Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Síða 348
346 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
tilfellum nefndu bændur gallað rúllufóður sem hugsanlega orsök. Eftir er að kanna,
hvemig best er að gefa selenið eða hvenær er best að sprauta og með hversu miklu
magni. Rétt er að vekja athygli á því, að selengjöf verður varla til gagns nema
selenskortur sé til staðar. Selengjöf í fóðri gagnast misvel. Sprautun er líklega
markvissari, en þetta þyrfti að kanna nánar. Ekki má gleyma því, að of mikið af seleni
er hættulegt. Allur vari er því góður. Hægt er að fá hugmynd um selen í líkama með
óbeinni mælingu á blóðsýnum.
Dauðfædd lömb
Það virðist fara vaxandi að fullburða lömb fæðist dauð eða líflítil, deyi skömmu fyrir
burð, í burði eða fljótlega eftir fæðingu. Orsakir slíkra dauðsfalla em ýmsar en ekki að
fullu þekktar. Oft er hægt að komast nærri þeim með kmfningu. A síðasta vori var
safnað lömbum til kmfningar víða um land í því skyni að komast nær hinu sanna.
Komið var til móts við bændur með því að bjóða ókeypis kmfningu á lömbum nær
fullburða, dauðfæddum og allt að 2ja daga gömlum, hafa söfnunarstaði fyrir lömb á
ýmsum stöðum og fara um til að kryfja. Þurftu bændur að kæla dauðu lömbin strax
niður í 0° C með snjó eða ís og koma þeim í sams konar kælingu á kmfningarstað.
Auk þess gátu menn, sem það vildu sent lömbin að Keldum eins og áður. I ljós kom,
að væm fóstrin eða lömbin kæld strax á þennan hátt niður undir frostmark (en fóstrin
alls ekki fryst), mátti geyma þau svo til óskemmd í slíkri kælingu allt að 2 vikum.
Varla bámst nógu mörg lömb til krufningar, þrátt fyrir þetta. Sennilega hefði
kynningin þurft að byrja fyrr og vera markvissari. Alls vom kmfin 486 lömb.
Algengasta einstök orsök dauða eða um 20% vom áverkar eða hnjask, sem valda
innvortis blæðingum. Ur því dóu 104 lömb. Slíkir áverkar geta orðið á fóstrum fyrir
burð t.d. við bólusetningu ánna, ef ekki er varlega farið og ef lambið verður fyrir
höggi í móðurkviði, t,d, þegar kind ryðst út og inn um dyr. Algengt er að lömbin verði
fyrir hnjaski í fæðingu, ef burður stendur lengi yfir, er erfiður eða ef burðarhjálp er
óvægin. Lifrin springur oftast við hnjask, rif brotna stundum, naflastrengur slitnar og
blæðing getur orðið bæði inn til kviðarhols og út. Innvortis blæðingar eða löskun á
brjóstkassa getur einnig orðið eftir burð, ef ær krafsar í lamb eða leggst á það og
illskeyttar ær geta barið frá sér til dauðs lömb annarra áa. Af völdum sýkingar af ýmsu
tagi dóu 103 lömb eða önnur 20%. Granur um selenskort eða E-vítamínskort sem
dauðaorsök var í 59 lömbum eða rúm 10%. Vöðvar á skrokk eða í hjarta vom í þeim
tilfellum óeðlilega ljósir. Tæp 10% eða 46 lömb virtust hafa kafnað þ.e. lokast hafði á
naflastreng í móðurkviði eða í burði, lambið kafnað í burðarlið eða í hyldum við burð,
45 lömb eða rúm 9% virtust hafa dáið af þekktum fósturlátsvöldum. Þar af 40 lömb að
líkindum úr: kattasmiti svokölluðu (Toxoplasma). Ur hungri og króknun og kröm dóu
um 20 lömb eða um 4%. Annað sem kom fyrir var m.a. Slefsýki, lambablóðsótt,
flosnýmaveiki, joðskortur, gamaflækja, vansköpun o.fl. órannsóknarhæf með öllu
vegna rotnunar eða vanþroska vom um 10 og orsök fannst ekki í 60 lambanna.
Lokaorð
Ahugi virðist vera á því að halda áfram þessum rannsóknum. Vekja þarf umræðu um
það, hvemig best verður að standa að slíku. Gagnlegar bendingar gæti gefið nákvæm
athugun á fóðri og aðstæðum á bæjum þar sem vandamál af fyrmefndum toga gera
vart við sig, sömuleiðis samanburður á milli ára á sömu bæjum og samanburður við
bæi þar sem allt er með felldu. Fá þarf fósturtalningamenn til samstarfs um nákvæma
skrásetningu á fósturdauðanum og fá þá til að telja aftur á stöku bæjum, þar sem
niðurstaðan er óljós við fyrri talningu. Safna þarf upplýsingum um lambahöldin á
sömu bæjum, um fósturlát og um lömb fædd dauð og lifandi og um afdrif þeirra.