Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 290
288 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Fáein þjóðríki nota hermilíkön af kolefnishringrásinni til að áætla kolefnisbindingu
ofanjarðar og í jarðvegi skóglenda. Af Evrópuríkjum eru Bretar þar fremstir (Milne
o.fl 2000). Þeir styðjast ekki við viðarvaxtartölur úr landskógarúttektum eins og ISU
gerir heldur eingöngu við upplýsingar um flatarmál og tegundaskiptingu árlegra
gróðursetninga og eldri skóga, auk upplýsinga um skógarhögg. Til að áætla
kolefnisvöxt í öllum skógum Bretlands eru þessi gögn sett í hermilíkan sem reiknar út
kolefnisforða og kolefnisvöxt í skógum, jarðvegi og skógarafurðum. Um er að ræða
töluverða einföldun á raunveruleikanum. Til dæmis eru aðeins notaðir tveir
vaxtarferlar fyrir skóglendin (sitkagreni af vaxtargetuflokki 12 og beyki af
vaxtargetuflokki 6).
Lokaorð
Á næstu árum munu rannsóknir á kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu
vonandi aukast. Hafið er stórt verkefni á vegum Landgræðslu ríkisins við mat á
kolefnisbindingu landgræðslusvæða. Um það er ijallað annarsstaðar í þessu hefti. I
landgræðslu fer mest af kolefnisbindingunni fram í jarðvegi. Rannsóknir hér á landi
hafa sýnt að kolefnisforði í jarðvegi skógræktarsvæða er að jafnaði meiri en sá forði
sem geymdur er í viði trjánna (t.d. Amór Snorrason o.fl., 2002; Brynhildur
Bjamadottir o.fl, 2007; Jón Ágúst Jónsson, 2007). Eldfjallajörð inniheldur einnig að
jafnaði mest kolefni allra jarðvegsgerða þurrlendis. Enn vantar mikið upp á að við
skiljum fyllilega hvaða breytingar verða á kolefnisforða í jarðvegi í kjölfar
skógræktar, og hvemig mismunandi landgerðir og skógargerðir hafa áhrif þar á.
Einnig vatnar meiri rannsóknir á kolefnishringrás landgræðsluskóga og náttúmlegra
birkiskóga. Þama er mikil þörf fyrir báða aðila, Skógrækt og Landgræðslu, að
sameinast um öflugar rannsóknir og helst að fá með sér Landbúnaðarháskólann í slíkt
samstarf.
Ljóst er að kolefnisbinding með nýskógrækt og landgræðslu er og verður
stjómvöldum mikilvæg mótvægisaðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,
þó svo að hún verði ávallt að koma í öðru sæti á eftir aðgerðum sem geta dregið beint
úr losun vegna brana jarðefnaeldsneytis. Einnig er ljóst að mikil áhugi er fyrir spám
um kolefnisbindingu samfara skógrækt og landgræðslu. Það er lykilatriði að slíkar
spár byggi á traustum rannsóknum og sé fylgt eftir með vönduðum úttektum sem
staðfesta að spáð binding hafi átt sér stað.
Heimildir
Amór Snorrason, Bjami D. Sigurdsson, Gretar Gudbergsson, Kristín Svavarsdóttir & Thorbergur H.
Jónsson, 2002. Carbon sequestration in forest plantations in Iceland. Icelandic Agricultural Sciences
15, 79-91.
Arnór Snorrason, & Stefán F Einarsson, 2006. Single-tree biomass and stem volume functions for
eleven tree species used in Icelandic forestry. Icelandic Agricultural Sciences 19, 15-24.
Brynhildur Bjamadottir, Bjami D. Sigurdsson & Lindroth, A. 2007. Estimate of annual carbon balance
of a young Siberian larch (Larix sibirica) plantation in Iceland. Tellus 59B, 891-899.
Brynhildur Bjamadóttir, Anna Cecilia Inghammar & Bjami D. Sigurðsson. 2008. Lífmassa- og
rúmmálsföll fyrir ung lerkitré (Larix sibirica) á Austurlandi. Fræðaþing landbúnaðarins 5 (í þessu hefti)