Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 289
MÁLSTOFA G - ÁHRIF LANDNÝTINGAR Á KOLEFNISJÖFNUÐ ÍSLANDS | 287
land, en ekki reyndist þó marktækur munur á magninu á milli einstakra dýptarlaga
jarðvegs (Brynhildur Bjamadottir o.fl, 2007).
Jón Ágúst Jónsson (2007) birti nýlega meistararitgerð sem fjallaði um hringrás
kolefnis í asparskóginum í Gunnarsholti og áhrifum grisjunar og áburðargjafar á hana.
Frá niðurstöðum úr því verkefni er einnig greint á öðmm stað í þessu hefti (Jón Ágúst
Jónsson og Bjami D. Sigurðsson, 2008). Þar reyndist alaskaösp á ffjósömu landi binda
að meðaltali um 4,2-13,5 t af CCh/ha á ári, háð grisjunarmeðferð, en árleg
kolefnisbinding fór upp í 28,4 t CCVha á ári eftir áburðargjöf. Þetta er hæsta árlega
kolefnisbinding sem birt hefur verið hérlendis, en það skal tekið fram að þetta er ekki
meðalbinding margra ára (bindistuðull).
Mikilvægur hluti kolefnisrannsókna í skógrækt hefur falist í því að útbúa svokölluð
lífmassafoll fyrir mismunandi trjátegundir sem hér em ræktaðar. Með þeim er hægt að
áætla lífmassa skóga út frá auðmældum þáttur, svo sem þvermáli trjáa og hæð. Amór
Snorrason og Stefán Freyr Einarsson (2005) birtu slík föll fyrir 11 algengustu
trjátegundir í skógrækt á íslandi í dag. Einnig hafa Brynhildur Bjamadóttir o.fl. (2007)
og Jón Ágúst Jónsson (2007) birt slík föll fyrir ung lerki og aspartré.
í heild er því óhætt að segja að töluverðar rannsóknir hafi farið fram á
kolefnisbindingu íslenskra skóglenda og talsverðar upplýsingar hafa þegar fengist.
Rannsóknir þessar hafa einkum miðað að því að fá binditölur fyrir miðaldra ræktaða
skóga. Sumar þeirra hafa lagt mat á allt forðabúr kolefnis í vistkerfmu (ofan- og
neðanjarðar hluta trés, botngróður, feym og jarðvegskolefhi) meðan aðrar hafa bara
metið forðabúr sjálfs trésins. Það er alveg ljóst að til að geta spáð fyrir um
kolefnisbindingu á íslandi til framtíðar em þessar tölur nauðsynlegar. Islensk
skógarúttekt gefur hinsvegar upplýsingar um það flatarmál sem þegar hefur verið
rætkað og kolefnisbindingu þess.
Aðrar leiðir við mat á kolefnisbindingu skóglenda
í skýrslum til UNFCCC um C02-bindingu þjóðríkja kemur ffam að það er nokkuð
misjafnt hvaða leiðir þjóðríki velja við að áætla kolefnisbindingu skóglenda. Taka
skal fram að hér er ekki átt við nýskógrækt, sem er órjúfanlegur hluti
Kyotosamningsins, heldur þeirrar valkvæðu leiðar að mega telja til tekna aukningu í
kolefnisforða eldri skóga (eldri en frá 1990) sem tilkomin er vegna breyttar nýtingar
eða umhirðu. Þetta er valkvæð leið fyrir stjómvöld, og samið var sérstaklega um
hversu mikla bindingu hvert ríki mátti nýta sér með þessum hætti. Tvö Evrópuríki
mega ekki nýta þessa valkvæðu leið, það em Island og Lúxemborg. Þetta skiptir
hinsvegar litlu fyrir ísland, þar sem 85% ræktaðra skóga em Kyotoskógar (yngri en
frá 1989), eins og áður hefur komið fram.
Hjá þeim löndum þar skógrækt og skógariðnaður er mikilvæg atvinnugrein er
algengast að nota viðarvaxtaráætlanir annars vegar og skógarhöggsáætlanir hinsvegar,
til að áætla hvort meira er höggvið árlega en gömlu skógamir vaxa (Tomppo 2000).
Viðarvaxtar-áætlanir em gerðar út frá niðurstöðum landsúttekta á skóglendum (e:
National Forest Inventories). Þegar ÍSÚ fer að endurmæla sömu fletina aftur mun hún
verða í eðli sínu slík úttekt. í skógarhöggáætlunum er stuðst við árlegar hagtölur frá
skógariðnaðinum um skógarhögg. Þetta era svokallaðar “stock change approach”
áætlanir og era af mörgum taldar námunda raunvemlegar breytingar á kolefnisforða
skóglenda einna best.