Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 316
314 | FRÆÐAÞING LANDBUNAÐARINS 5, 2008
6
-i*~S
—Án áburðar
0 --------.------1------.------.-------.------.
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006
1. mynd. Árleg uppskera alaskalúpínu í byrjun september án áburðar á Korpu og á Geitasandi
með áburði (P og S eða S) eða án (Hólmgeir Bjömsson 2007b,c,d).
Bjami D. Sigurðsson (2007) hefur bent á þau tækifæri sem em til að vinna etanól úr
trjávöm á Islandi. Nýta má það sem fellur til við grisjun og trjávinnslu, en einnig má
rækta skóg sérstaklega í þessu skyni. Með stuðningi af línuritum frá Bjama (persónu-
leg heimild) og Amóri Snorrasyni (2006) má ætla að ársvöxtur gróðursettra skóga
þrefaldist frá 2005 til 2020, ef gróðursett verður á jöfnum hraða, og verði >200 millj. t
af þurmrn viði á ári. Við þann vöxt má bæta 60% sem em tekin út við grisjun á líftíma
skóga, en skógarhögg verður þá að líkindum enn takmarkað. Ef tæpur fjóróungur
árlegs vaxtar, 80 millj. t, yrðu nýtt til að framleiða etanól gætu fengist um 28 millj. 1
(350 1/t, Badger 2002). Sennilega er of snemmt að gera ráð fyrir að svo mikið fáist
árið 2020, en það margfaldast næstu áratugi. í Svíþjóð var víðir kynbættur til
framleiðslu á eldsneyti með ágætum árangri, en nú mun ræktun á honum að mestu
hætt að aukast vegna annarra kosta sem bjóðast. I norðurhémðum Svíþjóðar er
hampjurtin talin henta betur þótt ekki sé hún trjátegund. Uppskeran er meiri, en
kostnaður einnig (Prade 2007). Hampur hefur ekki verið ræktaður hér á landi (nema á
laun sem hassplanta), en hann gæti hentað sem orkuplanta.
Alaskaösp er trjátegund kemur til álita í orkuskógi hér. I Svíþjóð er víðirinn sleginn á
þriggja ára fresti, en öspin yrði tekin sjaldnar, e.t.v. á fimm ára fresti. Unnið hefur
verið að því að víxla klónum á Mógilsá og búið er að planta afkvæmunum í tilraunir
um allt land. I undirbúningi er rannsóknarverkefni til að finna afkastamikla
tegundablendinga af ösp (Halldór Sverrisson, persónuleg heimild).
Með tilliti til þess að aðeins 1,2% landsins eru ræktuð en e.t.v. 6% ræktanleg má með
einföldum forsendum komast að þeirri niðurstöðu að helmingur þess sem er óræktað
nægi til að framleiða allt það eldsneyti sem notað er í landinu (Hólmgeir Bjömsson
2007d). Þó er hætt er við að ekki verði allt þetta land aðgengilegt þegar til á að taka,
einkum vegna umhverfissjónarmiða. Hins vegar má vænta þess að uppskera lífmassa
muni aukast mikið með markvissu vali á tegundum og kynbótum þeirra og landþörf
minnka. Þegar líður á öldina getur auk þess vemlegur hluti hráefnisins komið úr
skógi. Að undanskildum orkuskógum er þess að vænta að skógræktin muni lítið ganga
inn á gott ræktunarland. Einnig er vert að hafa í huga að með hlýnandi loftslagi
flytjast ræktunarbelti til og þá getur eftirspum eftir íslenskum landbúnaðarafurðum og
þar með landi til annarrar ræktunar aukist.