Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 297
MÁLSTOFA G - ÁHRIF LANDNÝTINGAR Á KOLEFNISJÖFNUÐ ÍSLANDS | 295
3. tafla. Kolefni, % af loftþurrum jarðvegi, í þremur langtímatilraunum með
mismunandi tegundum af nituráburði.
Akureyri Sámsstaðir Skriðuklaustur
5-45 10-45 19-54
Áburður ' Dýpt 1962 1973 2006 1963 1973 2005 1962 1973 1996
0 N 0-5 11,6 12,9 11,5 8,8 10,2 9,8 8,2 10,2 12,4
5-10 - 7,7 8,4 - 7,5 7,9 - 5,4 5,3
10-20 - 6,3 6,3 - 6,8 6,5 - 4,4 3,8
Kjami 0-5 11,5 13,2 13,4 9,5 11,1 10,0 7,8 9,6 13,9
5-10 - 7,4 8,9 - 7,7 8,7 - 5,0 5,4
10-20 - 6,0 6,7 - 6,7 6,8 - 4,0 3,7
Stækja 0-5 12,4 19 23 10,2 12,8 23 8,5 11,3 21
5-10 - 8,0 9,8 - 7,9 11 - 6,5 7,9
10-20 - 6,3 6,7 - 6,9 7,5 - 4,8 4,9
1) Allir reitir fengu grunnáburð af P og K. A Akureyri fengu Kjamareitir 55 og 82 kg N/ha og stækjureitir 82 kg N/ha. A
Sámsstöðum fengu Kjamareitir 120 og 180 kg N/ha og stækjureitir 120 N/ha. Á Skriðuklaustri fengu Kjamareitir 75 og 120
N/ha og stækjureitir 120 N/ha.
Umræður
Það er ýmsum vandkvæðum bundið að mæla flæði kolefnis nákvæmlega (Rees o.fl.
2005). Plantan tekur mikið upp af koltvísýringi úr andrúmsloftinu en losar jafnframt
hluta þess við öndun og ekki er auðvelt að aðskilja þá öndun og öndun í jarðvegi.
Hlutfall C02 í andrúmslofti er um 0,03%, en oft um 100 sinnum hærri (1 til 10%) rétt
neðan yfirborðsins þannig að mælingar á losun úr jarðvegi em afar viðkvæmar
gagnvart breytingum á hitastigi og þrýstingi.
Það er því nærtækt að líta til kolefnisforða jarðvegsins, en einnig hér er vandi á
ferðum. Forðinn er mjög mikill, 200 t ha'1 og þar yfir í góðum jarðvegi, og þá er
vandasamt að mæla breytingar sem em innan við tonn á hektara á ári. Mikill
breytileiki í dýpt, kolefnisprósenm og rúmþyngd auka á þennan vanda, sérstaklega þar
sem þessi breytileiki er ekki sýnilegur á yfírboði (Schöning o.fl. 2006). Athuga þarf
hvort nota megi öskulög í íslenskum jarðvegi sem viðmið frekar en ákveðnar dýptir
eða sniðin í heild sinni.
Litið til okkar íslensku aðstæðna og hvemig við viljum byggja upp, nota og viðhalda
kolefnisforða í jarðvegi þá má líta á þrjú áherslusvið:
Landgræðslusvœði
Þessi svæði em að því leyti til einföld að landgræðsla leiðir til söfnunar á kolefni í
jarðvegi, en afar mishratt eftir aðstæðum. Með kolefninu bindast önnur næringarefni,
einkum nitur sem er mjög takmarkandi fyrir gróður. Því er spuming hversu mikið
kostar að safna kolefni í jarðveg, t.d. hve mikill koltvísýringur hefúr farið í að
framleiða áburðinn, dreifa honum og í aðrar aðgerðir. Ef markmiðið er að binda