Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Síða 308
306 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Þegar kolefnisbinding með nýskógrækt hefur verið áætluð á landsvísu hefur
bindistuðullinn 4,4 t CO^/ha og ári oft verið notaður sem varfærið meðaltal fyrir allar
gerðir ræktaðra barrskóga (Bjami D. Sigurðsson o.fl. 2005). Eins og sjá má á Töflu 1
þá sýna niðurstöður SKÓGVISTAR að allir barrskógar sem mældir vom og sem
höfðu náð 35 ára aldri höfðu hærri meðalbindingu í viði og grófrótum en 4,4 t CO2.
Niðurstöðumar styðja því þá fullyrðingu að 4,4 sé varfærið mat á kolefnisbindingu
fyrstu 50 árin eftir gróðursetningu.
Tafla 2. Mældir bindistuðlar í lífmassa trjáa ofanjarðar og í grófrótum í mismunandi
skógargerðum á Austur- og Vesturlandi. Sjá Töflu 1 til nánari lýsingar á skógum.
Tegund og aldur Bindistuðlar t C02/ ha tC/ha á ári á ári Tegund og aldur Bindistuðlar t C02 / ha t C / ha á ári á ári
18 ára birki 0,6 0,2 14 ára stafafura 1,2 0,3
39 ára stafafura 8,9 2,4
12 ára lerki 0,9 0,3 46 ára stafafura 11,2 3,0
18 ára lerki 4,3 1,2 9 ára sitkagreni 0,2 0,1
19 ára lerki 3,4 0,9 34 ára sitkagreni 3,0 0,8
36 ára lerki 6,2 1,7 43 ára sitkagreni 4,8 1,3
50 ára lerki* 5,6 1,5 43 ára sitkagreni* 7,8 2,1
* grisjaðir skógar
Hér er einungis gefinn upp bindistuðull fyrir ungan sjálfsáinn birkiskóg, þar sem aðrir
birkiskógar í rannsókninni vom kynslóðablandaðir gamlir skógar, og því ekki af
einum ákveðnum aldri. Þessi stuðull gildir fyrir bindingu í viði og grófrótum, en ekki
fyrir uppsöfnun í jarðvegi (sjá síðar). Amór Snorrason o.fl. (2002) gáfu upp slíkan
bindistuðul fyrir um 55 ára ræktaðan birkiskóg á Rangárvöllum sem 3,9 t CO^/ha og
Ragnhildur Sigurðardóttir (2000) fékk um 2,4 t C02/ha bindistuðul fyrir þrjá 60-65
ára gamla sjálfsáða birkiskóga á Hallormsstað. Það ætti því að nota lægri bindistuðul
fyrir ræktaða birkiskóga en ræktaða barrskóga, ef kolefnisbinding þeirra er áætluð
með bindistuðla-aðferðinni.
Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að bindistuðlar gilda aðeins fyrir
samfelldan skóg. Ef bindistuðlar em notaðir til áætlunar á kolefnisbindingu verður
fyrst að finna samfellt nettó-flatarmál skógar, áður en það er margfaldað saman við
stuðulinn. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að þeir gilda aðeins sem meðaltal yfir
það tímabil sem þeir em fundnir fyrir. Það er varasamt að beita þeim bæði fyrir lengri
eða skemmri tímabil. Þetta er auðskiljanlegt þegar 2. mynd er skoðuð. Bindistuðull er
einfold línuleg aukning frá upphafi aðgerða, á meðan að kolefnisforði eykst ekki
línulega í raun. Niðurstöður þessa verkefnis eru fyrsta tilraun til að útbúa aldursháða
bindistuðla á Islandi, og niðurstöðumar nýtast vonandi til betri áætlana á
kolefnisbindingu með skógrækt.
Kolefnisforði íjarðvegi
Á Vesturlandi kom í ljós að einn af greniskógunum, G2, óx á svæði þar sem
berggmnnurinn var mikið blandaður líparíti á meðan að öll hin svæðin vom á basalt
berggmnni. Þetta hafði mikil áhrif á alla eðliseiginleika jarðvegs, og kolefnisforði
hans var mun hærri en á öðmm svæðum (gögn ekki sýnd). Vegna þessa er G2 sleppt
hér þegar jarðvegsforði er sýndur. Jarðvegsforðinn var áberandi meiri undir bæði
gömlum náttúmlegum birkiskógum og ræktuðum barrskógum á Vesturlandi en á