Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 302
300 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
hins opinbera að þessu sviði. Fyrsta verkefni nefndarinnar var endurheimt Hestmýrar
í landi Mávahlíðar í Borgarfirði. Það var haustið 1996 er gömlum uppgreftri var ýtt
ofan í skurði og þeim lokað. Ahrif þessarar aðgerðar á flæði gróðurhúsalofttegunda
voru könnuð í sérstöku rannsóknarverkefni sem unnið var að á svæðinu á árunum
1999-2000. I verkefninu, sem styrkt var af RANNIS, var flæði gróðurhúsalofttegunda
í mýri, framræstu landi og endurheimtri mýri borið saman. Niðurstöður verkefnisins
voru í stuttu máli þær að hverfandi munur var á flæði gróðurhúsalofttegunda
annarsvegar í mýrinni og hinsvegar á endurheimta svæðinu (Hlynur Oskarsson 1999).
Fyrir svæði, þar sem ekki hefur verið átt við yfirborð mýrarinnar heldur einungis
grafnir skurðir í svæðið, gefa þessar niðurstöðumar ótvírætt til kynna að endurheimt
votlendis getur fært gróðurhúsalofttegundabúskapinn í fyrra horf.
Samantekt
Ljóst er að losun gróðurhúsalofttegunda úr framræstu mýrlendi er ekki einungis
stærsti landnýtingarlosunarþátturinn heldur einnig sambærilegur á við aðra stóra
losunarþætti samfélagsins s.s. orkubrennslu. Rannsóknir sýna að endurheimt votlendis
færir gróðurhúsalofttegundabúskap mýra í fyrra horf og því er ljóst að með slíkum
aðgerðum má draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Endurheimt votlendis
hefur nú verið reynd í öllum landshlutum og bæði heíur vel tekist til í nánast öllum
tilvikum og aðgerðimar til þess að gera ódýrar (Votlendisnefnd, 2006). Fyrir liggja
því bæði rannsóknir á og reynsla við endurheimt votlendis og því fátt í vegi fyrir því
að nýta þessa ódým leið við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í
andrúmsloftið.
Heimildir
IPCC, 2006. IPCC Guidelines for National Greenhouse Gas Inventories. Prepared by the National
Greenhouse Gas Inventories Programme. Eggleston H. S., Buendia L., Miwa K., Ngara T. and Tanabe
K. (eds). Published: IGES, Japan.
Hlynur Oskarsson, 1998. Framræsla votlendis á Vesturlandi. I Islensk votlend; verndun og nýting
(ritstj. Jón S. Olafsson), bls. 121-130. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
Hlynur Oskarsson, 1999. Kolefnisbúskapur mýra: Ahrif framræslu og gildi endurheimtar mýra til
viðhalds kolefnisforða þeirra. Ráðstefnurit afmœlisráðstefnu Líffrœðifélags Islands, Hótel Loftleiðum,
18.-20. nóvember 1999. Blaðsíða 60.
Óskarsson H., 1998. Icelandic Peatlands: Effects of draining on trace gas release. Doctoral dissertation.
University of Georgia, Athens Georgia, USA.
Óskarsson, H., Ó. Arnalds, J. Guðmundsson, G. Guðbergsson. 2004. Organic carbon in Icelandic
Andosols: geographical variation and impact of erosion. CATENA 56:225-238.
Óttar Geirsson, 1975. Framræsla. I Votlendi, rit Landvemdar nr. 4 (ritstj. Arnþór Garðarsson), bls.
143-154.
Óttar Geirsson, 1998. Framræsla mýrlendis. I Islensk votlend; verndun og nýting (ritstj. Jón S.
Ólafsson), bls. 269-271. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
Þóra E. Þórhallsdóttir, Jóhann Þórsson, Svafa Sigurðardóttir, Kristín Svavarsdóttir og Magnús H.
Jóhannsson, 1998. Röskun votlendis á Suðurlandi. í Islensk votlend; verndun og nýting (ritstj. Jón S.
Ólafsson), bls. 131-142. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
Votlendisnefnd, 2006. Endurheimt votlendis 1996-2000. Skýrsla Votlendisnefndar. Landbúnaðar-
ráðuneytið.