Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 305
MÁLSTOFA G - ÁHRIF LANDNÝTINGAR Á KOLEFNISJÖFNUÐ ÍSLANDS | 303
Efnagreiningum Keldnaholti. Jarðvegsdýpt var skráð og einnig voru tekin sýni á sömu
stöðum til mælinga á rúmþyngd jarðvegs. Þessar þrjár breytur eru nauðsynlegar þegar
áætla á kolefnisforða jarðvegs. Grjót var ekki mikið í efstu 30 cm jarðvegsins á
umræddum svæðum, og því var ekki tekið tillit til þess í forðamatinu.
Tafla 1. Nánari lýsing á rannsóknavœðum á Austur- og Vesturlandi.
Rannsókna- svæði Gróðurlendi Stærð (ha) Gróðursetning eða friðun Aldur (ár) Ríkjandi hæð (m) Grunnflötur (m2/ha)
Austurland M Rýrt mólendi 7,4 Beitt 0 0 0
B1 Birki 5,1 1979* 18 3,4 1,2
Ba Birki 6,1 Friðað 1905 - 7,8 17,0
L1 Lerki 4,6 1990 12 3,9 1,8
L2 Lerki 7,2 1984 18 6,5 12,5
L3 Lerki 9,5 1983 19 6,8 10,9
L4 Lerki 3,2 1966 36 10,4 33,4
L5 Lerki 7,3 1952** 50 14,7 33,7
Vesturland M Rýrt mólendi >3 Beitt 0 0 0
Ba Birki >3 Beittur - 2,3 4,5
Bb Birki >3 Friðaður 1985 - 2,4 3,4
Bc Birki >3 Friðaður 2004 - 4,6 6,1
F1 Fura >3 1990 14 3,2 2,3
F2 Fura >2 1965-1968 39 8,8 36,8
F3 Fura 1,8 1958-1959 46 11,7 63,9
G1 Greni >2 1995 9 1,5 0,1
G2 Greni 1,2 1970 34 6,9 17,1
G3 Greni 3,2 1960-1961 43 8,8 32,9
G4 Greni 4,1 1961** 43 14,3 42,9
* Skógur vaxið upp með sjálfsáningu eftir friðun 1979
** Þessir skógar hafa verið grisjaðir og hafa lægri þéttleika en aðrir skógar sðmu tegundar.
Hermilíkanið C02FIX, útg. 3,11 (Schelhaas o.fl. 2004) var notað hér til að sýna
breytingar á kolefnisforða í ræktuðum rauðgreniskógum (Picea abies) í mið Svíþjóð.
Þetta var gert til að hafa raunverulegan samanburð við íslensku mælingamar.
Breytingar á kolefnisforðum í lífmassa, dauðum viði og feyra byggja á raunverulegum
mælingum í sænskum rauðgreniskógum (Bjami D. Sigurðsson, óbirt gögn). Niðurbrot
lífræns efnis og flutningur á milli feyru, grots og kolefnissambanda í jarðvegi byggir á
Berg o.fl. (1991) og umsetning jarðvegskolefnis byggir á mælingum á 5.500 ára
jarðvegsprófíl undir náttúrulegum greniskógi í Finnlandi (Liski et al., 1998). Þessir
útreikningar eru gerðir í norrænu verkefni, CAR-ES (http://www.nordicforestry-
cares.org/), þar sem markmiðið er að spá fyrir um áhrif séðrar styttingar á vaxtarlotum
í nytjaskógrækt á kolefnisbindingu, vatnsgæði og líffræðilegan fjölbreytileika.
íslendingar sjá þar um útreikninga áhrifa á kolefnisbindingu ofanjarðar og í jarðvegi
(Bjami D. Sigurðsson og Jón Ágúst Jónsson, óbirt handrit).