrri
landnotkun. Upplýsingar um flutning lands milli landnýtingar flokka hér á landi eru af
mjög skomum skammti enn sem komið er. Ekki hefur heldur verið tekin ákvörðun um
hve lengi eðlilegt er að land teljist vera í ofangreindum yfirfærsluflokki.
Augljóst er af framansögðu að tjöldi landnýtingarflokka verður mjög mikill ef ekki
eru sett ströng viðmið fyrir uppskiptingu. Mikilvægt er í því tilliti að horfa bæði til
þeirra gagna sem þarf til að flokka eftir og þess árangurs í bættu mati á losun eða
bindingu sem aðgreiningin er líkleg til að skila.
Gagnagrunnur yfir landnýtingu
Til að betur verði unnt að halda utan um landnotkun og breytingar á henni með þeim
hætti sem skil til Rammasamningsins kalla á þá hefur verið ákveðið að heija
uppbyggingu á landfræðilegum gagnagmnni þar sem skráðar verða upplýsingar um
landnotkun og breytingar á henni. Grunnurinn mun byggja á fyrirliggjandi
upplýsingum um landgerð og ástand lands m.a. í Nytjalandi (Sigmar Metúsalemsson
og Einar Grétarsson, 2003), skráningu Skógræktar ríkisins á skógræktarsvæðum
(Amór Snorrason og Bjarki Kjartansson. 2004) og Landgræðslu ríkisins á