Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Síða 347
MÁLSTOFA E - JARÐRÆKT/BÚFJÁRRÆKT (FRH.) | 345
Fósturdauði og lambadauði um burð
Sigurður Sigurðarson1 og Ólafur G. Vagnsson2
1 frá Keldnm, 2Búgarði, Akureyri
Fyrir nokkrum árum fór að bera á fósturdauða snemma á meðgöngutíma í gemlingum
á nokkrum ijölda bæja hér og hvar um landið og einnig í eldri ám á stöku bæjum.
Þessi fósturdauði svo snemma leiddi ekki til fósturláts heldur upplausnar og
uppsogunar fóstranna í móðurlífi. A einstaka bæjum hefur meiri hluti
gemlingsfóstranna tapast. Ennfremur fór að bera á óvenjulegum lambadauða um burð.
Fullburða lömb fæddust nýdauð, dóu í fæðingu eða fæddust líflítil og dóu skömmu
eftir burð. Tjónið virðist hafa aukist á síðustu árum. Hér er um að ræða mikla
tjónvalda fyrir fjárbændur. Eftirtalin fyrirbrigði er eðlilegt að taka til rannsóknar á
sömu bæjum, svo að finna megi orsakimar og greina á milli þeirra, svo að hægt verði
að draga úr tjóninu:
1. Fósturdauði snemma á meðgöngu helst í gemlingum.
2. Dauði ærfóstra og lamba um burð ( frá því einni viku
fyrir tal, í burði og allt að 2 daga aldri) án sýkingar.
3. Lambalát af völdum smitefna og annars, oft á seinni
hluta meðgöngu.
Fósturdauði í gemlingum
Gmnur vaknaði fyrir löngu um það hjá glöggum fjárbændum, að fóstur væm að deyja
í gemlingum á fyrstu vikum meðgöngu. Það uppgötvaðist svo af alvöm, þegar farið
var að telja fóstur eða fósturvísa í ánum snemma á meðgöngutíma þ.e. snemma í
febrúar og fram eftir mars með svokölluðum ómtækjum. Það er gert svo að fóðmn
þeirra og meðferð geti orðið markvissari og hagkvæmari. Þeir talningamenn, sem
glöggir vom sáu fljótlega, að ekki var allt með felldu alls staðar. Á einstöku bæjum
var greinilegt að dauð fóstur eða deyjandi vom í mörgum gemlinganna. Á stöku stað
sáust dauð fóstur í flestum gemlingunum, ýmist eitt fóstur, tvö eða öll. Á flestum
bæjum bar minna á þessu eða ekkert. Sama vandamálið gat valdið tjóni ár eftir ár á
sömu bæjunum. Þar sem talning fóstra fór seint fram eða ef talið var oftar en einu
sinni sást, að dauðu fóstrin eyddust, leystust í sundur og soguðust upp, ekkert
eiginlegt fósturlát varð og engin veikindi sáust á gemlingunum. Hefðu ekki verið talin
fóstur, hefði enginn vitað annað en að gemlingamir væm geldir, hefðu alls ekki fest
fang. Menn hafa nú vitað af þessum vanda í nokkur ár sums staðar og gert sér grein
fyrir því að tjónið er gríðarlega mikið. Ymislegt hefur verið reynt til að draga úr tjóni.
Með því að lóga í rannsóknarskyni gemlingum með nýdauð fóstur sjást svipaðar
breytingar í hyldahnöppum og við kattasmit Toxoplasma gondii þ.e. blæðingar, drep
og kalkanir, en tilsvarandi mótefni hafa ekki mælst í mæðranum.
Síðast liðið vor fór af stað forkönnun á reynslu manna. Haft var samband við um 35
fjárbændur, sem höfðu orðið fyrir vemlegu tjóni. Spurt var um ýmsa þætti. Eini
þátturinn, sem virtist skipta sköpum var selengjöf. Síðast liðinn vetur höfðu einir 10
bændur prófað selengjöf, oftast í blöndu með E-vítamíni, flestir með sprautum, en
aðrir með því að gefa Tranol (fljótandi vítamínblöndu með seleni). Á þessum bæjum
hvarf fósturdauðinn að mestu, sem þó hafði verið allvemlegur árin á undan. Tranol
virtist ekki hafa áhrif nema að það væri gefið allan veturinn til vors. í einstaka