Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 325
MÁLSTOFA E - JARÐRÆKT/BÚFJÁRRÆKT (FRH.) | 323
2.2 Yfirlit um gripina í rannsókninni.
Safnað var upplýsingum um burði fyrsta kálfs kvigna sem báru á tímabilinu frá águst
lokum 2006 og til janúarloka 2007. Alls spannar gagnasaínið 675 burði. Fjöldi kvígna
á hveiju búi var mjög breytilegur eða ífá þrem burðum þar sem kvígumar vom fæstar
og 27 þar sem kvígumar sem bám á tímabilinu vom flestar. Alls vora 153 kálfar
skráðir dauðfæddir eða 22,6 % allra kálfa. Tíðnin var mjög misjöfn efír búum. Helstu
atriðin varðandi gripina í rannsókninni em birt í 3. töflu.
3. tafla Yfírlit yfir gagnasathið í rannsókninni.
Vesturl Skagafj. Eyjag- Rang. Ám. Samt/ M.tal
Fjöldi búa m/ dauðf. kálfa 10 7 12 9 17 55
Hlutfall dauðfæddra kálfa % 24,5 24,6 25,1 15,5 22,1 22,6
Fjöldi kvígna 110 84 167 110 204 675
Fjöldi burða (fæstir) 5 7 3 4 5 4,8
Fjöldi burða (flestir) 17 20 27 15 19 19,6
Meðalfjöldi burða 11,0 12,0 11,9 11,0 12,0 11,64
Meðal aldur v/1. burð, (d) 816 841 913 888 953 882,2
Notkun heimanauta % 34,5 94,0 78,4 79,1 35,8 60,4
3. Tafla sýnir að gagnasafnið er nokkuð samstætt eftir landshlutum hvað varðar
stærðardreifingu og ijöldatölur. Fjöldi dauðfæddra kálfa er heldur lægri á Suðurlandi
en í öðrum landshlutum. Það vekur athygli hversu útbreitt notkun heimanauta er og í
ljósi þess hve endumýjun kúastofnsins er hröð þá verða margar ásetningskvígur úr
þessum kálfahópi. Þetta leiður til minni erfðaffamfara og óömggari
ættemisupplýsingum og þar af leiðir meiri erfiðleika við að hafa eftirlit með aukningu
skyldleikaræktar í stofninum.
2.3 Tölfræðilegar aðferðir
Öll tölfræðiúrvinnsla var unnin í forritinu MINITAB® 14 (©1972-2005, Minitab
Inc.). Reiknuð vom meðaltöl, staðalfrávik og breytileikastuðlar. Unnin vom gröf til að
skoða tíðni einstakra þátta. Fervikagreiningar (One way ANOVA) og
aðhvarfsgreiningar (Regression Analysis) var síðan notuð til að kanna hvort og þá í
hvaða mæli mismunandi þættir gætu skýrt breytileikann sem fannst í gögnunum.
3. Niðurstöður og umræður.
Niðurstöður þær sem kynntar em í þessu erindi em að hluta til bráðabrigðaniðurstöður
þar sem ekki liggja fyrir niðurstöður heyefnagreininga og þar af leiðandi er ekki unnt
að gera athugun á því hvort fóður það notað er á hinum ýmsu búum segi að einhverju
leyti til um þann mismun sem fannst í kálfadauða á búunum. Þá hafa krufningssýni
ekki verið rannsökuð að fullu
3.1. Mismunandi tíðni kálfadauða eftir búum.
Stærsti áhrifaþáttur í tíðni dauðfæddra kálfa eru búsáhrifín. Mismunur milli búa skýrir
nær allan þann mun sem finnst í rannsókninni. Það er reyndar ekki unnt að greina
hugsanleg áhrif feðra kálfanna frá búsáhrifunum vegna þess að sumstaðar em allir
kálfar skráðir ófeðraðir og þannig fullkomið samhengi milli föður og tíðni dauðfæddra
kálfa á viðkomandi búum. Á fyrstu mynd er sýnd hlutfallsleg dreifíng dauðfæddra
kálfa eftir bæjum. Tíðnin er flokkuð í 5 flokka eftir tíðni dauðfæddra kálfa.