Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 333
MÁLSTOFA E - JARÐRÆKT/BÚFJÁRRÆKT (FRH.) | 331
Dauðfæddir kálfar. Áhrif snefilefna og E-vítamíns
Grétar Hrafn Harðarson1, Jóhannes Sveinbjömsson2 og Magnús B Jónsson3.
Landbúnaðarháskóla Islands.
11 Lbhí-Stóra Armót, netfang: ghh@lbhi.is 2) Lbhí-Keldnaholt, 3)Lbhí-Hvanneyri
Útdráttur
Hér er skýrt frá greiningu nokkurra snefílefna og E-vítamíns í rúmlega 650
blóðsýnum úr kvígum kringum burð á 58 búum á Suðurlandi, Vesturlandi og
Norðvesturlandi. Markmiðið var að varpa ljósi á það hvort snefilefnaskortur hefði
áhrif á tíðni dauðfæddra kálfa hjá fyrsta kálfs kvígum. Kvígur á hluta búanna höfðu
aðgang að „steinefnafötum“ til að kalla fram aukinn breytileika í niðurstöðum.
Niðurstöður blóðefnagreininganna staðfesta alvarlegan skort á seleni og einnig benda
niðurstöður til þess að joð- og sinkstaðan sé víða óviðunandi. Þrátt fyrir þessa
annmarka á fóðmn fyrsta kálfs kvígna var ekki hægt að sýna fram mun á snefilefna-
og E-vítamínstöðu hjá kvígum sem bám lifandi kálfum og hinum þar sem kálfar
drápust við burð.
Inngangur
Snefilefni er hópur efna, sem er nauðsynlegur í efnaskiptum dýra og manna í örlitlu
magni. Þau helstu era kóbalt (Co); kopar (Cu); jám (Fe); joð (I); mangan (Mn);
molybden (Mo); selen (Se) og sink (Zn). Það er einkennandi fyrir snefilefnin að
kjörmagn þeirra í fóðri dýra er innan nokkuð þröngra marka. I óhóflegu magni geta
þessi efni valdið eitran. Á Islandi er flúoreitran eftir öskufall gott dæmi um það.
Skortur á snefilefnum er hins vegar algengur bæði hérlendis og erlendis.
1. tafla. Hlutverk snefileína og sjúkdómar tengdir snefilefnaskorti.
Hlutverk
Co - kóbalt Cu - kopar Hluti af B12 vítamíni Hluti a.m.k. 4 ensímkerfa
Fe - jám I — joð Hluti af haemoglobini Hluti af skjaldkirtilshormóni
Mn - mangan Mo - molybdem Se - selen Zn - sink Ensím tengd brjóskmyndun, andoxun, blóðstorknun og kólesterol framleiðslu. Cofactor í nokkmm oxunarensímum. Hluti a.m.k. 30 ensíma einkum tengdum andoxun og virkni skjaldkirtilhormóns. Hluti a.m.k. 200 ensímkerfa með mjög víðtæka virkni í efnaskiptum líkamans.
Sjúkdómar tengdir skorti
Röskun á orkuefnaskiptum, vanþrif.
Aflitun hárs, niðurgangur, blóðleysi, vanþrif og
fjöruskjögur.
Blóðleysi
Skjaldkirtilsstækkun, löng meðganga, skertur
lífsþróttur í ungviði, ófrjósemi og fastar hildir.
Röskun á vexti beina, óffjósemi, ónæmisbæling
og truflun á starfsemi miðtaugakerfisins.
Ofgnótt truflar nýtingu á kopar.
Hvítvöðvaveiki, fósturlát, kálfadauði, fastar
hildir, ófrjósemi og ónæmisbæling.
Lystarleysi og vanþrif. Lélegt efni í hófum og
klaufum. Parakeratosis á húð.
Nýlegar rannsóknir á efnainnihaldi heyja (Grétar Hrafn Harðarson o.fl. 2006) sýna að
styrkur selens er lágur í nær öllum sýnum (meðaltal 0,016 ppm) miðað við þarfir
búfjár. Þá er kopar lágur eða á mörkum þess að fullnægja þörfum í um 88% sýna.
Einkum era lág gildi á Suður- og Suðausturlandi. Rúmlega þriðjungur sýna (38%) eru
á mörkum þess að fullnægja þörfum fyrir sink og dreifast þau nokkuð jafnt um landið.