Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 279
MÁLSTOFA G - ÁHRIF LANDNÝTINGAR Á KOLEFNISJÖFNUÐ ÍSLANDS | 277
Mælinet á landgræðslusvæðum
Við úttekt á kolefnisbindingu landgræðslusvæða var lagt út net með 1,12 x 1,12 km
möskva sem nær yfír uppgræddan hluta allra kortlagðra landgræðslusvæða og 30 m
óuppgrædd jaðarsvæði þar fyrir utan. Öll hnit sem lentu innan þessa svæðis voru valin
sem mælistöðvar (mynd 1). Þetta net byggir á sama grunnkerfi og Skógrækt ríkisins
notar (Amór Snorrason og Bjarki Þór Kjartansson 2004), en hefúr aðra möskvastærð.
Þeir reitir sem lenda á jaðarsvæðum sýna ástand svæða miðað við að engar aðgerðir
hafi farið fram. Stærð jaðarsvæða miðast við að um það bil 20% reita lendi utan
aðgerða og verði nýttir sem viðmiðunarreitir. Til að sýna þetta tökum við hér
Hólasand í S-Þingeyjarsýslu sem dæmi. Á svæðum sem unnið hefur verið að
uppgræðslu falla 65 mælireitir (mynd 1). Nú em í þessu mælineti alls um 800 reitir og
verða þeir mældir á fimm áram, yfirferð verður lokið árið 2011. Þá munu einnig hafa
bæst við um 200 reitir vegna nýrra landgræðsluaðgerða og koma þeir inn í mælikerfið
jafnskjótt og aðgerðum er lokið. Að þessari fyrstu yfirferð lokinni verða mælingar
endurteknar og gert er ráð fyrir að reitir verði teknir í sömu röð. Áætlunin gerir ráð
fyrir að það verði alltaf fimm ár á milli mælinga í hverjum reit og samanburður milli
slíkra mælinga gefi breytingu milli ára. I fyrstu mælilotu verður ekki hægt að mæla
kolefnisbindingu með þessum hætti og þá verður árleg uppsöfnun kolefnis á svæði
mæld sem mismunur kolefnisforða í aðgerðasvæðum og næstu viðmiðunarsvæðum,
deilt með árafjölda ffá upphafi landgræðsluaðgerða.
Við uppsetningu reita vora hnitpunktar mælinetsins ákvarðaðir með GPS tæki með
nákvæmni upp á 30 cm. í hverjum hnitpunkti var rekinn niður jámhæll og fest við
hann plata með hniti punktsins. Lagður var út fastur 10x10 m rannsóknareitur með
SV-hom í hnitpunktinum. Reitur var talinn vera viðmiðunarreitur ef hann var á
óuppgræddu jaðarsvæði og skemmsta fjarlægð frá honum að landgræðsluaðgerð var
a.m.k. 5 metrar. Við uppsetningu var þess gætt að skrá ávallt skemmstu fjarlægð frá
mælireit að uppgræðslusvæði. Ef uppgrædd og óuppgrædd svæði mættust innan reits
var honum sleppt. Hins vegar vora lítt grónir blettir innan uppgræðslu flokkaðar sem
uppgræðslusvæði og mælireitir því lagðir út og mældir á hefðbundinn hátt, ef svo bar
undir.
í hverjum reit vora fimm smáreitir (0,5*0,5 m) lagðir tilviljunarkennt út til mælinga.
Sumarið 2007 fóra mælingar ffam á tímabilinu 25. júlí til 28. ágúst. Alls vora 76 reitir
teknir út á tímabilinu.
Sýnataka
Gróður
Þekja þriggja gerða yfirborðs var sjónrænt metin til næstu 5% í smáreitunum.
Yfirborðsgerðimar vora gróið yfirborð, steinar sem vora yfir 10 cm í þvermál og
annað ógróið yfirborð. Þar sem þekja einstakra yfirborðsgerða var undir 2,5 % var
þekja skráð sem 1%. þannig að í þeim tilvikum gat heildarþekja orðið yfir 100%. Að
því loknu vora allar háplöntur og byrkningar innan smáreitsgreindar til tegunda og
þekja þeirra metin. Auk háplantna og byrkninga var metin þekja mosa, fléttna,
lífrænnar jarðvegsskánar og sinu. Við mat á þekju var notaður kvarði með 8 flokkum
(1 = < 1%, 2 = 1-5%, 3 = 5-10%, 4 = 10-15%, 5 = 15-25%, 6 = 25-50%, 7 = 50-75%
og 8 = 75-100%).
Uppskeramælingar á gróðri fóra ffam í sömu smáreitum og voru gróðurgreindir. Allur
gróður innan smáreits var klipptur við yfirborð og settur í bréfpoka. Miðað var við að