Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Qupperneq 334
332 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Áhrif fóðrunar og skortur á snefilefnum, einkum seleni og joði og í minna mæli sinki,
hefur verið nefndur í tengslum við dauðfædda kálfa (Wu, 2006; Rogers, 1999) . Þá
hafa erlendar rannsóknir sýnt mikið fall í styrk E-vítamíns í blóði kúa um burð. Vitað
er að þessir þættir hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfíð og aukið framboð þeirra dregur
úr þeirri ónæmisbælingu sem er nokkuð einkennandi fyrir tímabilið kringum burð.
Efniviður og aðferðir
58 bú voru valin til verkefnisins. Á búunum var skráð burðarferli rúmlega fimm
hundruð kvígna og afdrif kálfa þeirra. Til að auka breytileika milli búa var kvígum á
nokkrum búum gefnar „steinefnafötur“, sem innihéldu steinefni, snefilefni og vítamín
í hlutföllum sérstaklega ætluðum til undirbúnings fyrir burð, tafla 1. Blóðsýni voru
tekin úr 673 kvígum á tímabilinu 4 vikum fyrir burð þar til 3 vikum eftir burð. í
sýnunum var metinn styrkur nokkurra snefilefna (Cu-kopar; Se-selen; I-joð; og Zn-
zink) og E-vítamíns. Efnagreiningin fór fram á Veterinary Laboratory Agency (VLA)
í Englandi.
1. tafla. Efhasamsetning „steinefnafata“.
Ætlaður dagsskammtur 1 OOg.
Styrkur kopars, sinks og E-vítamíns
er mældur beinni mælingu. Olífrænt
joð (PII) var einnig mælt beinni
mælingu í tæplega hundrað sýnum,
en vegna þess hve sú
greiningaraðferð er dýr og
fyrirhafnarmikil var greining á styrk
skjaldkirtilhormóns (T4), sem
inniheldur joð, notuð sem óbein
mæling á joðstöðu gripanna.
Olífrænt joð endurspeglar daglega
inntöku á joði, en þar sem nautgripir
geta geymt mikið joð í
skjaldkirtlinum lækkar T4 mun
seinna þó um joðskort sé að ræða.
Framleiðsla T4 er háð ensími sem
inniheldur selen, þannig getur
selenskortur lækkað T4 án þess að um joðskort sé að ræða. Selenstaðan var einnig
metin með óbeinni mælingu á virkni glutathione peroxidasa (GSHPx) í rauðu
blóðkomunum, en þetta ensím er eitt af mörgum sem innihalda selen.
Ca - kalsíum % 2
P - fosfór % 5
Mg- magnesíum % 20
S - brennisteinn % 7
Se - selen mg/kg 30
Cu - kopar mg/kg 1000
Zn - zink mg/kg 3000
I-joð mg/kg 500
Mn - mangan mg/kg 500
Co - kóbalt mg/kg 50
E-vítamín ein./kg 10.000
A-vítamín ein./kg 500.000
D-vítamín ein/kg 100.000
Niðurstöður og umræður
2. tafla. Lægstu og hæstu gildi, meðaltöl, miðgildi og fjöldi greininga.
Lægsta Meðaltal Miðgildi Hæsta Normal Lægsta Hæsta n
gildi gildi dreifmg meðaltal bús
Cu pmol/1 plasma 2,0 18,38 17,7 37,8 já 6,4 21,7 625
GSHPx ein./ml rbk 8,2 38,06 30,8 135,3 já 11,6 98,2 599
PII pg/1 <5 _ * 40 >225 nei 8 194 92
T4 nmol/1 plasma 2,9 46,70 44,0 115,3 já 27,7 67,3 625
E-vítamín pmol/1 pl 1,3 5,76 5,2 19,1 já 3,0 9,7 625
Zn pmol/1 sermi 2,7 12,35 12,1 26,0 já 9,6 15,6 623
* F.llefii svni voni utan vrei n i n parmarka.