Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 311
MÁLSTOFA G - ÁHRIF LANDNÝTINGAR Á KOLEFNISJÖFNUÐ ÍSLANDS
309
Líforka - líka á íslandi?
Hólmgeir Bjömsson
Landbúnaðarháskóla Islands, Keldnaholti
Inngangur
Ræktun lífmassa sem orkugjafa fer ört vaxandi í viðleitni til að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda og til að koma í stað þverrandi olíulinda. Stefna ríkja eins og Banda-
ríkjanna mótast einnig af viðleitni til að gera þau minna háð innflutningi á olíu.
Almenningur verður þessa dagana áþreifanlega var við afleiðingar þessarar þróunar í
hækkandi matvælaverði þótt einnig valdi uppskembrestur og verðið væri nokkuð lágt
fyrir. í skýrslu frá Efnahagssamvinnustofnuninni í París (OECD), sem birtist s.l. haust
(Doombosch & Steenblik 2007'), var spurt hinnar brennandi spurningar: er lækningin
verri en meinið, og varð það til þess að vekja gagnrýna umræðu um þessa þróun. A
fræðaþingi 2006 var erindi um lífmassa sem orkugjafa og er reynt að endurtaka hér
sem minnst af því sem þar kom fram (Hólmgeir Bjömsson 2006). Af öðmm nýlegum
niðurstöðum verður einkum stuðst við erindi á NJF-seminari 405 í Vilnius í Lithauen í
september s.l., annað fannst á netinu og er heimilda ekki alltaf getið.
Enginn einn orkugjafí mun öðmm fremur koma í stað jarðefnaeldsneytis. Öll tækifæri
verða nýtt og mjög fjölbreytt tækni notuð til að afla og dreifa orku. Helstu orkugjafar
verða vatnsafl, vindorka, jarðhiti, sjávarfalla- og ölduorka, sólarorkuver og kjarnorka
auk líffnassa, og það nýjasta er að bora djúpt eftir jarðhita og að virkja himnuflæði
(.osmósu) við árósa. Allir þessir orkugjafar henta vel til hitunar og/eða rafmagns-
framleiðslu og iðnaðar sem er mun meira en helmingur þeirrar orku sem notuð er, en
erfíðara er að ftnna orkugjafa í stað bensíns og olíu á samgöngutæki. Raforka er notuð
á lestar sem fylgja fostu spori, og rafbílar eða tvinnbílar geta sinnt ýmsum flutningum
á landi, einkum á skemmri leiðum, en á flugvélar og skip er vart um slíkar lausnir að
ræða.
í skýrslu OECD (2007) era dregnar saman niðurstöður úr ýmsum áttum um
möguleika og takmarkanir lífmassa og sérstaklega fjallað um hvernig aukin ræktun á
lífmassa og stuðningur ríkja við hana geti haft áhrif á verðlag og viðskipti.
Samandregin niðurstaða er að tæknilega og að teknu tilliti til annarra umhverfisþátta
geti 23% af fljótandi eldsneyti fengist úr lífmassa 2050, en að teknu tilliti til
hagkvæmni sé 13% líklegri niðurstaða. Byggt er á niðurstöðum frá Alþjóðlegu
orkumálastofnuninni (IEA) sem gerir ráð fyrir meira en tvöföldun orku til flutninga
(+136%). Slíkar spár em háðar gríðarlega mikilli óvissu, bæði um efnahagsþróun og
tækniþróun. Þeir sem vinna að orkuspamaði og þróun eldsneytis stefna ötullega að því
að úr lífmassa komi mun meira en 13% orku til samgangna um miðja öldina. Hvaðan
geta hin 87% komið? Þau þarf að vinna að einhverju leyti úr rafmagni og umbreyta í
eldsneyti á vélar. Vetni virðist ekki vera alveg á næsta leiti. Með aðferð, sem kennd er
við Fischer og Tropsch (FT), er vetni látið hvarfast við kolefnisgjafa og til verður
dísileldsneyti. Vetnið má framleiða með vatnsafli og kolefnisgjafinn getur verið CO
eða C02 úr útblæstri stóriðjuvers, en einnig gæti hann komið úr lífmassa og þá þarf
minni raforku. Einnig er unnið ötullega að því að vinna slíkt eldsneyti úr lífmassa
einum sem er þá fyrst breytt í gas með því að hita í >1200 °C.
Hér á eftir vísað til sem OECD (2007), en einnig eru upplýsingar þaðan notaðar án tilvísunar.