Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 323
MÁLSTOFA E - JARÐRÆKT/BÚFJÁRRÆKT (FRH.) | 321
Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum
Magnús B. Jónsson
Lbhí
1. Inngangur.
Vandamál með dauðfædda kálfa hefur á undanfömum ámm verið stöðugt vaxandi í
íslenskri mjólkurframleiðslu og má ætla að tjón af völdum hans nemi milljónum króna
á ári hverju í töpuðum erfðaframfömm stofnsins, afurðatjóni, auknum
dýralæknakostnaði og fleiri þáttum. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á orsökum
ungkálfadauða og sýna niðurstöður þeirra engar einhlitar orsakir. (Karen Pálson,
2003, Baldur H. Benjamínsson, 2001, Baldur H. Benjamínsson ofl. 2005, Jón V.
Jónmundsson, 2006)
Þegar um er að ræða ungkálfadauða eins og hann er skilgreindur í þessu
rannsóknarverkefni þá er það dæmigert að kálfurinn er fullburða og er rétt skapaður
og drepst i fæðingu eða skömmu áður. Tíðni þessa vágests virðist mun hærri hjá 1.
kálfs kvígum en fullorðnum kúm. (Baldur H. Benjamínsson, 2001, Baldur H.
Benjamínsson ofl. 2005).Tíðnin er mismunandi eftir árstíðum og samhengi milli tíðni
hjá 1. kálfs kvígum og fullorðnum kúm er þannig að tíðnin er hæst hjá haustbærum
kvígum en hæst hjá síðbærum fullorðnum kúm. Ungkálfadauði er mög breytilegur
milli bæja. Sammerkt er að kálfssótt virðist mjög væg og hæg hjá kúm sem eignast
svo dauðfæddan kálf. Að öðru leit er ekki samhengi milli ungkálfadauðans og
sjúkdóma sem móðurina virðast hrjá. Skyldleikarækt skýrir hluta orsakanna en aðeins
hluta. Til þess að nálgast vandamálið var ákveðið að setja upp samræmda
rannsóknaráætlun er nái til almennrar þekkingaröflunar um þætti sem hugsanlega
gætu skýrt orsakir ungkálfadauðans og eða veitt innsýn í hugsanlega lífeðlisfræðilega
röskun sem skapaði aðstæður sem orsakað gætu auknar líkur á. í þessu erindi eru
birtar frumniðurstöður hluta þessa verkefnis en því verður gerð ítarlegri skil þegar
allar rannsóknamiðurstöður liggja fyrir
2, Efni og aðferðir.
Verkefni það sem hér um ræðir er úrvinnsla ganga sem safnað var á búum bænda
víðsvegar um land. Verkefnið er unnið í samráði við 58 bú þar sem þetta vandamál
hefur verið í mismiklum mæli á undanfömum ámm. Búin em staðsett á Suðurlandi í
Ámes og Rangárvallasýslum, í Borgarfirði og á Snæfellsnesi, í Skagafirði og
Eyjafirði. Búin vom valin með hliðsjón af búgerð, tíðni vandamála og upplýsingum úr
skýrsluhaldsgmnni Bændasamtaka Islands. Búnaðarsamböndin á viðkomandi svæðum
voru fengin til að koma að verkefninu og lögðu þau öll fram verulega aðstoð. Þá vom
dýralæknar á viðkomandi svæðum til aðstoðar eftir því sem við átti. Aflað var
upplýsinga um burði 1. kálfs kvígna sem báru á tímabilinu frá 1. september 2006 til
10. febrúar 2007. Skráðar eru upplýsingar um burðarferil flestra kvígnanna, hvort
aðstoðar og þá hversu mikillar hefur verið þörf, afdrif kálfsins og nokkur lykilatriði
um heilsufar kýrinnar. Blóðsýni vom tekin úr nær öllum þeim kvígum sem báru innan
rannsóknartímabilsins. Þá var safnað um 300 sýnum af gróffóðri og reynt að dreifa
þeim yfír heyskapartímann til þess að fá sem best yfirlit yfir gæði gróffóðurs.
Mikill hluti kálfa sem komu dauðir eða drápust í fæðingu vom kmfðir og tekin sýni til
greininga. Hildir vom skoðaðar í þeim tilvikum sem þær náðust með það í huga að
kanna tíðni fylgjuloss. Krufningar vom framkvæmdar af Sigurði Sigurðssyni
dýralækni, sem hafði yfirumsjón með þeim verkþætti og Hjalta Viðarssyni dýralækni