Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 312
310 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
í ES er markmiðið að 20% allrar orku verði frá endumýjanlegum orkugjöfiim árið
2020 og í Svíþjóð er stefnt að því að notkun jarðefnaeldsneytis verði alveg hætt fyrir
2020. Veikleikinn við slík markmið er að í þeim þarf ekki að felast krafa um að
verulega dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Almennt virðist gert ráð fyrir því að ræktaður lífmassi fáist fyrst og fremst með því að
auka uppskeru á ræktuðu landi og nýta hana betur, hætta að leggja akur í tröð og að
taka á ný í ræktun land sem áður var lagt til hliðar vegna offramleiðslu. Ekki er gert
ráð fyrir vemlegri nýræktun nema í Afríku og rómönsku Ameríku og þaðan gæti
komið eldsneyti á heimsmarkað (OECD 2007). Heimsviðskipti með eldsneyti úr
lífmassa hljóta þó að verða lítil vegna takmarkaðs framboðs. Auk gróðurhúsaloft-
tegunda þarf að gæta að öðmm umhverfísþáttum svo sem súmandi jarðvegi og
líffænni íjölbreytni. Uppskera þarf að vera mikil og vel nýtt. I hitabeltinu geta fengist
50 t þe./ha, en í Evrópu em 20-30 t/ha talin efri mörk. A Islandi sjáum við sjaldan
tölur >10 t/ha. C4-plöntur úr hitabeltinu nýta sólarorkuna betur til að binda kolefni en
C3-plöntur sem vaxa á okkar slóðum. Dæmi um þær er maís, sem nú er farið að rækta
í Þýskalandi og í syðstu hémðum Norðurlanda, en á langt í land með að geta þriflst
hér á landi.
Orka úr lífmassa
Viður og annað lífrænt efni hefur frá alda öðli verið helsti orkugjafínn til eldunar og
upphitunar og svo er enn víða um heim. Þegar lífmassi fær að nýju sess sem mikil-
vægur orkugjafí er honum í fyrstu brennt í hitaveitum þar sem einnig er framleitt
rafmagn (C\\?=Combined Heat and Power). Hér á landi, þar sem víðast er næg orka
til hitunar, er það framleiðsla á fljótandi eldsneyti sem em áhugaverðust.
Helstu tegundir eldsneytis úr lífmassa em:
1. Metan (CH4) úr hauggasi sem framleitt er úr búfjáráburði og lífrænum úrgangi
2. Etanól (vínandi) úr sykri eða komi
3. Lífdísill úr jurtaolíu eða dýrafitu
4. Etanól úr trénisríkum plöntum (lignósellulósa, frumuveggjaefhi).
Metan verður til við loftfirrða gerjun í hvers konar úrgangi þar sem loft kemst ekki að
líkt og í meltingarvegi jórturdýra. Metan er virk gróðurhúsalofttegund og því er mjög
mikilvægt annað hvort að koma í veg fyrir slíka gerjun eða að gasinu sé safnað og því
brennt. Hauggas var í fyrstu unnið úr mykju og öðmm búfjárskít til heimanota, t.d. í
Danmörku og Þýskalandi, og úr sorphaugum, t.d. í Reykjavík. Vinnslan fór vaxandi
undir lok 20. aldar, en árið 2001 vom sett lög í Þýskalandi og stuðningur veittur til
framleiðslu á rafmagni með lífrænu eldsneyti. Eftir það hefur framleiðslan vaxið mjög
ört. Hauggas var unnið í 3.500 stöðvum í árslok 2006 og veitir það mörgum atvinnu
(Weiland 2007). Mykju og svínaskít er safnað saman í hæfílega stórar einingar og
öðmm lífmassa eða sorpi oftast blandað í. I um 15% nýrra eininga er enginn skítur
notaður. Það er einkum grænfóðurmaís sem er bætt í og er hann kynbættur sérstaklega
í þessum tilgangi. Jafnframt á sér stað mikil þróun á tækni við þessa framleiðslu. í
öðmm stöðvum er unnið úr sorpi (þurr úrgangur). Gasið er hreinsað, þ.e. af vatnsgufu,
koltvísýringi og brennisteinssamböndum, og því brennt í hita- og raforkuverum
(CHP). Nýjar einingar afkasta flestar 500 kW og þar sem margar slíkar em saman
mynda þær allt að 20 MW orkuver. Gert var ráð fyrir að afköstin yrðu komin í 1.600
MW af rafmagni í árslok 2007 auk varmaorku, aðeins meira en uppsett afl virkjana á
Islandi (vatns- og gufúafl) áður en Kárahnjúkavirkjun bættist við. Stærð eininga