Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 313
MÁLSTOFA G - ÁHRIF LANDNÝTINGAR Á KOLEFNISJÖFNUÐ ÍSLANDS | 311
takmarkast m.a. af því hve gerjunin er hæg, >100 daga ef notaður er óblandaður
orkugróður, en hraðari ef tegundum er blandað saman og einkum ef skít er blandað í.
Ef enginn skítur er notaður getur þurft að bæta í snefilefnum eins og nikkel og kóbolti.
Eftir verður góður áburður sem þarf að standa nokkuð áður en hann er notaður. Á
þeim tíma heldur metan áffam að myndast. Mikilvægt er að safna því einnig og áhrifin
til vamar andrúmsloftinu hverfa ef 7% af metaninu leka út.
Á NJF-seminarinu í Litháen virtust menn sammála um að hauggas væri það sem best
skilaði orkunni úr lífmassanum og drægi mest úr gróðurhúsaáhrifum. Meðal kosta er
að einingamar era tiltölulegar litlar og því verður styttra að flytja og auðveldara er að
laga uppbyggingu að framboði á lífmassa. Metan er í nokkram mæli notað á bíla, en
þó virðist ekki reiknað með að það slái í gegn sem eldsneyti á samgöngutæki.
Etanól er notað með ágætum árangri til iblöndunar í bensín og dregur það úr myndun
sóts og skaðlegra nitursambanda í útblæstri. Einnig má nota það allt að því hreint á
bílvélar. Það er einfalt að framleiða úr sykri og komi með gamalkunnum aðferðum. í
Brasílíu er etanól úr sykurreyr samkeppnisfært við bensín án sérstaks stuðnings. í
Bandaríkjunum er framleiðslan nærri 3 millj. lítra á ári úr maís
(www.BiofuelsMarketplace.comJ. I Svíþjóð var ráðgert að framleiða etanól úr hveiti í
fimm verksmiðjum og er ein tekin til starfa. Þegar hveiti meira en tvöfaldaðist í verði
á s.l. ári kom í ljós hve framleiðslan er viðkvæm fyrir sveiflum á markaði og snarlega
var hætt við eina verksmiðjuna. Það hefur verið gagnrýnt að uppskera, sem má nota til
manneldis, skuli notuð með þessum hætti, einkum vegna þess að hún hækki matvæli í
verði. Þegar til lengri tíma er litið ættu þó áhrifín á matvælamarkaðinn að verða
nokkum veginn þau sömu hvaða gróður sem er ræktaður á því landi sem tekið er til
framleiðslu á líforku.
Lífdísill fæst oftast með því að mynda estra (metýl- eða etýl-J af fitusýram úr
jurtaolíu. Hér á landi var hann unninn í nokkur ár úr dýrafeiti meðan
kjötmjölsverksmiðja var rekin á Suðurlandi og notaður á flutningabíla. Á norðlægum
slóðum er einkum repja ræktuð í þessum tilgangi. I Þýskalandi era nærri 10% ræktaðs
lands lögð undir hana, 1,1 milljón ha. Er það umfangsmesta ræktun orkugróðurs þar í
landi og gæti tvöfaldast (Nielsen o.fl. 2007). Framleiðslan er 1,2 millj. t, meira en öll
olía og bensín sem notuð er á íslandi, en í Bandaríkjunum 0,24 millj. t, mest úr
sojabaunum (www.BiofuelsMarketplace.com). Lífdísill er mjög gott eldsneyti, en
hann er ekki talinn draga nógu mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því er litið á
hann sem tímabundna lausn og annarra leiða leitað.
Trénisríkar plöntur (lignósellulósaplöntur) til framleiðslu á etanóli era þær sem
mestar vonir era bundnar við til að draga úr losunarvandanum. Önnur aðferð er að hita
lífmassann svo að til verður gas (syngas) og úr því má vinna metanól eða dísil-
eldsneyti (FT), en í það fer mikil orka. Etanólið er framleitt í lífmassaveram
(biorefinery). Afurðimar geta verið íjölbreyttar rétt eins og hráefnið og vinnslan er
flókin. Fyrst þarf að losa framuveggjarefnin, sellulósa og hemisellulósa, úr tengslum
við lignín með sýra eða ensímum og liða þau svo sundur í einsykranga. Ur sellulósa
verður til glúkósi líkt og úr mjölva, en í hemisellulósa era aðallega pentósar og því
þarf mismunandi lífverar til að gerja sykramar. Helstu aukaafurðir era lignín og
próteinríkar leifar úr gerjuninni. Hagkvæmnin veltur m.a. á því hversu mikil verðmæti
tekst að gera úr aukaafurðum. Lignín getur orðið hráefni í annan iðnað, en að öðrum
kosti má nota það sem eldsneyti eða fyllingarefni. Ur próteinhlutanum má vinna
verðmætt fóður eða nýta hann sem áburð.