Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 307
MÁLSTOFA G - ÁHRIF LANDNÝTINGAR Á KOLEFNISJÖFNUÐ ÍSLANDS | 305
Kolefnisforði í viði
Kolefnisforði í viði og grófrótum bætist við aðra kolefnisforða þegar land er tekið til
skógræktar og kolefnisbinding með nýskógrækt felst einkum í aukningu á þessum
forðum (2. mynd). Magn þessara forða eykst eftir því sem skógur eldist og tré stækka,
en grisjanir og önnur skógarumhirða getur minnkað forðann ofanjarðar tímabundið (2.
mynd).
Heildar kolefnisforðinn í viði, greinum, laufí/barri og gróffótum í 40-50 ára gömlum
stafafuru, sitkagreni og lerkiskógum var 140, 91 og 77 t C/ha (3. mynd). Ógrisjaður
sænskur rauðgreniskógur með meðalvöxt fyrir Svíþjóð (5,9 m3 / ha á ári) hefur náð
um 120 t C/ha forða ofanjarðar og í rótum á sama aldri (2. mynd). Þetta eru einnig
svipaðir viðarforðar og mældir voru í tveimur lerkiskógum á svipuðum aldri á
Norður- og Austurlandi og sitkagreniskógi á Suðurlandi (Amór Snorrason o.fl. 2002).
Einnig eru niðurstöður Ragnhildar Sigurðardóttur (2000) fyrir 50 ára grisjaða
lerkiskóga á Hallormsstað samhljóða L5 (78 t C / ha) og um 50 ára ógrisjaðir
stafafumskógar á sama stað höfðu um 115 t C / ha kolefnisforða í viði og rótum í
hennar rannsókn.
Það var stafafura sem safnaði upp mestum kolefnisforða fyrstu 40-50 árin í þessari
rannsókn (3. mynd). Ógrisjuð stafafura batt einnig meira en grisjað lerki og
birkiskógar á svipuðum aldri í rannsókn Ragnhildar Sigurðardóttur (2000). Þegar
tegundimar em bomar saman er rétt að bera saman ógrisjaða skóga á sem líkustum
aldri og við sem sambærilegust skilyrði (F2 og G3 eða L4).
Gamlir íslenskir kynslóðablandaðir birkiskógar á Vesturlandi höfðu aðeins um 6-9 t
C/ha kolefnisforða í viði og grófrótum (3. mynd). Þetta er sambærilegur forði og í um
15-20 ára gömlum ræktuðum barrskógum (3. mynd). Náttúrulegir birkiskógar
Vesturlands em mun lágvaxnari en sambærilegir skógar á Norður- og Austurlandi.
Það kemur því ekki á óvart að kolefnisforði viðar og róta í gamla Hallormsstaðaskógi
var mun hærri, eða um 30 t C/ha. Kolefnisforði gamals kynslóðablandaðs birkiskógar
á Austurlandi, Hallormsstaðaskógar, er sambærilegur við um 25-35 ára gamla ræktaða
barrskóga (3. mynd). Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ræktaðir
birkiskógar geta haft hærri kolefnisforða en náttúrulegir birkiskógar vegna meiri
þéttleika, jafnari stærðar og aldursdreifmgu trjáa. Amór Snorrason o.fl. (2002) fúndu
að um 55 ára gamall ræktaður birkiskógur á Rangárvöllum hafði um 58 t C/ha í viði
og grófrótum og Ragnhildur Sigurðardóttir (2000) mældi um 45 t C/ha forða í 60-65
ára sjálfsáðum birkiskógum á Hallormsstað. Skógurinn B1 á Austurlandi, sem var
sjálfsáinn skógur þar sem elstu trén voru tæpra 20 ára hafði hinsvegar ekki náð að
safna upp nema um 3 t C/ha (2. mynd). Meiri rannsókna er þörf á möguleikum og
getu birkis til kolefnisbindingar.
Þegar áætla á kolefnisbindingu með skógrækt er gjaman notaður einhverskonar
bindistuðull x flatarmál nýræktaðra skóga. Bindistuðullinn er meðalbinding í t CCL/ha
á ári eða t C/ha á ári yfir ákveðið árabil. Slíkir bindistuðlar fyrir misgamla birki, lerki,
stafafúra og sitkagreniskóga eru sýndir í Töflu 2. Um 45 ára ógrisjaður
stafafúruskógur hafði hæstan bindistuðul (11,2 t CO^/ha og ári). Það jafnast á við
árlega losun frá ríflega fjórum Toyota Yaris einkabílum miðað við 20.000 km akstur
(losar 2,7 t CO2). Ógrisjaðir og grisjaðir lerki eða sitkagreniskógar á svipuðu
aldursbili höfðu bindistuðul upp á 5-7 t C02/ha á ári, sem jafnast á við losun 2-3
Toyota smábíla í hvetjum hektara skógar eða árlegri losun 100-150 smábíla ef
bindingin á einum hektara er lögð saman fyrir 50 ár.