Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 288
286 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Hvað er varanleg skógareyðing?
Það er eingöngu binding í ræktuðum skóglendum frá og með 1990 (Kyotoskógum)
sem er frádráttarbær frá losun vegna útblásturs, og færð er til bókar í kolefnisbókhaldi
Islands (United Nations 1997). Hinsvegar er varanleg skógareyðing í öllum
skóglendum, jafnt ungum sem gömlum, fyrst dregin frá bindingunni. Með varanlegri
skógareyðingu er átt við svæði þar sem skóglendi er breytt í eitthvað annað, til dæmis
með mannvirkjagerð, öðrum landbúnaði, o.s.frv. Skógarhögg, þar sem ræktaður er
upp nýr skógur á sama stað, telst ekki vamaleg skógareyðing, þar sem nýi skógurinn
mun binda upp aftur það kolefni sem losnar við skógarhöggið. Slík skógareyðing er
því kolefnishlutlaus.
Rannsóknir á kolefnisbindingu
Töluverðar rannsóknir hafa nú þegar farið fram á kolefnishringrás skógræktarsvæða á
Islandi. I fyrmefndri grein eftir Bjama D. Sigurðsson o.fl. (2005) var greint frá
beinum mælingum og hermilíkanaútreikningum á kolefnisbindingu í asparskóginum í
Gunnars-holti árið 1994-1996. Þar reyndist hver hektari af skógi binda um 3,7 t af
CO2 á ári og mestur hluti þeirrar bindingar átti sér stað í jarðvegi en ekki í viði trjánna
(Bjami D. Sigurdsson 2001). Einnig er þar greint frá átaksverkefni ríkisstjómar
Islands sem fram fór á ámnum 1998-2000, um að auka bindingu kolefnis með
skógrækt og landgræðslu. Helstu niðurstöður skógræktarhluta þess verkefnis birtu
Amór Snorrason o.fl (2002) í grein þar sem fram kom m.a. að hver hektari af 30-40
ára lerkiskógi á Austur- og Norðurlandi batt um 9,2-12,8 t af CO2 á ári í öllu
vistkerfinu. Sambærilegar tölur fyrir birki- og sitkagreinskóg á Suðurlandi vom um
3,7 og 12,8 t CO^/ha á ári. Inni í þessum tölum er öll binding í ofanjarðarhluta trjánna
sem og binding í rótum þeirra og jarðvegi
Fyrstu binditölur í skógrækt sem birtust hér á landi vom settar fram árið 1996 af
Þorbergi Hjalta Jónssyni og Ulfi Oskarssyni (1996). Þar var meðalársbinding talin
3,3-13,9 t CO2 ha/ári og var gerður töluverður greinarmunur á trjátegundum. Arið
2000 birti Ragnhildur Sigurðardóttir (2000) doktorsritgerð sem fjallaði um
kolefnisbindingu þriggja trjátegunda á Austurlandi. Þær rannsóknir vom byggðar á
uppskemmælingum og gáfu mat á kolefnisbindingu trjátegundanna. Þar kom meðal
annars fram að kolefnisbinding í 65 ára sjálfsáðum birkiskógi nam um 2,4 t C02/ha á
ári (Ragnhildur Sigurðardóttir, 2000).
A ámnum 2002-6 fór rannsóknarverkefnið SKOGVIST fram. Þar var kolefnisbinding
ólíkra trjátegunda metin. Greint er frá helstu niðurstöðum þess verkefnis á öðmm stað
í þessu hefti (Bjami D. Sigurðsson o.fl., 2008), en þar kemur m.a fram að
meðalbinding í 50 ára gömlum fumskógi á Vesturlandi reyndist vera um 9,2 t G02/ha
á ári og meðalbinding í 50 ára lerkiskógi á Austurlandi reyndist vera um 5,1 t C02/ha
á ári. Arleg kolefnisbinding í jarðvegi skógræktarsvæða virtist vera á bilinu 1,3-2,0 t
C02/ha.
Beinar mælingar á flæði C02 með iðufylgnitækjum hófúst árið 2003 yfir ungum
lerkiskógi í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Fyrstu niðurstöður þaðan sýna að ungur
Kyotoskógur bindi þar um 7,2 t af C02/ha á ári. Niðurstöður uppskemmælinga í
Vallanesi sýndu að einungis um 12% af heildarbindingu vistkerfisins átti sér stað í
trjám og botngróðri í þessum opna ungskógi. Kolefnisforði í jarðvegi hafði hinsvegar
aukist á þeirn 13 ámm sem liðin vom frá gróðursetningu samanborið við skóglaust