Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 338
336 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Þungi og átgeta íslenskra mjólkurkúa
Jóhannes Sveinbjömsson og Grétar Hraíh Harðarson
Landbúnaðarháskóla Islands
Inngangur
Aukin afköst á hvem grip í mjólkurframleiðslunni byggjast ekki hvað síst á aukinni
umsetningu fóðurefiia. Þegar kúastofninn er kynbættur fyrir aukinni nyt er aukin
átgeta einn mikilvægasti undirliggjandi eiginleikinn sem verið er að velja fyrir. Kýr
sem ekki hefur mikla átgetu verður aldrei góð mjólkurkýr. En það er ekki nóg að
átgetan sé til staðar, fóðrið þarf líka að vera gott og lystugt og þannig fram sett að
kýmar nýti átgetu sína til fulls. Jákvætt samhengi er milli stærðar kúnna (þunga) og
átgetu en ýmsir aðrir þættir hafa áhrif á át, bæði tengdir skepnunni sjálfri og fóðrinu.
Gunnar Ríkharðsson (2002) tók saman niðurstöður um átgetu íslenskra mjólkurkúa í
ljómm tilraunum frá 10. áratugnum. Meðalþurrefnisát mjólkurkúa á mjaltaskeiði 1, 2
og 3+ var, í sömu röð: 11,9; 13,7 og 14,4 kg þurrefnis á dag fyrstu 16 vikur
mjaltaskeiðsins. Kjamfóðurhlutfall í þessum tilraunum var á bilinu 25-33%.
Síðan þessar tilraunir vom gerðar hafa ýmsar aðstæður breyst í mjólkurframleiðslunni.
Kjamfóðurhlutfall hefur almennt hækkað verulega, og ný afbrigði fóðrunartækni hafa
mtt sér til rúms. I ljósi þessa, sem og knýjandi þarfar fyrir upplýsingar um átgetu
íslenskra mjólkurkúa vom nýleg gögn úr tveimur tilraunum á Stóra-Armóti skoðuð
með tilliti til þunga og átgetu kúnna. I báðum tilfellum var kjamfóðurhlutfallið hátt,
og i annarri þeirra var komin til ný fóðmnartækni, þ.e. heilfóðrun.
Efniviður og aðferðir
Gögnin sem hér vora tekin til úrvinnslu era úr tveimur tilraunum. Önnur tilraunin var
framkvæmd á Stóra-Ármóti vetuma 2002-2003 og 2003- 2004, þar var gróffóður og
kjamfóður var gefið aðskilið (tilraun A). Greint hefur verið ffá hluta af niðurstöðum
úr þeirri tilraun áður (Grétar H. Harðarson og Klaus Lonne Ingvartssen, 2005). I hinni
tilrauninni, sem framkvæmd var á Stóra-Armóti veturinn 2006-2007, var öllu fóðrinu
blandað í heilfóður (tilraun B). í báðum tilfellum var fylgst með kúnum frá því 8
vikum fyrir burð og þar til 12 vikum eftir burð.
í tilraun A fengu allar kýr viðhaldsfóður tímabilið 8-3 vikum fyrir burð. 3 vikum fyrir
burð var kúnum skipt niður í tvo sambærilega hópa með mismikilli kjamfóðurgjöf
(1,5 og 3,5 kg). Fyrsta kálfs kvígur fengu þó aðeins 83% af kjamfóðurmagninu. Um
burð var síðan hvoram hóp skipt í tvær meðferðir með mismunandi stíganda í
kjarnfóðurgjöf annars vegar uppþrepun um 0,3 kg/dag og hins vegar um 0,5 kg/dag,
þar til hámarkskjamfóðurgjöf (11 kg/dag) var náð (fyrsta kálfs kvígur 83%: 9,1 kg).
Úrvalsgróffóður (>73% meltanleiki) var gefið að vild. Alls vora því 4 meðferðir í
tilrauninni (2x2 þáttaskipulag).
í tilraun B var kúnum líkt og í tilraun A gefið viðhaldsfóður á tímabilinu 8-3 vikum
fyrir burð. 3 vikum fyrir burð var kúnum skipt niður í þrjá hópa með mismunandi
fóðran í aðdraganda burðar. Um burð fóru síðan allar kýmar inná sömu meðferð sem
miðaðist við að ná sem hæstum afurðum úr sérhverjum grip.