Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 314
312 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Þær tegundir, sem helst koma til greina í þessa vinnslu, eru trjágróður og ljölært gras.
Einær gróður sem gefur mikla uppskeru kemur einnig til greina, en ræktunarkostnaður
verður meiri. Hálmi af komökrum er víða safnað til ýmissa nota, m.a. sem eldsneyti,
og hann er ágætur til etanólvinnslu, en þá getur gengið á lífrænt efni í jarðvegi og
hefur það ekki eingöngu áhrif á kolefnisjafnvægið heldur einnig gæði jarðvegs.
Belgjurtir í blöndu með grasi koma mjög til álita vegna þess að þær vinna nitur úr
andrúmsloftinu. Framleiðsla á nituráburði er orkufrek og er talin valda 15% af
núverandi gróðurhúsaáhrifum. Orkujafnvægið verður hagstæðara og losun gróður-
húsalofttegunda þar með minni ef vel tekst til með nýtingu belgjurta, auk þess sem
þær tryggja betur nauðsynlegt framboð steinefna í gerjunina (Haugaard-Nielsen o.fl.
2007), en því er þó einnig haldið fram að belgjurtir séu ekki nothæfar til að framleiða
etanól (Mikkola & Pahkala 2007).
Framleiðsla etanóls úr frumuveggjarefni er enn talin vera á tilrauna- eða þróunarstigi.
Framleiðslan er þó farin að skipta milljónum lítra á ári í sænskri og kanadískri
verksmiðju sem báðar em í tengslum við pappírsiðnað, og í Kanada er verksmiðja
sem framleiðir 2,5 millj. 1 úr hálmi (www.iogen.ca). I Bandaríkjunum samþykkti
ríkisstjóm Bush snemma árs 2007 áætlun þar sem markmiðið er að etanól úr slíku
hráefni verði orðið samkeppnisfært við bensín árið 2012. Styrkur var veittur til sex
verkefna sem eiga að framleiða samtals nærri 500 millj. 1 á ári ásamt fleiri afurðum.
Líforka á Islandi
Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 23. nóv. s.l. skuldbindur aðild Islands að EES
„Islendinga til að uppfylla kröfur um að árið 2010 verði 6,5% af því eldsneyti sem
eytt er á götum og þjóðvegum endumýjanlegt eldsneyti“ (5,75% skv. annarri heimild).
Lítið hafði spurst til þessa ákvæðis fyrr, enda óvíst að það nái til Islendinga. En hvað
miðar í þessa átt? Helst er um að ræða metan frá Sorpu í Gufunesi. Það gæti nægt 4-
5000 bílum og framleiðsluna mætti tvöfalda. Hagkvæmnin byggist á því að gjöld em
hvorki lögð á eldsneytið né kaupverð bíla og því verður það mikið ódýrara í notkun en
bensín. Þó fjölgar slíkum bílum hægt og em þeir enn innan við hundrað, þar af tveir
hjá Lbhí. Einn helsti flöskuhálsinn er að metanið er ekki afgreitt nema á einum stað.
Einnig býður N1 upp á dísil með 5% repjuolíu á nokkmm stöðum og 85%
etanólblanda (E85) hefur verið flutt inn í tilraunaskyni. Gjöld á þetta eldsneyti verða
ákveðin innan skamms. Kosturinn við repjuolíu í blöndu er einkum að hún dregur úr
myndun svifryks.
Arið 2007 hófst á Lbhí rannsóknarverkefni um hauggas í samvinnu við verk-
fræðistofuna VGK-Hönnun, Metan hf og Sorpu bs. Verkefnisstjórar em Jón
Guðmundsson og Þóroddur Sveinsson. A Hvanneyri verður komið upp
tilraunaaðstöðu til framleiðslu á metani, en verkefnið felst þó ekki síður í því að kanna
hve mikið fellur til af efni sem má nota til þessarar framleiðslu ásamt því sem kallað
er lífsferilsgreining. Þá er metið hve mikið það kostar í orku eða losun gróðurhúsa-
lofttegunda að safna hráefninu saman og borið saman við það metan sem fæst.
Við á Lbhí höfum oft fengið fyrirspum um hvort ekki sé hægt að rækta olíurepju á
Islandi. Við höfum jafnan gert lítið úr því, en nú s.l. sumar gerðist það þó að vetrar-
afbrigði af bæði repju og nepju, sem sáð var 13. júlí 2006, gáfu vel þroskaða og
sæmilega mikla uppskeru á Korpu, enda var sumarið 2007 sólríkt og þurrt. Miðað við
niðurstöður úr sænskum tilraunum mætti teljast gott ef úr uppskemnni fengist eitt tonn
af olíu á ha og er þá ekki gert ráð fyrir afföllum vegna kals. I Morgunblaðinu 21. nóv.
var haft eftir verkfræðingi hjá Siglingastofnun að hægt muni að framleiða jurtaolíu hér