Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 317
MÁLSTOFA G - ÁHRIF LANDNÝTINGAR Á KOLEFNISJÖFNUÐ ÍSLANDS | 315
Er lækningin verri en meinið?
Svo heitir OECD-skýrsla Doombosch & Steenblik (2007). Framleiðsla eldsneytis úr
lífmassa kostar töluverða orku og auk þess verða til aðrar lofttegundir sem hafa
gróðurhúsaáhrif. Loks geta önnur umhverfisáhrif í sumum tilfellum vegið þyngra en
jákvæðu loftslagsáhrifin. Víða er að finna mat á þessum áhrifum, en erfitt getur verið
að átta sig á því hvort um sambærilegar niðurstöður er að ræða. T.d. væri fróðlegt að
sjá hvemig verðmætar aukaafurðir eins og próteinríkt fóður em metnar m.t.t.
loftslagsáhrifa.
Mikkola & Pahkala (2007) reiknuðu orkujafnvægið ef bygg er notað til að framleiða
etanól við breytilegar forsendur. Með góðri ræktun (4,2 t/ha) fæst á bilinu 3,9-5,2
sinnum meiri orka út en lögð er í ræktunina, þ.e. sem vélar, jarðvinnsla, áburður,
vamarefni, þurrkun og vegna flutninga á aðföngum og á uppskeru til verksmiðju.
Mestur spamaður fæst ef komið er geymt í lofttæmi í stað þess að þurrka það, sem
gæti þó haft áhrif á gerjunina, en einnig sparast töluvert ef jarðvinnsla er í lágmarki.
Orkujafnvægið segir mikið til um hve vel hefur tekist að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda, en þó vantar stóran lið sem er losun annarra lofttegunda í ræktuninni.
Framleiðsla á N-áburði er allt að helmingi orkunotkunarinnar, en losun hlátursgass
(N2O) í ræktuninni er talin hafi ámóta mikil gróðurhúsaáhrif og framleiðsla N-áburðar
með gasi eða olíu (Haugaard-Nielsen o.fl. 2007). Tekið skal fram að ekki verður
komist hjá losun á hlátursgasi þótt belgjurtir bindi nitrið og óvíst hvort losunin verður
meiri eða minni. En ekki er heldur rétt að skrifa alla orkuna sem fer í að binda nitrið á
reikning etanólsins. Eftir verður efni sem er ríkt af N-samböndum og má nýta sem
próteinfóður eða N-áburð. Fjölærar tegundir geyma forða af nitri milli ára. Því má
ætla að oft nýtist meira en helmingur nitursins áfram og komi til frádráttar þegar
jafnvægi er reiknað.
Losun á bilinu 1/4 - 1/3 þegar
líforka kemur í stað jarðefnaelds-
neytis telst góður árangur, en
margt af því eldsneyti, sem nú er
notað, dregur mun minna úr los-
uninni. Niðurstöður á 2. mynd
eiga við 2005, nema e.t.v. um
trénisríkar plöntur (Frveggir) þar
sem ekki er á mikilli reynslu að
byggja. Gert er ráð fyrir að etanól
úr sykurreyr dragi >80% úr losun
og jafnast ekkert á við það, en
næst koma trénisríkar plöntur með
um 75%, en ekki er líklegt að sá
árangur náist nema við góð
skilyrði, t.d. að stutt sé að flytja.
Kom Sykurrófa Sykurreyr Frveggir Repjuolía Pálmaolia
Etanól Lífdísill
2. mynd. Nokkur dæmi um hve mikið etanól og líf-
dísill dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda miðað
við jarðefnaeldsneyti (%). Efni sótt til Doombosch &
Steenblik (2007), að mestu samkvæmt útreikningum
IEA.
Mat á losun er flókið verkefni og margs að gæta. Mat á kostnaði við að draga úr losun
er líka mikilvægur mælikvarði. Niðurstöður verða úreltar ef verðhlutfoll breytast þótt
leitast sé við að spá fram í tímann. Utkoman er oft að það kosti meira að draga úr
losun með líforku en það sem það kostar hér á landi að binda kolefni í skógi. Sam-
kvæmt skýrslu OECD (2007) þarf olía enn að hækka jafnvel um helming til þess að
líforka verði samkeppnisfær í verði um 2030 án stuðnings. Þó er reiknað með að verð
á lífmassa lækki og framleiðslan verði ódýrari. Enn er gert ráð fyrir að lífmassi muni